Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Blaðsíða 17

Hugur og hönd - 01.06.1994, Blaðsíða 17
Tvœr útgáfur af húfunni hennar Rönnu t lallegast er að nota angóragarn og A-/ venjulegt ullar- eða silkigarn en JL einnig má nota bómullargarn í tveimur grófleikum, finna garnið er notað í garðaprjónið. I hvítu húfuna fer 20 g angóragarn og 20 g Ijóst silkigarn. I fá rauðu fer 20 g angóragarn og 20 g flnt Ijóst ullargarn. Húfa: Fitja upp 65 (85) lykkjur á prjóna nr. 3*/2. Prjóna 7 garða á prjóna nr. 2 úr fínu ullargarni, síðan er skipt yfir á prjóna nr. 3'/2 og angóragarn. *Lykkjufjöldinn aukinn um helming með því að prjóna 2 lykkjur úr hverri lykkju 130 (170) lykkjur, og prjóna 6 umferðir sléttprjón, þá er aftur skipt yfir í ljósa ullargarnið og lykkjunum fækkað um helming með því að prjóna saman 2 lykkjur út um- ferðina og þá prjónaðir 3 garðar*. Þetta er endurtekið 3 (4) sinnum frá *lit*. Hnakkinn prjónaður eins og hæll í sléttu prjóni. Skipt yfir í angóragarn, hoppið yfir 26 (30) fyrstu lykkjurnar, prjónið 11 (24) lykkjur (sem er hnakk- inn) og næstu 2 teknar saman, þ.e. 12. og 13. (25. og 26.) lykkja. Snúið við og prjónað til baka 24 lykkjur og teknar 2 saman, þetta er endurtekið þar til allar hliðarlykkjurnar eru búnar. Lykkjunum sem eftir eru er fækkað um helming, staka lykkjan höfð í miðjunni, þá eru 13 lykkjur eftir á prjóninum, síðan eru 19 lykkjur teknar upp hvorumegin og eru þá lykkjurnar samtals 51. Þá eru prjónaðir 4 garðar úr ljósa garninu. Fellt af en úr 6 fyrstu og 6 síðustu lykkjun- um eru prjónuð garðaprjónsbönd, um það bil 15 cm löng. Pífa: I fimmta garði að framan eru teknar upp 190 lykkjur (1 lykkja úr hverju þverbandi í garðinum). Prjónaðir eru 6 garðar úr angóragarninu og fellt af. A hvítu húfunni er síðasti garðurinn prjónaður úr silkigarninu. Ef vill þá má sauma barðið við hálslíninguna. Það er gert á rauðu húfunni en ekki þeirri hvítu. Rannveig Jónsdóttir og Hildur Sigurðardóttir 17

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.