Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 31
Fjórar dœtur Bjarna Jónassonar frá Asi í Vatnsdal. Halldóra er önnur frá hœgri. Hálfsystur
hennar voru þar Sigurlaug, Ingibjörg og Jóna. Allar myndirnar meSgreininni voru fengnar
að láni frá Heimilisiðnaðarsafhinu á Blönduósi.
á dagskrá amerísks kvennaklúbbs í
Tacoma, Washington, en þar hafi J. A.
Johnson flutt erindið.
I október bárust lesendum Lögbergs
enn fréttir af ferð Halldóru; þá var hún
komin norður til Kanada og austur yfir
Klettafjöllin. S. Guðmundsson ritar frá
Edmonton, Alberta um óvænta komu
Halldóru Bjarnadóttur. Hún var á leið
frá Vancouver í Bresku Kólumbíu til
Markerville í Alberta. En sökum vot-
viðra var ófært til Markerville og höfðu
Islendingar þar haft samband við landa
sína í Edmonton og beðið fyrir Hall-
dóru, að tekið yrði á móti henni á
brautarstöðinni. Það var og gert og úr
því svona var komið, var drifið í að setja
sýninguna upp og hafa samkomu strax
næsta kvöld. Segir greinarhöfundur að
þetta hafi þótt hið skemmtilegasta „sur-
prise party“, erindið fróðlegt og
skemmtilegt. Halldóra bar skautbún-
inginn við þetta tækifæri, „sem fór
henni prýðilega vel, svo manni gat hæg-
lega komið það til hugar að hér væri
komin í persónugerfi Fjallkonan sjálf1
(S. Guðmundsson, 1937, bls.7). Degin-
um eftir samkomuna varði Halldóra í
félagsskap kvenna í Edmonton og hélt
áleiðis til Saskatchewan um kvöldið.
Nokkrar samkomur höfðu verið aug-
lýstar í Vatnabyggð í Saskatchewan um
miðjan októbermánuð. Séra Jakob
Jónsson ritar í Lögberg 7.10. 1937 og
hvetur fólk til að fjölmenna á sýningu
og samkomu í Wynyard þann 14. októ-
ber. Þessari samkomu varð að fresta
vegna þess að lömunarveiki varð vart í
Wynyard og féll allt samkomuhald því
niður. Það var ekki fyrr en 6. nóvember
sem Halldóra Bjarnadóttir hélt erindi
og sýningu í Wynyard. Fyrirlesturinn
var haldinn kl. tvö eftir hádegi í ís-
lensku kirkjunni, en sýningin var opin
frá þrjú til sjö. Klukkan sjö voru svo
bornar fram veitingar og lauk kvöldinu
með söng og spjalli. I ársskýrslu þjóð-
ræknisdeildarinn'ar „Fjallkonan" í
Wynyard er tekið fram að þessi sam-
koma hafi verið óvenju fjölsótt. I aug-
lýsingu er aðgangseyrir tilgreindur, 25
cent, og í lokaskýrslu móttökunefndar-
innar eru hreinar tekjur af samkomunni
í Wynyard taldar 43,32 dollarar. Ef allir
samkomugestir borguðu sín 25 cent
þýðir það að 173 sóttu samkomuna
(Jakob Jónsson, 1937; Lögberg 4.11.
1937; Tímarit Þjóðræknisfélags íslend-
inga, 21. ár, 1940).
Síðasta tækifæri Winnipegbúa til að
sjá sýninguna er svo auglýst 10.2. 1938
í Sambandskirkju, aðgangseyrir 25
cent. I auglýsingunni er sérstaklega
skorað á yngra fólkið að láta sér þetta
tækifæri ekki úr greipum ganga eða að
„setja sig nú ekki úr færi að kynna sér
heimilisframleiðslu heimaþjóðarinnar.“
(Lögberg 3.2. 1938, bls. 2). Þessi at-
hugasemd lýsir vel ákveðnum áhyggjum
af framtíð íslenskrar menningar í Vest-
urheimi, sem meðal annars birtust þessi
árin í tilraunum til að stofna til æsku-
lýðsdeildar innan Þjóðræknisfélagsins
(Tímarit Þjóðræknisfélagsins, 20. ág.
