Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 49
skólapeysa
Stærð: 7-8 ára.
Efni: 250 gr GEFJUNAR tweed, litur
nr 311. 1 hn DMC bómullargarn
COTON A TRICOTER nr 783, prj
tvöfalt (fáanlegt í ÍH), 1 hnappur eða
tala.
Prjónar: 60 cm hringprjónar nr. 3 og 5,
sokkaprjónar nr. 3 og 5.
Þensla: 15 L = 10 cm.
Ath.: Bolur er prjónaður í hring upp
að höndum, síðan fram og til baka.
Ermar eru prjónaðar frá öxl og fram,
fyrstu umf fram og til baka, síðan í
hring. Bómullargarns-kantar eru prj
með garðaprjóni fram og til baka.
Bolur: Fitjið upp með tvöföldu bóm-
ullargarni 122 L á hringpr nr 3. Prj
fram og til baka 4 garða. Umf byrjar í
vinstri hlið. Skiptið yfir á hringpr nr 5
og ullargarn. Prj sl í hring 5 cm. Aukið
út um 2 L í hv hlið: prj 1 L, aukið út,
prj 59 L, aukið út, prj 2 L, aukið út, prj
59 L, aukið út, prj 1 L. Prj 5 cm, aukið
aftur út um 2 L í hv hlið, er það gert
eins og fyrr, nema nú eru prj 60 L þar
sem áður voru prj 59. Prj þar til bolur-
inn mælist 16 cm. Setjið nú 16 miðl í hv
hlið á prjónanælu og geymið. Prj bak,
49 L fram og til baka 17 cm. Þá er gerð
klauf á mitt bakstykki. Byrjið á hægra
axlarst frá réttu. Prj 26 L, snúið við og
prj fyrstu 3 L sl, (garðaprjón) síðan br
út pr. Prj þannig þar til klaufin mælist
6 cm. Vinstra axlarst: prj upp 3 L frá
röngu í næstu umf fyrir neðan garðaprj
á klauf, þessar 3 L eru síðan prj með
garðaprjóni, prj sl út pr. Prj 6 cm. Prj
framstykkið fram og til baka 17 cm. M
eru 11 miðl geymdar. Prj axlarst hvort
í sínu lagi. Takið úr hálsmálsmegin í
byrjun pr 2—1—1—1 L hv megin. Prj þar
til bak- og framstykki mælast jafn
löng. Lykkið saman axlir, 14 L af bak-
og 14 L af framst. 12 L hv megin af
miðju bakst. geymdar.
Garðaprjónskantur í handveg: Prj upp
L kringum handveg með bómullar-
garni á hringpr nr 3. Byrjið í miðri
hlið. Prj upp 8 L af nælunni, síðan fyrir
innan 1 L á jaðri, X prj upp 3 L,
hlaupið yfir 1 X, endurtakið X-X. Að
lokum eru prj 8 L af nælunni. Eiga þá
að vera á pr u. þ. b. 98 L. Prj sl til baka.
2. pr: Prj 7 L, takið 1 L óprj prj næstu
L, steypið óprj L yfir, prj 2 L cm (þessi
úrtaka er gerð tvisvar sinnum á öðrum
hv pr þrisvar sinnum hv megin), prj
þar til 11 L eru eftir, takið úr, prj út pr.
3. pr sl. 4, pr: Aukið út um 1 L í byrjun
pr, pr 6 L, takið úr, prj þar til 10 L eru
eftir, takið úr, prj 6 L, aukið við 1 L á
enda pr. 5. pr sl. 6. pr: Prj 6Ltakið úr,
prj þar til 10 L eru eftir, takið úr, prj 6
L. Fellið af með garða-affellingu.
Seinni kantur prj eins.
Ermi: Prj upp frá réttu L undir garða-
prjónskantinum á hringpr nr 5 með
ullargarni. Byrjið við úrtökuna á kant-
inum. Prj í miðja fyrstu L á jaðri bols,
eða aðeins undir 1. band. X prj upp 3
L, hlaupið yfir 1 L X. Endurtakið X-
X. Á pr eiga þá að vera 78 L. Ef ekki
næst réttur lykkjufjöldi, takið úr eða
aukið í á fyrsta pr. Prj fram og til baka,
10 pr. Prj síðan í hring og takið úr í
miðri undirermi, 2 sinnum í annarri hv
umf, síðan í þriðju hv umf, fram alla
ermina. (Steypið yfir fyrri úrtöku, prj
sm seinni). Skiptið yfir á sokkapr
þegar þess gerist þörf. Prj þar til ermin
mælist 36 cm löng. Eiga þá að vera á pr
32 L. Skiptið yfir á sokkapr nr 3 og
bómullargarn. Prj 3 garða. Fellið af
með garða-affellingu. Seinni ermi prj
eins.
Garðaprjónskantur í hálsmák'Pxj upp
með bómullargarni á hringpr nr 3 L á
hálsmáli. Prj frá réttu, 12 L sem
geymdar voru á bakst, 16 L í vinstri
hlið hálsmáls, 11 L sem geymdar voru
á framst, 16 L í hægri hlið og 12 L af
bakst. 67 L alls. Prj garðaprjón. Á 3.
pr er gert 1 hnappagat. Prj 2 L. Fellið af
2 L, á næsta pr eru fitjaðar upp 2 nýjar
L í þeirra stað. Prj 3 garða alls. Fellið
af með garða-affellingu.
Frágangur: Saumið ermar við bol
undir höndum. Saumið saman garða-
prj neðan á bol og framan á ermum.
Saumið saman garðaprj undir höndum
og tyllið um leið kantinum við ermi á
saumnum. Gangið frá endum og festið
í tölu. Þvoið peysuna, vindið upp úr
mýkiefni og leggið slétta til þerris.
H. T.
49
HUGUR OG HÖND