Hugur og hönd - 01.06.1994, Blaðsíða 21
HUGMYND - VÖRUÞRÓUN -
GÆÐAMAT
Það er oftast langur og þyrnum stráð-
ur vegur frá því að hugmynd um ákveð-
ið handverk kviknar og þar til komin er
á markað söluhæf, vönduð vara sem
neytendur vilja kaupa. Ferlið hefst á
hugmynd. Hún er látin velkjast um í
kollinum í nokkra mánuði eða jafnvel
lengur og síðan er henni ýmist hafnað
eða ákvörðun tekin um að koma henni
í framkvæmd. Reynd eru ýmis hráefni
til að kanna hvað reynist best. Mis-
munandi vinnuaðferðir eru reyndar
jafnvel aftur og aftur þar til viðunandi
árangur næst, þ.e. vöruþróun á sér stað.
Vöruþróun þarf að gefa góðan tíma,
hún getur jafnvel tekið nokkur ár. I
raun lýkur henni aldrei því alltaf má
breyta vörunni eða bæta hana. Aðalat-
riðið er að handverksmaðurinn átti sig á
að vöruþróuninni á að gefa góðan tíma,
það borgar sig þegar til lengri tíma er
litið. Þegar búið er að þróa vöru sem
farin er að seljast nokkuð vel gefst svig-
rúm til að huga að nýjum hugmyndum.
GÆÐI OG VÖRUVÖNDUN
Það er mjög mikilvægt íyrir íslenskt
handverksfólk að huga að gæðum þeirra
handverksmuna sem þeir framleiða.
Gæði eru lykilatriði ef halda á merki ís-
lensks handverks á lofti. Margir sem
vinna í handverki og hafa gert í mörg ár
vita þetta og leggja metnað sinn í að
framleiða fyrsta flokks vöru. Aðrir velta
þessu minna fyrir sér og einblína á það
eitt að varan seljist. En þegar kaupandi
velur handunna vöru og vill borga
meira fyrir hana en fjöldaframleidda, þá
er hann m.a. að borga fyrir gæði.
Til að halda uppi ákveðnum gæða-
staðli hafa nokkrir handverkshópar
komið sér upp gæðamatsnefnd. Þessi
nefnd er skipuð handverksfólki úr sam-
starfshópnum og metur hún alla vöru
áður en hún fer í sölu. Hlutverk gæða-
matsnefndarinnar er að leiðbeina og
koma með tillögur um það sem betur
mætti fara á þeim vörum sem ekki
standast gæðakröfur hennar. Smátt og
smátt aukast gæðin hjá hópnum og sal-
an vonandi í samræmi við það.
Komið hefur upp sú umræða að
koma þurfi á gæðamati sem allt íslenskt
handverksfólk á kost á að notfæra sér.
Ymsar hugmyndir hafa verið í gangi
t.d. að sérstök nefnd skipuð hæfu fólki
taki að sér að meta innsendar vörur og
fái þá varan gæðastimpil eða ekki, eftir
því hvort hún uppfyllir gæðakröfur
nefndarinnar. Þessi gæðastimpill er því
viðurkenning á vönduðu handverki við-
komandi handverksmanns/konu og er
einnig leiðbeinandi fyrir kaupendur.
Þessar hugmyndir eru allar ómótaðar
enn sem komið er, en vonandi tjáir
handverksfólk sig um þær svo að hægt
verði að koma þeirri skipan á gæðamál-
in sem flestir sætta sig við. HAND-
VERK - 3 ára reynsluverkefni á vegum
forsætisráðuneytisins mun taka á þess-
um gæðamálum meðan á starfstíma
verkefnisins stendur.
SÖLUAÐSTAÐA
HANDVERKSFÓLKS
Það sem þessir áðurnefndu hópar
eiga sameiginlegt er að þeir framleiða
vöru til að selja. Það sem hefur reynst
handverksfólki þrautin þyngri er að
koma vöru sinni á markað. Sölustaðir
eru enn sem komið er mjög fáir. Sumir
einstaklingar og hópar hafa komið sér
upp eigin söluaðstöðu og vilja jafnvel
eingöngu selja þar. Aðrir reyna að
markaðssetja vöruna víðar og hugsa
jafnvel til útlanda. En hvað sem öðru
líður þá þarf að endurskoða sölu- og
markaðsmál handverksfólks í heild.
En hverjir kaupa íslenskt handverk?
Erlendir ferðamenn eru stór hluti kaup-
enda. Þeir vilja einmitt kaupa íslenska
minjagripi eða nytjahluti, framleidda af
íslensku handverks- og listiðnaðarfólki
og ekki væri verra ef hráefnið væri ís-
lenskt. Fram að þessu hefur verið
skortur á íslenskum handverksmunum
til sölu fyrir erlenda ferðamenn.
En það þarf einnig að ala upp ís-
lenska neytendur, það þarf að kenna
þeim að meta íslenskt handverk. En ef
þeir eiga að taka það fram yfir annað
sem býðst, þá verður hugtakið ÍS-
LENSKT HANDVERK að tákna:
GÓÐ HÖNNUN OG VANDAÐ
HANDVERK. Með þetta tvennt í
huga ætd leiðin að liggja upp á við í ís-
lenska handverksiðnaðinum.
Gnðrún Hannele Henttinen
BYGGÐASAFNSVÍSUR
eftir Þóróif Jónassoa Hraunkoti í Aðaldai (1892- 1969)
Hér má líta skafa ogskál,
skaftpott, ausu, lagarmál,
söðul, reipi, reku, pál,
reiðing, byssu, seilarnál.
Skatthol, vefstál, skyttu, rokk,
skó og spjarir, húfu, sokk,
kistu, handlaug, kvarnarstokk,
kollu, fótu, bakka, strokk.
Sniðil, kamba, snœldustól,
snúða, lára, svipuól,
lampa, pönnu, hringjur, hjól,
hengilás og smíðatól.
Koppsetningaráhöld ein,
út að draga pjóðarmein,
hrífu til að hreinsa rein,
hornspœni og lausnarstein.
Útskurð, körfu, orfog Ijá,
öskjur, tunnur, potta, sá,
vogir, bala, skauta, skrá,
skáp ogfleira nefna má.
21