Hugur og hönd - 01.06.1994, Qupperneq 6
Útskornir hornsptznir.
Útskorinn prjónastokkur úr tré.
Allar myndirnar meSgreininni voru teknar á Ijósmyndastofunni Imynd.
við að hafa smíðaaðstöðuna inni í íbúð-
arhúsinu var sá að þá gat hún notað
hverja smástund sem til féll til að smíða
og skera út.
Þó Sigga sé hlédræg, og haldi verk-
um sínum lítt fram, barst vitneskja um
listfengi hennar og hagleik víða og fólk
fór að koma til hennar í þeim erinda-
gerðum að fá hana til að hanna og sér-
smíða gripi fyrir sig til tækifærisgjafa.
Mest voru þetta beiðnir um smíði og
útskurð á spónum, pappírshnífum,
drykkjarhornum og lampafótum.
Einnig sérsmíðaði hún vegghillur,
gestabækur, fundarhamra og útskorna
skildi sem notaðir voru sem heiðurs-
gjafir af ákveðnum tilefnum. Alla þessa
gripi varð hún að teikna sérstaklega
með hliðsjón af tilefni gjafarinnar og
öðru sem tengdist þeim sem gjöfina átti
að fá. Sigga leggur áherslu á að nota að-
eins úrvalsefni í smíðisgripi sína og
sparar hvorki tíma né fyrirhöfn til þess
að ná sér í fallegan smíðavið. Hún legg-
ur áherslu á að mynstur og skurður falli
val að formi hlutanna sem hún smíðar,
þannig að samræmi verði sem best í
smíði og skreytingu. Hún segir að hug-
myndir að smíðisgripunum komi oft í
hugann rétt fyrir svefn að kvöldi dags,
þá fer hún oft á fætur og skissar hug-
myndirnar á blað og getur svo stundum
varla beðið morguns til að koma þeim í
verk.
Það kom svo að því að Sigga gat
komið sér upp betri vinnuaðstöðu. Nú
hefur hún rúmgóða, bjarta og hlýja
smíðastofu í húsi við endann á hesthús-
inu. Hún hefur þar sinn rennibekk og
aðrar ágætar smíðavélar. Þar eru margs
konar tól og tæki að ógleymdum út-
skurðarjárnunum sem mörg hver eru
listavel smíðuð af syni hennar sem er
mikill völundur.
Nú á síðustu árum hefur Sigga oftar
tekið þátt í ýmsum sýningum og verk
hennar orðið ennþá þekktari. Hún
sýndi verk sín m.a. á M-hátíðinni á
Suðurlandi á sýningu sem haldin var í
félagsheimilinu og skólanum í Þingborg
í Hraungerðishreppi, þar sýndu reyndar
börn hennar tvö einnig myndir og gripi
eftir sig og sönnuðu að ekki fellur eplið
langt frá eikinni. Fyrir ári síðan var svo
haldin sýning á verkum hennar í List-
húsinu í Reykjavík. A báðum þessum
sýningum vöktu smíðisgripir Siggu
verðuga athygli. Henni var veittur
styrkur úr Smáverkefnasjóði landbún-
aðarins; þótti henni vænt um þá viður-
kenningu sem varð frekari hvatning til
listsköpunar.
Þórir Sigurðsson
6