Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 18

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 18
reglugerð fyrir húsmæðraskólann á hallormsstað í 15. árgangi „Hlínar“ 1931 er birt „Reglugerð fyrir Húsmæðraskólann á Hallormsstað“ og fylgir alllöng greinar- gerð með hverri grein reglugerðarinnar. Hér verða birtar 2., 3. og 4. gr. reglugerðarinnar og kaflar úr „Greinar- gerðinni“ þar sem fjallað er um hverja grein fyrir sig. 2. gr. Tilgangur skólans er að styðja að uppeldi ungra kvenna á þjóðlegum grundvelli og veita þeim hagkvæma kunnáttu fyrir lífið, sérstaklega í því er lýtur að heimil- isstörfum í sveitum. 3-gr. Starfsemi skólans verður hagað þannig: A. Bókleg kennsla: kennd íslenska og íslenskar bókmenntir, reikningur, bókhald, efnafræði, matarfræði, heilsu- og líkamsfræði, söngur og leikfimi. Fyrirlestrar um sérstök efni í sögu íslands, félagsfræði, náttúrufræði og uppeldisfræði. B. Handavinna: Kenndir saumar, sér- staklega hagnýtur saumaskapur, kven- og barnafatnaður, vélspuni, prjón, vefn- aður og hannyrðir. C. Matargerð og heimilisstjórn: Kennd almenn matreiðsla, smjör- skyr og ostagerð, æfingar í heimilisstjórn, ræsting, þvottur og þ jónustubrögð. 4. gr. Námstíminn er tveir vetur, talið fyrri veturinn frá veturnóttum til aprílloka en hinn síðari frá 20. sept. til aprílloka. Skal náminu skipt þannig að fyrri veturinn, verður aðallega bókleg kennsla og handavinna, en síðari veturinn, nokkur bókleg kennsla og matreiðsla. Auk þess verði óbundin við skólann þessi námskeið: a. Námskeið í matreiðslu á sama tíma fyrir ungar stúlkur. b. Námskeið í saumum og vefnaði á sama tíma. Nemendur skólans sitji fyrir öðrum umsækjendum að námskeiðum þessum. í greinargerð um 2. gr. reglugerðar segir svo: „Eitt einkenni þess tíma er við lifum á, er að þjóðaruppeldið er ekki lengur í höndum heimilanna einna saman, heldur er það að nokkru leyti afhent skólunum. Ýmsar aðrar breytingar á þjóðlífi okkar, eru og þess valdandi, að áhrifa heimilanna á uppeldi æskulýðsins gætir minna en áður. Virðist því sérstök ástæða fyrir skólana að leggja áherslu á hina uppeldislegu hlið námsins. Hús- mæðraskólarnir þurfa ekki síður að hlynna að almennu uppeldi ungra stúlkna, en veita þeim fræðslu. Hvort- tveggja þarf að haldast í hendur, en upp- eldið talið fyrr, af því þar hlýtur grund- völlur hins verklega náms að liggja, einkum þar sem sérstök nauðsyn ber til að haga því eftir landsháttum og öðrum aðstæðum. Sú fræðsla yrði næsta hald- lítil, sem ekki ætti rót í hugsunarhætti nemandans og afstöðu til lands og þjóðar.“ í greinargerð um 3. gr. reglugerðar segir m. a.: „. . . í bóknámi því er skólinn veitir, ætlumst við til að móðurmálið skipi önd- vegi. Sé engu minni áhersla á það lögð að kynna nemendum hið besta í bók- menntum þjóðarinnar fornum og nýjum, en málfræðinám. Mun fátt betur fallið til að glæða og göfga tilfinninga- og hugsjónalíf ungra kvenna en bókmennt- ir, einkum ljóð. Er og víst að veglegra hlutverk bíður ekki nemanda kvenna- skólanna en móðurstarfið. En einn þáttur þess, og ekki sá ómerkasti, er að kenna börnunum móðurmálið og inn- ræta þeim virðingu og ást á tign þess og fegurð. Ætlast er til þess að lestur á kvöldvökum fyrir nemendur og heima- fólk á skólaheimilinu geti orðið einn liður í bókmenntaþekkingu nemend- anna og glæði smekk þeirra og þekking- arþrá. . . “ Síðar í sömu greinargerð segir: „Þá er það verklega kennslan. Hún skal í öllum greinum miðast við kröfu fámenns sveitabúskapar. í allri verklegri kennslu skólans verður að hafa í huga hið raun- verulega líf, lífið eins og því er lifað út um byggðir landsins. Markmið þessarar kennslu er: að létta húsmæðrum störfin með því að kenna stúlkunum betri og hagkvæmari vinnuaðferðir, notkun ýmsra vinnutækja og leikni í algengum daglegum störfum, að venja nemendur á sparsemi og holla og einfalda lifnaðar- háttu. - Mestur vandi húsmæðraskól- anna felst í því að samræma gamalt og nýtt, samræma innlenda reynslu er- lendum áhrifum og uppfindingum. . . “ í greinargerð um 4. gr. reglugerðar segir svo m. a.: „Stofnendur skólans hafa verið sam- mála um, að námstíminn skyldi vera 2 vetur. Greinir þennan skóla í því efni frá öðrum húsmæðraskólum hér á landi. Ástæðurnar, sem fyrir stofnendum vaka, eru þær helstar að ofætlun sé að kenna á einum vetri allt það verklegt nám, sem krafist er og krefjast verður af hús- mæðrum í sveit. Við álítum að annað hvort verði að fækka námsgreinum að miklum mun á þessum skólum frá því, sem nú tíðkast, eða lengja námstímann. Við höfum tekið síðari kostinn. . . “ 18 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.