Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 32

Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 32
Bjarnadóttir, 1938b, bls. 79). Telur hún að margar vestur-íslenskar konur hafi haft drjúgar tekjur af prjónaskap, ekki aðeins á vinnufatnaði, sem áður er get- ið, heldur einnig fínni vinnu svo sem prjónakjólum. Heimilisiðnaðurinn var lítið vélvædd- ur, sem Halldóru þótti merkilegt, mið- að við alla vélvæðinguna á öðrum svið- um í Vesturheimi. Fótstignar saumavél- ar voru þó á flestum heimilum og víða rakst hún á litlar, handsnúnar kembi- vélar. Astæðan fyrir vinsældum þeirra var sú að fólk treysti því betur að það fengi sína eigin ull aftur úr kembunum, heldur en úr vélum ullarverksmiðjanna. Það sama var uppi á teningnum í upp- hafi ullariðnaðar á Islandi, að fólk valdi heldur að skipta við smærri verkstæði með kembinguna (Magnús Guðmunds- son, 1988). Eitt af því sem Halldóra hafði gaman af var að sjá karlana kemba ull í 30 stiga hita á sumardegi. Margt af eldra fólki sem hún hitti átti öll helstu tóvinnuverkfæri, svo sem ullarkamba, rokka, snældustokka og fleira. Tóvinnan og prjónaskapurinn voru þær greinar heimilisiðnaðarins vestra sem ef til vill stóðu næst þeim menn- ingararfi sem landnemarnir fluttu með sér. En Halldóra kynntist einnig dæm- um um heimilisiðnað sem hafði þróast við hinar nýju aðstæður, fyrir áhrif frá nýjum nágrönnum og nýrri tækni. Sem dæmi um heimilisiðnað sem hefur verið óþekktur á Islandi á ofanverðri 19. öld, þegar meginhluti landnemanna lagði upp, er það sem Halldóra kallaði heimagerðar flosmottur. Það eru mott- ur gerðar úr aflóga silkisokkum og nær- fötum í strigagrunn með einskonar flos- stungu. Þessar mottur leist henni vel á, kallaði þær mjúkar, sterkar og smekk- legar og virðast þær hafa verið þó nokk- uð notaðar. Ef til vill hefur þetta verið tískubóla um þessar mundir, Halldóra gat þess að umferðakennarar í handa- vinnu leiðbeini um gerð þeirra (Hall- dóra Bjarnadóttir, 1938b). Eitt er það handverk sem oft er talið einkennandi fyrir Norður- Ameríku, en það er stoppteppið (quilt). íslensku landnemarnir tóku þessa handavinnu upp af krafti, aðferðin þekkt á íslandi líka en ekki eins almenn og vestra. Ein- föld gerð af stoppteppi var að þræða saman ullarkembur, láta í milliver og stoppa saman. Viðhafnarmeiri og öllu þekktari í dag voru bótateppin, sem Halldóra kallaði skrautteppi. Oþarft er að lýsa gerð þeirra hér. Þó skiptir það máli að Halldóra nefnir samvinnu kvenna við þessa vinnu. Sjálfsagt hefur það höfðað til hennar, því hér koma saman tvö helstu áhugamál hennar, fé- lagsstarf kvenna og heimilisiðnaður. Halldóra lýsir því að kvenfélög og kvennahópar noti teppagerðina til fjár- öflunar. I einfaldari gerðina voru milli- verin aðkeypt og ullin keypt óþvegin. Konurnar skiptu svo með sér ullar- þvottinum og komu síðan saman til að kemba ullina, þræða saman kemburnar og stoppa allt saman. Sama gilti um skrautteppin, konurnar skiptu þá líka með sér að gera bæturnar en unnu í hóp að því að skeyta teppið saman og stoppa það. „Það er oft glatt á hjalla hjá konunum við þessa teppagerð og kaffið smakkast vel að loknu starfi“ ( Halldóra Bjarnadóttir, 1938b, bls. 80). Ef til vill hefur Halldóra tekið þátt í slíkum sam- komum, að minnsta kosti fjölgar