Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Síða 23

Hugur og hönd - 01.06.1994, Síða 23
Frá uppsetningu áfyrstu leirlistarsýningunni í desember 1930: Fyrir miðju, höggmynd úr grásteini, en lengst til hœgri er brjóstmynd Guðmundar afMeulenberg biskupi, sem hefur nú verið steypt í brons og stendur við Landakotskirkju. í Þýskalandi lauk orðið ásetningur hans að leita hófanna með að hefja leirmuna- gerð hér á landi. Eins og eðlilegt mátti teljast, leitaði hann stuðnings við hug- myndir sínar á opinberum vettvangi. Veturinn 1926 fór fram á Alþingi um- ræða um fjárlög fyrir árið 1927, og þá lagði Magnús Jónsson, þingmaður Reykvíkinga og síðar ráðherra, fram breytingartillögu þess efnis að Guð- mundi Einarssyni myndhöggvara yrði veittur styrkur að upphæð kr. 4000,00 til að setja upp leirbrennsluofn til myndgerðar. Til stuðnings tillögunni benti Magn- ús m.a. á, að hér gæti orðið um þjóð- hagslega hagkvæmt fyrirtæki að ræða: „... það er mikið keypt inn af allskonar útlendum smíðisgripum, og er sumt af þessu heldur lélegur verksmiðjuiðnaður. Væri því mikilsvirði að fá þetta gert í landinu sjálfu. Það er því í rauninni enginn listastyrkur, sem hér er farið fram á, heldur styrkur til að koma upp innlendri iðnaðargrein.“ En þingmað- urinn benti á að listamanninn skorti höfuðstól til að hefja framkvæmdir: „En ofnar þessir eru afar dýrir, og hann getur ekki komið honum upp nema hann fái 4 þús. kr. styrk til þess. Ég veit að vísu ekki, hvernig þessir ofnar eru gerðir, en víst er um það, að þeir þurfa að vera mjög vandaðir og lista- maðurinn þarf að geta haft fullt vald á öllu meðan á brennslunni stendur.“' Ekki voru allir þingmenn jafn skiln- ingsríkir á möguleika nýrra listgreina eða mögulega listiðju. Hákon Kristó- fersson, þingmaður Barðstrendinga, taldi þetta tæpast nauðsynlegt, enda þekkti hann ekki til listamannsins, og opinberaði síðan vanþekkingu sína á eðli leirbrennsluofna þegar hann bætti við: „Mér var líka sagt af bæjarmanni hér í morgun, - en ég ábyrgist vitanlega ekki, að sagan sé sönn, — að þetta sé sá sami Guðmundur sem flutti inn áhöld til brennivínsgerðar, og að það hafi einnig komist svo langt, að töluvert hafi verið unnið að áfengisbruggi uppi í Miðdal, meira að segja að tvær tunnur hafi verið á stokkunum úti í fjósi. Ég vona nú að það eigi ekki að hafa fjár- hæð þessa til að kaupa einhver svipuð á- höld.“2 — Þessi ummæli sýna að gróusögur hafa snemma verið endurteknar á Al- þingi, þó ekki væri fyrir þeim flugufót- ur, en þingmenn vandari að virðingu sinni — að þessu sinni Ásgeir Asgeirsson, æskuvinur Guðmundar og síðar forseti - hafa þurft að reka þær ofan í viðkom- andi.3 Kenningin um bruggið í Miðdal og hugsanleg tengsl Guðmundar við það hefur líkast til verið skemmtilegt krydd í tilveru bannáranna, en hafði þrátt fyr- ir það tæpast nokkur áhrif á afgreiðslu málsins. Erindi Guðmundar var hafn- að að þessu sinni; tíðarandinn var á móti ríkisstyrkjum til atvinnuveganna, og því hefur rökstuðningur Tryggva Þórhallssonar, þingmanns Stranda- manna og síðar forsætisráðherra, líkast til vegið þyngst, þegar hann upplýsti að fjárveitinganefnd væri á móti þessari til- lögu, „... með því að hún lítur svo á, að hér sé fremur um nýja iðnaðargrein en listamannastyrk að ræða, og sér ekki sérstaka ástæðu til, að ríkissjóður fari að styrkja þennan iðnað.“4 Þrátt fyrir þessa niðurstöðu lét Guð- mundur ekki hugfallast; hann hélt á- fram að sinna listinni á ýmsum sviðum, og vann jafnframt áfram að því að láta drauminn um ieirmunagerð rætast. 1927 fékk hann leigt hús Listvinafélags- ins á Skólavörðuhohi, með það í huga að setja þessa starfsemi þar upp, jafn- framt því sem hann hafði þar vinnu- stofu og hélt listsýningar. Hann leitaði einnig eftir fjárstuðningi hjá einkaaðil- um til að koma undirbúningi af stað, og hóf á eigin vegum rannsóknir á ís- lenskum leir, sem gæti orðið heppilegt hráefni fyrir leirmunagerðina. Hann safnaði sýnishornum víða að, og sendi sum þeirra til Þýskalands til frekari rannsókna; þar naut hann mikillar vel- vildar og óskoraðs trausts fyrrum kenn- ara sinna í Múnchen, sem aðstoðuðu hann eftir föngum við tilraunir með ís- lenska leirinn, m.a. með því að útvega honum aðstöðu til að meta leirinn, blanda, móta og brenna í Þýskalandi. Þessar tilraunir voru grundvöllur þess sem síðar var gert. Bókastoðir úr íslenskum leir; litli fiskimaðurinn og smalastúlkan. 23

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.