Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Síða 15

Hugur og hönd - 01.06.1994, Síða 15
Dagtreyjan sem sniðið er af, Þjms.nr. 1964:65. Ljósm. F.Ó. munstruðu bómullarefni með fóður úr hvítum bómullardúk, rauðröndóttum og hneppt fyrir miðju að framan með 7 blikktölum. Ermarnar, einsaumsermar, eru rykktar á öxlum og við úinliðinn eru þær eilítið rykktar við mjóa líningu. Kragi, 2 cm breiður, er í hálsinn. Hann er úr samanbrotnum skárenning sem er rykktur lítillega við hálsmáiið og festur á með skábandi. Bolsídd er um 47 cm og að neðan er ytra byrði tvíbrotið yfir á röngu og myndar þar 1 cm breiðan fald. Innan á vinstra boðung er saum- aður lítill blár vasi úr poplínefni sem vafalítið hefur geymt vasaúr eigandans. Vasi þessi hefur verið saumaður á í fljót- heitum með grófum, stórum, viðvan- ingsiegum sporum, sem stinga í stúf við ellegar vandað handbragð á treyjunni. Treyjan hefur greinilega þjónað dyggi- lega og slitnað af langri notkun, en úr því hefur verið snyrtilega bætt með ótai viðgerðum. Dagtreyju með Þjms.nr. 1964:64 átti Ingibjörg Kristleifsdóttir á Húsafelli. Ingibjörg dó áriðl930. Sú treyja er saumuð úr svörtu fínlegu ullarklæði og fóður er úr grásprengdri bómullareinskeftu. Treyjan er þétt- hneppt að framan með 8 hnöppum og um hálsmálið er rúmlega 1 cm breið líning. Grunn samhliða lek, spölkorn niður á brjóst, eru efst á boðungunum sitt hvorum megin hálsmáls. Tví- saumsermarnar eru felldar í handvegina og mjókka fram. Treyjan er um 44 cm síð, innsniðin í mittið og nær um 10 cm niður fyrir mitti. Gengið er frá treyjunni að neðan með mjórri brydd- ingu úr silkibandi. Margrét Einarsdóttir, Mófellsstöðum í Skorradal, átti dagtreyju sem nú hefur Þjms.nr. 1964:65. Margrét fæddist árið 1843 og dó 92 ára. Treyja hennar er úr svörtu, sléttu, mjúku bómullarefni. Fóður í bol er grænleitt sirsefni en tvenns konar bómullardúkur, köflóttur og röndóttur, í fóðri erma. Hún er hneppt að framan með 7 blikktölum. Mjór (1 cm ) skásniðinn kragi er í háls- inn. Ermar eru tvískiptar, felldar í handvegina en falla þétt að framhand- legg. Bolsídd er um 55 cm, stuttar klaufar eru neðst við hliðarsauma á baki og bakið nokkru síðara en framstykkin og bogadregið til hliðanna. Þessi treyja er einnig slitin og bætt. Sniðið sem hér fylgir er af þessari treyju og lýsi ég lauslega saumaskap á henni. Treyja nr. 1964:66 er unnin á líkan hátt. Guðrún Jónsdóttir, Húsafelli, sem átti brúnleitu treyjuna með Þjms.nr. 1964:63 átti einnig treyjuna sem hefur Þjms.nr. 1964:66. Sú dagtreyja er úr svörtu rifsefni, með svörtu lastingsfóðri og hneppt upp í háls með 6 svörtum, litlum hnöppum. Einsaumsermarnar eru þrengstar um olnboga en víkka um úlnliði. Kragalíning, um 2 cm breið, úr svörtum lastingi, er í hálsmálið. Til að ná fullri sídd á bolnum, um 50 cm, er aukið neðan við treyjuna og fram- stykkin eru listilega samansaumuð úr mörgum efnisbútum. Auk þess er treyj- an mjög slitin og víða mikið bætt, eink- um fremst á ermum. Treyjan hefur lík- lega náð um 10 cm niður fyrir mitti og við hliðarsauma eru um 5 cm langar klaufar. Ljóst er að dagtreyjan hefur gegnt mikilvægu hlutverki í hversdagsklæðn- aði kvenna hérlendis allt fram á þessa öld. Gaman væri því, að hún fengi verðugan sess meðal þjóðlegra íslenskra kvenbúninga eins og hversdagsfatnaður fyrri alda er hluti af þjóðbúningum í nágrannalöndum okkar. SNIÐ AF DAGTREYJU Sniðið sem hér fylgir er af dagtreyju Margrétar Einarsdóttur, í Skorradal. Treyjan hefur Þjms. nr. 1964:65. Ég valdi þessa treyju til að taka snið af, því að hún er saumuð úr þéttu efni, unnin með algengum aðferðum og henni virtist ekki hafa verið breytt. Oft aflagast form á flíkurn við miklar breyt- ingar og viðgerðir og slíkt þarf að hafa í huga þegar tekin eru snið eftir gömlum flíkum. Þröngar flíkur aðlaga sig gjarn- an eiganda sínum og „teygjast“ eftir hans vaxtarlagi við áralanga notkun. Auk þess var fólk áður smágerðara svo alltaf þarf að gera ráð fyrir að gömul snið þurfi að stækka til að þau passi á nútímafólk. Ég saumaði prufuflík eftir sniðinu og við mátun leiðrétti ég fáein atriði og treyjan virtist fara vel. Oftast þarf að huga að vídd, sídd og erma- ísetningu þegar ný flík er saumuð, sama hvaðan sniðið er fengið. Skynsamlegt er því að sauma prufuflík úr ódýru efni, máta hana vel og gera breytingar, ef þörf er á, áður en ráðist er í að sníða úr dýrum efnum. Leiðbeiningar um breyt- ingar á sniðum er m.a. að finna í Saumahandbókinni (Bókaútgáfan Óð- inn, 1986, 1994). Sniðin eru hér minnkuð niður til að nýta blaðsíðurnar betur og þarf því að stækka þau áður en sniðið er eftir þeim. Annaðhvort eru þau stækkuð í ljósrit- unarvél um 500 % eða maður teiknar þau upp á rúðustrikaðan pappír þar sem hver rúða er 2,5 cm. VINNULEIÐBEININGAR VIÐ SAUM Á DAGTREYJUM * Ytra borð og fóður eru sniðin alveg eins og bætt við saumförum, a.m.k. 3 cm á hliðum, öxlum og framan á erm- um en ellegar eru 1 cm saumför nægi- leg. Merkt er fyrir saumförum og snið- saumum. * Sniðið er 6 cm breitt barmfóður undir framstykkin til styrktar hnepp- ingunni úr sama efni og ytra byrði. Barmfóðrið er sniðið eftir fram- stykkissniðinu, sbr. merkingar neðst á sniðinu. * Ytra byrði og fóður framstykkja og 15

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.