Hugur og hönd - 01.06.1994, Blaðsíða 25
Lydía Pálsdóttir á vinnustofunni í Listvinahúsinu meS útskorinn vasa, sem á efiir
aS fara í ofninn.
að afla sér fullkominna tækja til leir-
brennslu, en vantar 5000 kr. til þess að
kljúfa þann kostnað, og sækir hann nú
um þá hjálp til Alþingis.“5
Afstaða þingmanna nú, fjórum árum
eftir að svipað erindi var lagt fyrir þá,
kann að nokkru að hafa markast af
breyttum kringumstæðum; heims-
kreppan var skollin á, og þó hún væri
ekki enn lögst yfir með fullum þunga,
hafa vökulir stjórnmálamenn gert sér
grein fyrir, að það væri vel þess virði að
styðja við bakið á hverju því framtaki,
sem gaf von um nokkra atvinnu og
aukna innlenda framleiðslu.
I umræðum um málið komst fram-
sögumaður nefndarinnar, Bjarni Ás-
geirsson, þingmaður Mýramanna, m.a.
svo að orði um hið tilvonandi fyrirtæki:
„Guðmundur kom á fund nefndarinnar
og skýrði henni frá fyrirætlunum sín-
um. Stofnkostnaður slíkrar verksmiðju,
sem hér er um að ræða, er um 10 þús.
kr., og hefir Guðmundur þegar tryggt
sér helming þeirrar upphæðar, en vantar
þessar 5000 kr., sem nefndin leggur til
að honum verði veittar. Hefir Guð-
mundur þegar verið sér úti um ýmis
hin nauðsynlegustu tæki til leir-
brennslu, svo sem leirbrennsluvél,
hnoðara og rennibekk, og veit ég ekki
betur en að hann sé þegar búinn að fá
þessi tæki hingað upp, í þeirri von að
honum myndi takast að afla fjár til fyr-
irtækisins.“6
Til að gefa öðrum þingmönnum kost
á að sjá framleiðsluna með eigin aug-
um, bauð Bjarni þeim upp á sýningu úr
ræðustól, sem væri enn í dag talið
óvenjuleg uppákoma í sölum Alþingis:
„Guðmundur ber aðallega fyrir brjósti
að gefa íslenskum listamönnum tæki-
færi til að móta ýmsa skrautmuni úr
leir. Tók ég með mér ýmsa muni hing-
að á fundinn, sem Guðmundur hefir
mótað, sem sýnishorn þess, hvað gera
má úr hinum íslenska leir. Geta hátt-
virtir þingdeildarmenn fengið að sjá
þessa muni, ef þeir vilja; hér er t.d. for-
kunnarfagur bikar, sem Guðmundur
hefir gert.“ Og möguleikarnir voru
fleiri: „En það er fleira, sem gera má úr
hinum íslenska leir, t.d. þakhellur á
hús, venjulegan borðbúnað (Guð-
mundur hefir þegar gert sér sjálfum
einn, fallegan í mesta máta), og svo
mætti lengi telja.“ Og loks: „Yfirleitt
má segja það, að með þessari tilraun
Guðmundar frá Miðdal sé verið að
skapa möguleikana fyrir fullkominni
iðngrein á því sviðinu, sem við áttum
enga áður.“7
Hið síðastnefnda voru sterk rök á
tímum yfirvofandi kreppu og atvinnu-
leysis; tillagan var samþykkt samhljóða.
Að fengnum þessum stuðningi gat
Guðmundur hafist handa af fullum
krafti, og má segja að 1930 sé hið raun-
verulega upphafsár leirlistar á íslandi.
Þá náðu Guðmundur og aðstoðarfólk
hans tökum á íslenska leirnum, sem var
notaður við vinnsluna, svo og hinum
nýju vinnutækjum, en kynding
brennsluofnsins var t.d. flókið fyrirtæki,
og þurfti um hálft tonn af kolum til að
ná upp nægum hita fyrir hverja
brennslu. Þessir byrjunarörðugleikar
voru ekki yfirstaðnir í tíma fyrir AI-
þingishátíðina 1930, þannig að ekki
tókst að vinna leirmuni í tilefni hennar;
undir haustið má þó segja að fram-
leiðslan hafi loks verið komin á
nokkurn rekspöl. Síðast en ekki síst ber
að telja, að fyrsta sýningin á íslenskri
leirlist var haldin í desember 1930.
Sunnudaginn 7. desember 1930 var
stutt og yfirlætislaus frétt í Morgun-
blaðinu: „Listsýningu opnar Guð-
mundur Einarsson frá Miðdal í dag á
málverkum, höggmynd og munum úr
íslenskum leir. Sýningin er í Listvinafé-
lagshúsinu og verður opin framvegis frá
kl. 10 f.h. til 9. e.h. Á sýningunni eru
m.a. um 200 munir brenndir úr ís-
lenskum leir ,..“8
Strax fyrsta daginn komu vel á annað
hundrað gesta á sýninguna, og voru
viðtökur almennings mjög góðar, eins
og kom fram í sama blaði tveim dögum
síðar: „... seldust þegar fyrsta daginn
50 munir, eða nær fjórði hluti sýningar-
innar. Sýnir þetta glöggt hvað fólki
finnst mikið til þeirra koma ,..“9
1 blaðaviðtali viku síðar var fjallað að
nokkru um aðdraganda leirbrennslunn-
ar, og lýsti Guðmundur þar nánar eig-
inleikum íslenska leirsins, tilraunum
sínum með hann og loks verkunum á
sýningunni:
„Fullgert höfum við um 200 muni,
sem eru á sýningu minni, sem mest
megnis eru gerðir eftir uppdráttum
mínum, eða þá að ég hef mótað þá.
Þar eru myndir, skrautker, kertastjakar
og ýmsir aðrir gagnlegir munir. Þar er
og fyrsti teborðbúnaðurinn, sem gerður
er úr íslensku efni.“10
Og það gætir stolts og bjartsýni í
lokaorðum listamannsins, þegar hann
lítur til framtíðarinnar: „Það er skoðun
mín, að hér séu opnir víðir og ótæm-
andi möguleikar til að notfæra sér ís-
lenskan leir. ... Fyrir listamenn okkar
opnast ný svið.““
Leirlistin var loks orðin virkur miðill
í íslenskri myndlist.
TILVITNANIR:
1 Alþingistíðindi 1926, A-hluti, bls. 453-4.
2 Ibid., bls. 494-5.
3 Ibid., bls. 584-6.
4 Ibid., bls. 521.
5 Alþingistíðindi 1930, A-hluti, bls. 631.
6 Ibid., B-hluti, bls. 95-6.
7 Ibid.
8 Morgunblaðið, 7. desember 1930, bls. 14.
9 Morgunblaðið, 9. desember 1930, bls. 4.
10 Morgunblaðið, 14. desember 1930,
bls. 14.
11 Ibid.
Eiríkur Þorláksson
25