Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 7
„Leynivopnið“ áfyrsta námskeiðinu í Þingborg.
KEMBIVÉL ÞINGBORGARHÓPSINS
- ÞRÓUNARSAGA
TT egar fyrsta ullar- og tóvinnunámskeiðið var haldið í Þingborg
Msnemma á árinu 1991 þóttumst við búa vel að „nýtísku”
JL tækjabúnaði. Heimilisiðnaðarfélag Islands lánaði okkur
gömlu góðu tóvinnutækin, íslenska rokka og kamba en leynivopnin á
námskeiðinu voru tvö hollensk tæki, lítil handknúin kembivél og ein-
faldur hraðspunarokkur.
Kembivélinni var klappað í bak og
fyrir, hún dásömuð og var í stöðugri
notkun allt námskeiðið. Haft var á orði
að ullarkembing væri nú ekki mikið
mál með þessu undratæki — svona alla-
vega ef miðað var við gömlu góðu ullar-
kambana. Nokkur námskeið voru hald-
in í viðbót fyrir verðandi Þingborgar-
konur og vegna aukinnar þarfar var
fjárfest í tveimur litlum kembivélum til
viðbótar. Okkur fannst við vera ríkar og
gríðarlega tæknivæddar. Framleiðslu-
vörurnar spruttu fram ein af annarri og
konurnar tóku að sérhæfa sig ýmist í
spuna, prjóni, flókagerð eða öðru.
Verkefnið okkar óx og dafnaði - og
viti menn — allt í einu fóru að heyrast
gagnrýnisraddir á vélarnar góðu, bjarg-
vættina frá árinu áður. Aðal- spuna- og
flókagerðarkonurnar fóru að kvarta yfir
því að „það væri svo erfitt að snúa vélar-
ófétinu“ og orð eins og „handleggja-
raun“ fóru að skjóta upp kollinum.
Gagnrýnisraddirnar voru lágværar í
fyrstu en svo fór þó fljótlega að afkasta-
mesta bandgerðarkonan setti hnefann í
borðið og hótaði að hætta að spinna
nema ný kembivél „með mótor“ fengist
á staðinn.
Verkefnisstjórinn (undirrituð) fékk
samviskubit yfir því að bera ábyrgð á
„Kembivél með mótor“ komin á staðinn og
allir ísjöunda bimni... t smátíma.
vöðvabólgum og „kembiolboga“ Þing-
borgarkvenna og settist því niður við
bréfaskriftir til að hafa upp á kembivél
„með mótor“. Og viti menn, leitin bar
snarlega árangur og enn á ný var fjárfest
í auknum tæknibúnaði. Nýja kembivél-
in var alveg eins og þær gömlu frá sama
fyrirtæki en með margumbeðnum mót-
or þannig að allir handleggjasnúningar
voru úr sögunni.
Nú var gaman að lifa og margtalað
um „alltannaðlíf1 í kembimálunum.
Allir óþreyttir í handleggjunum og
ekkert að gera annað en að mata vélar-
gersemina á ull inn um annan endann
og taka á móti kembum út um hinn.
Fína, nýja kembivélin var notuð dag og
nótt og Adam var í Paradís - um
stund. En ekki lengi og smám saman
fór svo að nýja græjan fór að flækja tog-
ið, hósta á þelinu og stoppa í miðju kafi
þannig að mótorinn ofhitnaði.
Alagið varð einfaldlega of mikið og
ekki laust við að stundum bærust ljót
orð út úr kembivélarherberginu svona í
hita leiksins og vélin sem nokkrum
mánuðum áður hafði verið hin mesta
7