Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1994, Qupperneq 24

Hugur og hönd - 01.06.1994, Qupperneq 24
Þrjár skálar meS skreyttum lokum; GuSmundur hannaSi skreytingarnar, sem Leifur Kaldal smíSaSi úr silfri og kalsedón-steinum. 1929 var Guðmundur loks tilbúinn að hefja framkvæmdir. Síðla vetrar hélt hann á ný til Þýskalands, að þessu sinni til að láta smíða fyrir sig þau tæki, sem hann þurfti til að koma leirmunagerð- inni á laggirnar, og þar var brennsluofn- inn mikilvægastur. Þessi tæki voru framleidd sérstaklega fyrir Guðmund hjá þekktu fyrirtæki á þessu sviði, Königbaner’s í Mtinchen, og þegar hann hélt heim á leið var fram undan mikið verk við uppsetningu tækja og öflun leirs, áður en íyrstu gripirnir gætu komið úr hinum nýja kolakynta brennsluofni. Við þann undirbúning naut Guð- mundur um skeið aðstoðar frá ungum þýskum leirkerasmið, Hans Kragl, sem hafði unnið í leirmunaverksmiðju í Þýskalandi, og starfaði hér í um hálft ár á meðan leirbrennslan var að komast af stað. I þessu brautryðjendastarfi var þó væntanlega ekki síður mikilvægur þátt- ur Lydíu Pálsdóttur, sem einnig kom með frá Þýskalandi vorið 1929. Lydía hafði þá nýlokið þriggja ára námi í leir- list við Handíðaskólann í Munchen, og kunni því vel til verka, enda átti hún eftir að eiga mikinn þátt í þeirri vel- gengni og vinsældum, sem leirmuna- gerðin naut um langt árabil. Fyrsta brennslan í kolaofninum góða fór fram í nóvember 1929, og má ímynda sér að það hafi verið sem helgi- stund, þegar ofninum var lokið upp og fýrstu gripirnir teknir út úr honum. Til þeirrar athafnar var boðið nokkrum vinum og vandamönnum, svo og helstu stuðningsmönnum Guðmundar í þeirri löngu baráttu, sem þessi stund hafði kostað. I þakklætisskyni fyrir stuðning- inn og þolinmæðina fengu allir við- staddir með sér einn hinna nýbrenndu smágripa, þegar haldið var heim á leið um kvöldið. Enn átti eftir að yfirstíga ýmis vanda- mál, áður en hægt var að hefja fram- leiðsluna af fullum krafti. Sum voru tæknilegs eðlis; mikið af munum eyði- lagðist í brennslu, þar sem leirinn var misjafn að gæðum, og blöndun hans mikið vandaverk, sem ná þurfti tökum á; önnur vandamál sneru að kostnaði fýrirtækisins, og hans vegna sneri Guð- mundur sér aftur til Alþingis. Að þessu sinni urðu viðtökurnar öllu betri en í fýrri tilraun. I mars 1930 fjallaði Alþingi um frumvarp til fjárlaga fýrir árið 1931, og þar lagði fjárveitinganefnd til undir liðnum „Til verklegra fýrirtækja“ að Guðmundi Einarssyni myndhöggvara yrði veittur styrkur að upphæð kr. 5000,00 „til þess að setja upp leir- brennsluverksmiðju“. I greinargerð með tillögu sinni benti fjárveitinganefnd á, að Guðmundur hafi látið gera ítarlegar rannsóknir á ís- lenskum leir, sem gæfu góðar vonir fýrir landsmenn: „Niðurstaða þeirra tilrauna og rannsókna er sú, að sumar leirteg- undir íslenskar standi ekki að baki bestu leirtegundum erlendum til ýmis- konar iðnaðar, og að til séu hér óþrjót- andi námur af nothæfum leir til brennslu. Nú hefir hann brotist í því 24

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.