Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 33
framantaldra er vitað um augnsaum úr silki- og málmgarni
öðrum megin á peningapoka frá 1869 (sjá mynd á bls. 21 í
Hugur og hönd 1967) ogúr erlendu ullargarni, zephyrgarni,
ásamt margvíslegum sporum öðrum, á stafaklúti frá 1881,
en báðir eru þessir gripir í Þjóðminjasafni íslands.
Eitt af sessuborðunum fimm, að líkindum frá 18. eða
öndverðri 19. öld, er saumað að mestu með ferhyrndum
augum, en mjór bekkur utan með á alla vegu með tigullaga
augum úr tólf sporum (6. mynd). Sessuborðið er um 40
sinnum 47 cm, sem er algeng stærð á hefðbundnum sessu-
borðum. Aðalmunstrið, sérkennileg margbrotin áttablaða-
rós, kemur fyrir víðar í íslenskum munstrum, en ekki er
kunnugt um hliðstæður við hana erlendis frá. Á tveimur
sessuborðanna er svonefndur valhnútur, sem er nokkuð al-
gengur uppdráttur í íslenskum útsaumi og útvefnaði og
einnig í gömlum sjónabókum, til dæmis er hann að finna í
sjónabók uppdreginni af Jóni Einarssyni í Skaftafelli á
seinni hluta 18. aldar.
Ein af krosssaumsábreiðunum þar sem augnsaumur er
hafður sem aukaspor er frá Hólum í Hjaltadal (7. mynd).
7. mynd. Rúmábreiða frá Hólum í Hjaltadal. Frá 17. öld. Áletrunin er
hluti af kvöldversi. Gamli krosssaumurinn og augnsaumur. Ullarband
í togtvistmeð jafavend. Stœrð um 148 x 105 cm. Þjms. 1065. Ljósmynd:
Anna Fjóla Gísladóttir.
Benda líkur til að hún hafi borist þangað með Vigfúsi
Scheving, síðar sýslumanni, er var ráðsmaður Hólaskóla
1762-1765, en talið er að hún sé frá 17. öld þótt myndirnar
á henni séu raunar með miðaldablæ. Aðalmunstur ábreið-
unnar er gert úr fjórum heilum hringreitum þar sem sjá má
fæðingu Jesú, skírn, krossfestingu og greftrun, en í tveimur
hálfhringum þar fyrir neðan er annars vegar stílfært tré með
blómum og fuglum, þ. e. lífstré, en hins vegar efri hluti af
örk Nóa. Utanvert um klæðið á fjóra vegu eru letraðar þrjár
línur úr kvöldversi, og er áletrun þessi og stílfært blóm-
skraut milli hringreitanna saumað með augnsaumi af venju-
legri gerð, þ. e. ferhyrndum augum.
22. 8. 1983
Elsa E. Guðjónsson
Grein þessi er að stofni til erindi unnið að beiðni Heimilisiðnaðarfélags
íslands, til flutnings af Katrínu Ágústsdóttur á afmælissýningu H. í. í
ágúst og september 1983.
8. mynd. Skýringarmyndir af útsaumsgerðum.
1: varpleggur, 2: lagður þráður, 3: blómstursaumsspor, 4: steypilykkja,
5-6: refilsaumur, 7: glitsaumur, 8-11: gamli krosssaumurinn og 12-15:
augnsaumur. Teikningar að mestu unnar af Gunnlaugi S. E. Briemeftir
fyrirsögn höfundar.
hugur og hönd
33