Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 33

Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 33
framantaldra er vitað um augnsaum úr silki- og málmgarni öðrum megin á peningapoka frá 1869 (sjá mynd á bls. 21 í Hugur og hönd 1967) ogúr erlendu ullargarni, zephyrgarni, ásamt margvíslegum sporum öðrum, á stafaklúti frá 1881, en báðir eru þessir gripir í Þjóðminjasafni íslands. Eitt af sessuborðunum fimm, að líkindum frá 18. eða öndverðri 19. öld, er saumað að mestu með ferhyrndum augum, en mjór bekkur utan með á alla vegu með tigullaga augum úr tólf sporum (6. mynd). Sessuborðið er um 40 sinnum 47 cm, sem er algeng stærð á hefðbundnum sessu- borðum. Aðalmunstrið, sérkennileg margbrotin áttablaða- rós, kemur fyrir víðar í íslenskum munstrum, en ekki er kunnugt um hliðstæður við hana erlendis frá. Á tveimur sessuborðanna er svonefndur valhnútur, sem er nokkuð al- gengur uppdráttur í íslenskum útsaumi og útvefnaði og einnig í gömlum sjónabókum, til dæmis er hann að finna í sjónabók uppdreginni af Jóni Einarssyni í Skaftafelli á seinni hluta 18. aldar. Ein af krosssaumsábreiðunum þar sem augnsaumur er hafður sem aukaspor er frá Hólum í Hjaltadal (7. mynd). 7. mynd. Rúmábreiða frá Hólum í Hjaltadal. Frá 17. öld. Áletrunin er hluti af kvöldversi. Gamli krosssaumurinn og augnsaumur. Ullarband í togtvistmeð jafavend. Stœrð um 148 x 105 cm. Þjms. 1065. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir. Benda líkur til að hún hafi borist þangað með Vigfúsi Scheving, síðar sýslumanni, er var ráðsmaður Hólaskóla 1762-1765, en talið er að hún sé frá 17. öld þótt myndirnar á henni séu raunar með miðaldablæ. Aðalmunstur ábreið- unnar er gert úr fjórum heilum hringreitum þar sem sjá má fæðingu Jesú, skírn, krossfestingu og greftrun, en í tveimur hálfhringum þar fyrir neðan er annars vegar stílfært tré með blómum og fuglum, þ. e. lífstré, en hins vegar efri hluti af örk Nóa. Utanvert um klæðið á fjóra vegu eru letraðar þrjár línur úr kvöldversi, og er áletrun þessi og stílfært blóm- skraut milli hringreitanna saumað með augnsaumi af venju- legri gerð, þ. e. ferhyrndum augum. 22. 8. 1983 Elsa E. Guðjónsson Grein þessi er að stofni til erindi unnið að beiðni Heimilisiðnaðarfélags íslands, til flutnings af Katrínu Ágústsdóttur á afmælissýningu H. í. í ágúst og september 1983. 8. mynd. Skýringarmyndir af útsaumsgerðum. 1: varpleggur, 2: lagður þráður, 3: blómstursaumsspor, 4: steypilykkja, 5-6: refilsaumur, 7: glitsaumur, 8-11: gamli krosssaumurinn og 12-15: augnsaumur. Teikningar að mestu unnar af Gunnlaugi S. E. Briemeftir fyrirsögn höfundar. hugur og hönd 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.