1939). Hvort sem það var nú yngra
eða eldra fólk sem sótti þessa samkomu
má ráða af tekjunum sem taldar eru í
lokaskýrslu móttökunefndar að um 120
manns hafi mætt. Annað tækifæri gafst
Halldóru til að ná til yngri kynslóðar-
innar sérstaklega er hún heimsótti
„Laugardagsskólann“ í Winnipeg. Það
var íslenskuskóli fyrir börn. Þar kom
Halldóra fram á peysufötum, flutti á-
varp og hlýddi á börnin syngja íslensk
lög ( R.M., 1938).
I byrjun mars gerði Halldóra góða
reisu suður yfir landamærin til
Minnesota og kom meðal annars fram í
Minneapolis og Minneota. Var henni
vel tekið ef marka má þennan mynda-
texta á forsíðu Lögbergs:
„FRÖKEN HALLDÓRA BJARNA-
DÓTTIR". Myndþessi affrk. Halldóru
Bjarnadóttur birtist í stórblaðinu Minn-
eapolis Tribune á laugardaginn var, á-
samt ítarlegri ritgerð um starfsemi henn-
ar í þágu íslenzks heimilisiðnaðar” (Lög-
berg 10.3. 1938, bls. 1).
Eins og oft áður gætir stolts í frásögn
Lögbergs af velgengni landans.
Af þessum heimildum má ráða að
sýningunni og fyrirlestrunum hafi verið
vel tekið. Þess ber þó að geta að heim-
ildirnar eru nokkuð einhliða, annars
vegar frásögn gestsins og hins vegar
gestgjafanna. Mikið hefði þurft til að
þessir aðilar gerðust gagnrýnir á fram-
takið opinberlega. Það hversu mörg og
innileg orð falla um ágæti heimsóknar-
innar á báða bóga bendir þó til þess að
hún hafi verið talsverður viðburður.
Halldóra nefnir sérstaklega áhuga landa
sinna í vestri og skilning á eðli sýning-
arinnar. Sem dæmi um þetta segir hún
að margir hafi komið með ýmsa hluti
með sér á sýningarnar „sem þeir álitu
að jeg hefði gagn og gaman af að sjá“
(Halldóra Bjarnadóttir, 1938b, bls. 83).
Þegar heim kom ritaði Halldóra grein í
Hlín um heimilisiðnað Vestur-íslend-
inga og er vert að rifja upp það helsta úr
henni hér.
HEIMILISIÐNAÐUR ÍSLENDINGA í
VESTURHEIMI
Það mun hafa komið Halldóru nokk-
uð á óvart hversu mikill áhugi var fyrir
heimilisiðnaði meðal Vestur-íslendinga.
Sérstaklega það hve lítið vélar voru not-
aðar við heimilisiðnað. Hún ræðir mest
um ullariðnað og ber þar tvennt til,
annars vegar áhuga hennar sjálfrar og
hins vegar það að sauðfjárrækt og ullar-
vinna var mikil meðal Islendinga í
Manitoba. Þó var vefnaður lítið stund-
aður þar (Halldóra Bjarnadóttir,
1838b). Halldóra lýsir því að á nær
hverju heimili til bæja og sveita hafi
hún séð mikið af heimaunnum mun-
um, bæði til nota og prýði.
Prjónaskapur var mikið stundaður,
bæði til heimilisnota og sölu. Sokkar,
vettlingar og nærföt voru oft að hluta til
vélprjónuð, það er að segja bolurinn.
Mikil sala var á þessum munum sem
vinnufatnaði til fiskveiðanna á vötnun-
um í Manitoba. Einnig voru peysur
prjónaðar og segir Halldóra frá því sem
nýmæli að „sumir lyppa ullina, en
spinna ekki, og prjóna svo peysur úr,
eru þær hlýjar og góðar og hafa verið
keyptar í stórverslunum" (Halldóra
31