Hugur og hönd - 01.06.1984, Síða 5
Hluti afhökli úr Hvalsneskirkju.
Hökull úr Hvalsneskirkju.
Baldéruð stóla úr Áskirkju, Reykjavík.
listakonan unnur ólafsdóttir
Unnur Ólafsdóttir verður minnisstæð öllum er henni
kynntust. Ber þar margt til. Hún var frjálsmannleg í fasi,
hressileg í viðmóti, „húmoristi“ mikill, hafði vakandi áhuga
á mönnum, málefnum, listum og lífinu, hreinskilin og ein-
læg. Það gustaði af henni hvar sem hún fór, því starfsorku
átti hún óvenju mikla og sköpunarþrá.
Unnur fæddist í Keflavík 20. janúar 1897, fjórða af sex
börnum hjónanna Vigdísar Ketilsdóttur og Ólafs Ásbjarn-
arsonar kaupmanns. Foreldrar Vigdísar voru hjónin Vil-
borg Eiríksdóttir frá Litla-Landi og Ketill Ketilsson hrepp-
stjóri og dannebrogsmaður í Kotvogi í Höfnum. Foreldrar
Ólafs voru hjónin Ingveldur Jafetsdóttir gullsmiðs Einars-
sonar í Reykjavík og Ásbjörn Ólafsson útvegsbóndi í Innri-
Njarðvík. Voru afar Unnar taldir með gildustu bændum
landsins, enda reistu þeir sína kirkjuna hvor úr höggnu
grjóti, Ásbjörn Innri-Njarðvíkurkirkju og Ketill Hvals-
neskirkju.
Árið 1905 flyst fjölskyldan til Reykjavíkur og hefst þá
skólaganga Unnar í Landakotsskóla, þar sem listrænir hæfi-
leikar hennar koma strax í ljós. Eftir fermingu lá leið
hennar til Kaupmannahafnar að leita sér lækninga á með-
fæddu andlitslýti. Var hún meðfyrstu sjúklingum á Norður-
löndum sem hlaut „radíum“-meðferð, sem leiddi svo
seinna til blindu á öðru auga hennar. Samtímis hefur hún
svo nám við Listiðnarskólann þar í borg, en það nám stund-
aði hún um 8 ára skeið. Hlaut hún margskonar verðlaun
fyrir færni sína og strax ókeypis skólavist fyrir frábæran
námsárangur.
HUGUR OG HÖND
5