Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 14

Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 14
húsmæðraskólinn á hallormsstað Það var árið 1930, árið sem íslendingar héldu veglega hátíð á Þingvöllum, og árið sem heimskreppan mikla hélt innreið sína í landið, að gamall draumur Austfirðinga rættist. Þeir eignuðust skóla fyrir konur - Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað. Forsagan er löng og verður ekki rakin hér. Það var nokkru fyrir aldamót að raddir tóku að heyrast eystra, um nauðsyn þess að koma á stofn slíkum skóla, og veik- burða tilraunir voru gerðar í þá átt. Á þessum tíma voru Austfirðingar, eins og aðrir landsmenn, ríkari af hug- sjónum og draumum en þeim veraldlega auði, áræði og samstöðu, sem þurft hefði til að hrinda slíku stórmáli í framkvæmd. Austfirskar konur biðu því lengi eftir skólanum sínum. Seint á þriðja áratugnum höfðu þó mál skipast á þann veg að samstaða var í héraði um skólamálið, afstaða stjórn- valda jákvæð, og síðast en ekki síst - tveir mikilhæfir kenn- arar og foringjar, hjónin Sigrún Pálsdóttir Blöndal og Benedikt Blöndal, voru þess albúin að taka hinn nýja skóla upp á arma sína, veita honum forystu og helga honum krafta sína. Því var það, svo notuð séu orð Vilhjálms Hjálmarssonar, að „skólahús var byggt með hyggindum og handafli á þremur misserum og kennsla hafin haustið 1930.“ Samband austfirskra kvenna, Búnaðarsamband Austurlands og Ríkisstjórn íslands voru þeir aðilar, sem stóðu að byggingu skólans og útnefndu hver um sig einn mann í byggingarnefnd. Skólanum var valinn staður í hjarta Austurlands, á einum fegursta stað þess - Hallormsstað - þar sem skógur- inn lykur hlýjum örmum um hús og tún. Framundan fellur Lagarfljót lygnt og breitt, en handan þess blasir við grösug byggð Fljótsdals og Fella. Hús og mannvirki voru þegar í upphafi reist af þeirri smekkvísi og myndarskap að vel hæfðu fögru umhverfi og féllu að því þannig að vart verður á betra kosið. Sigrún Pálsdóttir Blöndal var ráðin til að taka að sér for- stöðu Húsmæðraskólans á Hallormsstað frá 1. sept. 1930. Sigrún var fædd 4. apríl 1883, dóttir hjónanna Elísabetar Sigurðardóttur á Hallormsstað og Páls Vigfússonar frá Ási í Fellum. Maður Sigrúnar, Benedikt Gísli Blöndal, f. 10. ágúst 1883, réðst einnig til skólans, sem kennari, fjárhalds- maður og ráðsmaður. Þau hjónin voru engir nýgræðingar í skólastarfi, bæði höfðu um árabil verið kennarar við Al- þýðuskólann á Eiðum og síðan stofnað eigin skóla í Mjóanesi. Þann skóla starfræktu þau fyrst sem unglinga- skóla, en breyttu honum í húsmæðraskóla og varð hann þannig fyrirrennari Húsmæðraskólans á Hallormsstað. Sigrún og Benedikt Blöndal höfðu bæði menntast heima og erlendis, þau voru stórgáfuð og víðlesin með sterkar rætur í íslenskri menningu og þjóðlegum hefðum, bæði höfðu þau helgað sig uppeldis- og kennslumálum og gengu að því með atorku og skörungsskap að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. Undir stjórn og handleiðslu þeirra mótaðist Húsmæðraskólinn á Hallormsstað frá fyrstu tíð í það horf, að verða sterk menningarstofnun með þjóðlegum blæ. Frú Sigrún Blöndal var kona mikillar gerðar, tilfinninga- heit og skapmikil. Hún fór aldrei dult með þá skoðun sína að skólinn skyldi sinna uppeldishlutverkinu af engu minni alúð en fræðslustarfinu, og raunar yrði þetta tvennt ekki sundur skilið. Hálfkák við nám og störf var henni lítt að skapi, og mun hún hafa ráðið mestu um að námstími skól- ans var frá upphafi ákveðinn tveir vetur. Sjálf gaf hún sig heila og óskipta að því sem var hugsjón hennar: að gefa ungu fólki það sem verða mætti hollast veganesti út í lífið, að mennta hug og hönd. Hér á eftir verður reynt að segja í stuttu máli frá daglegu lífi og starfi á Húsmæðraskólanum á Hallormsstað eins og það var í meginatriðum á tímabilinu 1942-1945. Þá hafði sú breyting stærst orðið, að húsbóndinn á skólaheimilinu, Benedikt Blöndal, var fallinn frá. Hann andaðist snögglega um aldur fram 9. jan. 1939. Þótt áfallið væri þungt hélt Sigrún Blöndal ótrauð áfram starfinu, sótti styrk í trú sína og skapgerð og bar ekki harm sinn á torg. Við skulum nú hverfa 42 ár aftur í tímann og fylgjast í huganum með stúlknahópi, sem fer með „rútu“ frá Reyðar- firði, um Fagradal til Héraðs á dimmu kvöldi rétt um vetur- nætur haustið 1942. Þetta eru væntanlegir nemendur yngri deildar Húsmæðraskólans á Hallormsstað. Sumar eru langt að komnar, aðrar skemmra, flestar á aldrinum öðru hvoru megin við tvítugt og hafa fæstar fyrr dvalið langdvölum að heiman. Leiðin er löng, vegurinn slæmur. Andrúmsloftið er blandið tilhlökkun, eftirvæntingu og kvíða. Allt í einu sveigir bíllinn út úr skóginum, yfir brúna á Staðará og skóla- húsið birtist í dimmunni uppljómað eins og álfahöll. Inni í „Höllinni“ - dagstofu skólans, stendur forstöðu- konan, sem nemendur hér eftir nefna í daglegu tali „frú Blöndal“. Hún tekur þétt í hönd stúlknanna um leið og þær kynna sig. Síðan er vísað til herbergja. Þau eiga hvert sitt nafn, flest klausturheiti: Reynistaður, Kirkjubær, Skriða, Þverá, Nunnusetur. Kennaraherbergin á hæðinni heita Möðruvellir og Helgafell. Snyrtiherbergið með vöskunum og stóra speglinum heitir Lindir. Nemendaherbergin eru 14 HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.