Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 22

Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 22
fanga, og t.d. hefur landið sjálft nú meira vægi í myndlistinni en það hefur gert um áratuga skeið. Þar var Guð- mundur afar virkur alla sína tíð, enda mikill unnandi óbyggðanna, en hann var jafnframt mun fjölhæfari listamaður en flestir gera sér grein fyrir. Síðustu ár hafa verið haldnar miklar yfirlitssýning- ar um íslenska myndlist, sem hafa gefið listunnendum gott tilefni til að endur- skoða listasöguna, en þar kemur Guð- mundur víða við sögu; sem listmálari átti hann verk á yfirlitssýningunni „Is- lenskt landslag 1900—1945“, sem vöktu verðskuldaða athygli, og sem mynd- höggvari átti hann einnig verk á sýning- unni „íslensk höggmyndalist 1900- 1950“. Guðmundur var brautryðjandi á fleiri sviðum en með áhuga sínum á óbyggð- um landsins. Félagið Islensk grafík var fyrst stofnað 1954 og síðan endurreist 1969, en Guðmundur gerði sínar fyrstu grafíkmyndir upp úr 1920, og hélt hér fyrstu grafíksýninguna 1925. Leirlista- félag var fyrst stofnað hér á landi 1981, en Guðmundur stofnaði leirmuna-verk- stæði á Islandi rúmri hálfri öld fyrr, og var í tæpa tvo áratugi eini listamaður- inn sem sinnti þessari listgrein. — Hér Guömundur Einarsson frá Miödal og upphaf leirmunagerðar á íslandi Við vinnu í Listvinahúsi 1930; frá vinstri: Lydía Pálsdóttir, Hans Kragl og Guðmundur Einarsson. Yst til hœgri má sjá hnoðvélina, þar sem leirinn var hnoðaður. •JT að er eitt afundrum sögunnar, aðþó hiin markist af því sem lið- IJ ið er, verður hún aldrei skráð með endanlegum hœtti; nýjar JL áherslur komafram, og hver kynslóð leggur eigið mat á hið liðna. Þannig hefur umritun sögu 20. aldar aldrei verið förugri en undanfarin ár, og eru líkur á aðýmislegt verði nú metið öðrum augum en fýrr. Hið sama á við listasöguna, ekki síður hér á landi en annars staðar. Það hefur furðu lítið verið unnið í ritun sögu ís- lenskrar myndlistar, sé haft í huga að sú saga er aðeins samfelld á þessari öld. Minningar og sögubrot ráða oft miklu um á hvern hátt framlag einstakra lista- manna hefur verið metið, fremur en markviss athugun á verkum þeirra og samtíð, áhrifum og nýbreytni, sem og tengslum við aðra þróun á sviði mynd- listarinnar. Þannig söguritun mun að líkindum breytast nokkuð með tíman- um, og hvert greinarkorn um myndlist leggur lítið eitt til þess verks. Til þessa hefur Guðmundur Einars- son frá Miðdal ekki verið hátt skrifaður í íslenskri myndlistarsögu. Guðmund- ur hefur helst verið kenndur við eins konar átthagalist eða náttúrurómantík, sem eigi meira skylt við þjóðlega róm- antík 19. aldarinnar en alþjóðlegri stefnur í anda módernisma 20. aldar. Þessi túlkun á list Guðmundar mótaðist á sjötta og sjöunda áratugnum, þegar óhlutbundna málverkið réð ríkjum í landinu, og frá þeim tíma hefur hún verið lífseig, og Guðmundur vart nefndur í öðru samhengi. Nú, þegar fjölmargar og ólíkar lista- stefnur dafna hlið við hlið í listalífi landsmanna, virðist að mestu horfið af sjónarsviðinu hið þröngsýna umburðar- leysi, sem fylgir gjarna algjörri yfir- burðastöðu einnar kenningar fram yfir aðrar. Yngra listafólk leitar nú víða verður sjónum beint að því, á hvern hátt það gerðist, að ungur myndlistar- maður, nýkominn frá námi erlendis, varð fyrstur til að stofna til vinnslu list- muna úr leir hér á landi, og tókst, þrátt fyrir talsverðan mótbyr, að hrinda þess- ari hugmynd sinni í framkvæmd. Guðmundur Einarsson var fæddur í Miðdal í Mosfellssveit 1895, og var oft- ast kenndur við þann stað. Hann mun snemma hafa ákveðið að verða lista- maður, og nam á unglingsárum í teikni- skóla Stefáns Eiríkssonar myndskurðar- manns, en hélt síðar til Kaupmanna- hafnar og var þar í tvo vetur í námi, fyrst í teikniskóla Viggos Bjergs og síð- an í konunglega Fagurlistaskólanum. Þaðan hélt hann svo til Þýskalands haustið 1921, nánar tiltekið til Múnchen, en þar átti hann eftir að stunda fjölþætt listnám næstu árin, einkum á sviði höggmyndagerðar, en jafnframt því tileinkaði hann sér helstu þætti annarra listmiðla, t.d. kopar- stungu og leirlistar. Það hefur um svipað leyti og náminu 22

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.