Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Blaðsíða 11

Hugur og hönd - 01.06.1994, Blaðsíða 11
skyni skoðaði ég m.a. dagtreyjur í eigu Þjóðminjasafnsins, svör við spurninga- skrám Þjóðháttadeildar Þjóðminja- safnsins og norrænar bækur um hvers- dagsfatnað á 18. og 19. öld. Dagtreyju má lýsa stuttlega eitthvað á þessa leið: Dagtreyja var fóðruð, langerma treyja, ýmist saumuð úr ís- lensku eða innfluttu efni. Oftast var hún úr bláu eða svörtu ullarefni eða dökkleitu, einlitu, rósóttu eða doppóttu bómullarefni, eftir því hvort dagtreyjan átti að vera sumar- eða vetrarflík. Þar sem dagtreyjur voru ígangsföt, vinnu- flíkur, voru þær látlausar og áttu fyrst og fremst að vera þægilegar og skjólgóð- ar. Þær voru frekar háar í hálsinn og hnepptar frá hálsi niður að mitti með fínlegum tölum eða hnöppum. Ymist virðast þær hafa verið hafðar utan yfir pilsið eða gyrtar ofan í það. Stundum voru dagtreyjur aðgreindar eftir efninu sem þær voru saumaðar úr og nefndar t.d. sirstreyja og vaðmálstreyja. Eins og fyrr segir voru dagtreyjur alltaf fóðraðar, bæði bolur og ermar. Al- gengt var meðan flíkur voru saumaðar í höndum, að bolflíkur, þ.e. flíkur á efri hluta líkamans, væru allar fóðraðar og allir „saumar lokaðir“, eins og sagt er. Þá sést hvergi í saumför innan í flík- inni. Þessi hefð hélst lengi hérlendis, þrátt fyrir að saumavélin leysti hand- sauminn að miklu leyti af hólmi, og breyttist líklega ekki að gagni fyrr en hægt var að sauma sikk-sakk-spor á heimasaumavélar um 1950-60, því þar með varð frágangur á saumförum auð- veldur. Nú á tímum mundum við sjálfsagt kalla flík eins og dagtreyju blússu. Orð- ið treyja hefur á síðustu öldum haft nokkuð víðtæka merkingu og oft erfitt að átta sig á hvort um er að ræða t.d. saumaða eða prjónaða flík. Treyja var samt yfirleitt flík með löngum ermum. E.t.v. hefur dagtreyja fengið nafngiftina til að aðgreina hana frá nátttreyju, sem um aldaraðir hafði einnig verið notuð á daginn eða til að undirstrika að hún var ætluð til daglegs brúks, hversdagstreyja, meðan peysufatatreyjan, sem var íburð- armeiri, var betri treyja, spariflík. Vík ég nánar að því seinna. Með því að rýna í erlendar búninga- bækur sést, að treyjur áþekkar dagtreyj- um, en með mismunandi nöfnum, voru notaðar hversdags víða um Norð- ur-Evrópu a.m.k. frá því um miðja 18. öld, ef ekki fyrr, og fram að lokum 19. aldar. Ekki þori ég að staðhæfa hve gamalt fyrirbæri dagtreyjur eru meðal íslensks hversdagsfatnaðar en draga má ályktan- ir út frá nokkrum staðreyndum. Formið, sniðið, á dagtreyju er náskylt peysufatatreyju og uppruna beggja er líklega að finna í hneppta miðaldakyrtl- inum frá 14. öld. Hann var að formi til næstum eins bæði fyrir konur og karla. Hann tók síðan breytingum í aldanna rás fyrir áhrif tískustrauma. Margir „fataspekúlantar“ eru þeirrar skoðunar, að e.t.v. sé varla hægt að tala um tísku í nútíma skilningi fyrr en á 14. öld. Þá fór fatnaður að bera merki mismunandi vaxtarlags karla og kvenna. Þetta gerðist samfara efnahagslegum og pólitískum uppgangi borgarbúa og þverrandi kirkjulegum, andlegum, völdum á 14. og 15. öld. Enginn vafi leikur á að bæði peysu- fata- og dagtreyjan bera sterkan svip af evrópskum kventískuflíkum frá 1780- 1810. Ekki er því að undra að talið er að Valgerður Jónsdóttir, biskupsfrú í Skálholti, hafi verið einna fyrst kvenna á Islandi til að klæðast daglega peysu- fatatreyju um 1790. Vert er að hafa í huga að hversdagsflíkur heldra fólks voru ekki vinnuflíkur í sama skilningi og hversdagsföt almennings, en voru samt „fyrirmyndir" sem almúginn reyndi að líkja eftir. Norrænar myndir og teikningar af hversdagsfatnaði kvenna, einkum af bænda- og sjómannastéttum, allt frá byrjun 19. aldar sýna treyjur, sem líkj- ast mjög íslenskum dagtreyjum og í raun fatnað, er að flestu leyti líkist þeim sem tíðkaðist hversdags hérlendis a.m.k. frá miðri 19. öld og fram á 20. öldina og lýst er hér á eftir. Hjá Orðabók Háskólans fékk ég þær upplýsingar að elsta dæmið er þeir höfðu um orðið dagtreyju væri að finna úr blaðinu „Fjallkonan“ frá 1898. Þar er talað um „blátt sirs í dagtreyju og svuntu“ (bls. 52), en ennþá eldri væru auglýsingar um „dagtreyjutau“ sem birtust í Þjóðólfi (36. árg. bls. 64,100) og ísafold (bls. 68, 104) árið 1884. Ekki kæmi mér því á óvart að dag- treyjan, eða e.t.v. frekar orðið dagtreyja hafi „fæðst“ um miðja 19. öld. Sigurður Guðmundsson málari skrifar ritgerð um íslenska kvenbúninga árið 1857. Þar segir hann m.a., að „nú séu konur farnar að taka upp þann ósið að sníða peisurnar úr klæði“. Sigurður er hér að tala um peysufatatreyjur. Bendir þetta því til, að allt fram að þessum tíma hafi þær frekar verið prjónaðar og þá kallað- ar peysur en ekki treyjur eins og nú er gert. Um miðja 19. öld fer einmitt að örla á hvers kyns nýjungum eða „ósiðum“ í íslensku þjóðlífi, sem um aldaraðir hafði tekið ótrúlega litlum breytingum. En víkjum aftur að orðum Sigurðar um, að peysur séu nú sniðnar úr klæði. Klæði var örugglega of dýrmætt til dag- legrar notkunar. Trúlegt er því að peysufötin í sinni gömlu mynd, með flaueli á börmum og ermum treyjunnar og klút um hálsinn, hafi einmitt þess vegna farið að þróast í að verða fremur spariföt. Ljósmyndir frá seinni hluta 19. aldar af sparibúnum konum sýna einnig flestar konur í peysufötum. En þar sem peysufötin höfðu að einhverju leyti líka verið notuð hversdags, var nú þörf á að búa til einfaldari og ódýrari treyju til daglegrar notkunar. Þannig verður dagtreyjan hugsanlega til. Slík breyting á fatavenjum hefur næstum komið af sjálfu sér. Þar komu til tíska, betri innlend efni, og aukinn innflutningur á vönduðum en ódýrari efnum sem kom í kjölfar iðnbyltingar- 11

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.