Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 19

Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 19
Taska og skál. Skálin er í Sjávarútvegsráðimeytinu. hönnunar. Vonandi tekst hugmyndarík- um Islendingum að nýta sér betur gæði lands og sjávar í framtíðinni, þó skortur fjármagns til rannsókna hafi hingað til staðið í vegi fyrir framkvæmdum. Það var svo árið 1984 að Arndís keypti upp lager af steinbítsroði af Em- elíu Kvaran, ekkju Jakobs Kvarans, en hann hafði sútað það rétt eftir stríð. Roðið frá Jakobi var sérlega failegt, litað í öllum regnbogans litum, og af mjög stórum fiskum. Arndís segir að Jakob Kvaran hafi ætlað á sínum tíma að setja upp skóverksmiðju á Akureyri og hafi þess vegna sútað svo mikið af roði. Hann veiktist síðan um svipað leyti svo ekkert varð af hans framtíðardraumum. En fleiri sútuðu steinbítsroð á þessum tíma, en svo virðist sem enginn mark- aður hafi verið fyrir það því sútunin lagðist niður. Síðan kom plastið og þá var roðið lagt til hliðar í um fimmtíu ár. Eftir að lagerinn frá Jakobi var búinn fékk Arndís roð frá Pípugerðinni á Rauðarárstíg og á síðasta ári lager sem var verkaður í Sjóklæðagerðinni. Nú er steinbítsroð sútað á Akureyri og á Sauð- árkróki, en þar hófst sútun á hlýra- og steinbítsroði íyrir tveimur árum og nú er hafin tilraun með skó úr steinbítsroði í skóverksmiðjunni á Skagaströnd. ÁÞEKKT SLÖNGUSKINNI Steinbítsroðið er talið eitthvert allra sterkasta leður sem til er. Arndís segir að steinbítsroð sé eitt það fínasta sem hægt hafi verið að fá í leðri undanfarin ár og að í meðalstóra tösku þurfi um tuttugu roð. Hún hefur enn ekki farið út í það að vinna roðið sjálf. Síðan Arndís byrjaði að vinna með roðið árið 1984 hefur það verið aðal- efniviður hennar. Roðið er ekki sama efnið eftir að búið er að súta það. Þetta er í raun allt annað efni en notað var í steinbítsroðskóna, sem notaðir voru áður fyrr og má ekki rugla því saman. Steinbítsroð er áþekkt slönguskinni og gæti í framtíðinni komið í staðinn fyrir minnkandi framboð á skinnum þeirra dýra, sem eru í útrýmingarhættu. Sútað laxaroð er einnig mjög fallegt og mætti vel hugsa sér að nota það, þar sem það er mjög sterkt. En einnig er nú farið að súta roð af hlýra, þorski og ufsa. Ahugi á töskum úr steinbítsroði hef- ur aukist til muna eftir að fréttir bárust um að Pierre Car- din, franskur tísku- hönnuður, hefði á- huga á efninu. Til- drög þess voru þau að hann fékk fisk- samning afhentan frá Norðurfangi í tösku úr steinbíts- roði, sem var hönn- uð og saumuð af Arndísi. Það varð síðan til þess að tískuhönnuðinum leist svo vel á töskuna að hann fékk áhuga á að skoða þann möguleika að framleiða slíkar töskur með eigin nafni. Arndís hefur haft margar sýningar á verkum sínum. A fyrstu þremur sýning- um hennar voru eingöngu reiðtygi, en roðsýningar hennar eru orðnar sex. Hún hefur haldið sýningar hér á landi og einnig á Norðurlöndum og í Frakk- landi. Sýningarnar hafa vakið athygli og hvarvetna hlotið góða dóma. Þar hafa meðal annars verið töskur af mismun- andi gerðum og stærðum eins og með- íylgjandi myndir sýna og litasamsetn- ingin gerir þær enn þá sérstakari. Skálar Arndísar eru einnig óvenjulegar og sýna að efnið býður upp á marga möguleika bæði hvað varðar form, lögun og litaval. En gerð þessara muna, eins og reyndar allt handverk, byggist fyrst og fremst á þeim hönnuði sem fer um það hönd- um. Arndís selur vörur sínar í versluninni Kirsuberjatrénu á Vesturgötu 4 í Reykjavík. Vinnustofa hennar er á Laugavegi 83. Guðrún Hafsteinsdóttir Ein af nýrri töskum Arndísar. Eigandi GuðríSur Ragnarsdóttir. Skál á sýningu í Danmörku. Hugvitssemin í skreytingu skilar sér vel. 19

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.