Hugur og hönd - 01.06.1994, Side 26
Bollasýning Leirlistarfélagsins í kaffistofu Hafnarborgar sumariö 1994
BOLLAR
Zeirlistarfélagið stóð að sýningu á bollum í kaffistofu Hafnar-
borgar í Hafnarfirði yfir sumarmánuðina 1994. Þótti félögum
vel við hœfi að velja bolla sem sýningarþema á lýðveldisafmœl-
inu, þar sem hann er einn algengasti nytjahlutur þjóðarinnar.
Elín GuSmundsdóttir
Margrét Jónsdóttir
Steinunn Marteinsdóttir
Lára Samúelsdóttir
Inga Elín Kristinsdóttir
Eins og myndirnar bera með sér gætir
ýmissa grasa í gerð bolla hjá íslenskum
leirlistarmönnum og eru þær þó aðeins
sýnishorn af því, sem gat að líta í sýn-
ingarkössum kafftstofunnar síðastliðið
sumar.
Samkvæmt upplýsingum frá Hall-
gerði Gísladóttur á Þjóðminjasafni Is-
lands vann kaffið hér land á 18. öld og
til eru heimildir um það, að kaffi hafi
verið veitt höfðingjum á Alþingi 1743
og var það þá sopið úr skeiðum. Síðar
var farið að drekka það úr bollum, sem
voru stærri en nú tíðkast. Væri kaffið
brennheitt var því oft hellt á undirskál-
ina og drukkið af henni.
Nú á dögum leyfir sér enginn að
drekka af undirskálum, enda hefur það
alltaf þótt heldur sveitamannslegt. í
nútímaþjóðfélagi eru þó alls konar ílát
fyrir kaffi í notkun. Form og stærð er
breytileg, en þó alltaf innan viss
ramma.
Efni er hins vegar margvíslegt, s.s.
plast, leir, málmur, gler og fleiri efni.
Því má þó halda fram að hinn dæmi-
gerði kaffibolli á íslandi í dag sé einlitur
hvítur og taki u.þ.b. 250 ml. Speglar
þessi algengasti nytjahlutur íslensku
þjóðarinnar „hvíti kaffiboIlinn“ þjóð-
arsálina á einhvern hátt ?
Er þjóðarsálin einkennalaus, einlit og
fjöldaframleiðslusinnuð?
Bollar þeir, sem voru á sýningunni í
Hafnarborg voru allir unnir í leir.
Hugsun að baki verkanna eða boll-
anna var margvísleg og sama má segja
um vinnubrögðin. Sumir leirlistarmenn
hafa unnið bolla í mörg ár, aðrir voru
að takast á við bolla í fyrsta skipti.
Sumir líta á bolla sem skúlptúr þar
sem form og línur spila saman eða
takast á.Vel hannaður bolli til daglegrar
notkunar þarf að vera úr sterkum og
góðum leir með hörðum og lokuðum
glerungi. Hann þarf að vera stöðugur,
haldið verður að vera rétt staðsett á
aðalforminu og brúnir bollans mega
ekki halla of mikið út á við og þaðan af
síður of mikið inn á við. Sem fram-
leiðsluvara verður bolli að vera þægi-
legur í vinnslu og öruggur um að lifa af
öll vinnslustig, s.s. þurrkun og
brennslu. En eins og áður segir nálgast
leirlistarmenn bollann hver á sinn hátt.
I hugum sumra er hann framleiðsluvara
eða hönnunarvara, aðrir líta á hvern
bolla sem listaverk eða að minnsta kosti
26