til muna auglýsingum um fundi í Heimil- isiðnaðarfélaginu í Winnipeg, árið sem hún dvaldi vestra. Það er ekki úr vegi að skoða þátttöku Halldóru í félagslífi Vestur-íslendinga almennt. GAGNKVÆM KYNNI Halldóra dvaldi í eitt ár vestanhafs og þótt hún ferðaðist um þvera álfuna, gaf hún sér tíma til að vera um kyrrt um tíma á hverjum stað, að hún næði eitt- hvað að kynnast fólki. Einnig til þess „því gæfist tækifæri til að spyrja mig spjörunum úr um frændur og vini heima“ ( Halldóra Bjarnadóttir, 1938a, bls. 17). Þessi ummæli hennar sýna skilning hennar á mikilvægi hinna per- sónulegu tengsla. I þessu skar hún sig nokkuð úr hópi þeirra gesta sem ferð- uðust um á vegum samtaka Vestur-Is- lendinga þessi árin. Eflaust skiptir það máli í þessu sambandi að hún var eina konan í þessum hópi, og þau málefni sem hún gerði að umtalsefni; heimilis- iðnaður og kvenna-samtök, voru ekki á dagskrá hjá fulitrúum íslenskrar há- menningar og stjórnmála almennt. Þau snertu valdaminni aðila í formlegum skilningi, konur og annað heimavinn- andi fólk. Öllum var að sjálfsögðu þökkuð góð viðkynning, en engum svo ítarlega sem Halldóru, né heldur var tekið til alþýðlegheita annarra en henn- ar. Formlegt hlutverk sitt sem fulltrúa íslands rækti hún vel, með fyrirlestrum og sýningu, en jafnframt gaf hún kost á persónulegum kynnum. Oft er vikið að mikilvægi þessa í frásögnum vestra af ferð Halldóru. I grein sem séra Jakob Jónsson ritaði til kynningar á komu hennar til Wynyard sagði hann meðal annars að hún væri alþýðleg í fram- komu og áhugasöm um málefni Vestur- íslendinga. Spáði hann því að hún myndi reynast liðsmaður í þeirri sveit sem vinni að varðveislu bræðraþels milli íslendinga vestan hafs og austan (Jakob Jónsson, 1937). Halldóra var vel til þess fallin að rækta slík kynni, ekki einungis vegna framkomu sinnar, heldur ekkt síður þess að hún hafði undirbúið sig mjög vel. Hún sagðist hafa gert sér það að skyldu að lesa sem mest hún mátti um landnám og veru Islendinga í Vest- urheimi. Með slíkt veganesti var henni auðveldara að fræðast nánar um og ræða af skilningi menningarlífið vestra, en þeim gestum, sem héldu í vesturveg í þeim tilgangi einum að miðla sínu eigin. Móttökunefndin sem stofnuð var 1937, hét tveim árum síðar Halldóru- nefndin er hún skilaði skýrslu á ársþinginu. I skýrslunni segir meðal annars: „Látlaus og vinsamleg fram- koma Halldóru Bjarnadóttur ásamt því að bera á milli Austur- og Vestur-ís- lendinga vinsamleg ummæli og hlýjar kveðjur, áttu sinn þátt í því, að nefndin minnist þess með ánægju, að hafa unn- ið saman að þessu málefni“ (Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga, 21. ár 1940, bls.105). I apríl var komið að kveðjustundun- um, sagt er frá tveimur kveðjusamsæt- um í Lögbergi 28.4. 1838. I sama tölu- blaði er svohljóðandi kveðja frá Hall- dóru Bjarnadóttur: KVEÐJA OG ÞÖKK. Um leið og ég legg af stað heim til Is- lands, langar mig til að senda löndum mínum og peim öðrum góðum mönnum sem ég hefi kynst hér vestra, mínar bestu kveðjur og þakklœti fyrir ágœtar viðtökur og vinsamlega hjálp þann tíma, sem ég hef dvalið hér.Vera mín hér vestra hefur verið mér að öllu leyti hin ánœgjidegasta og að ýmsu leyti mjög lœrdómsrík. Eg óska ykkur, góðir landar, hvar sem þið eruð í dreifingunni, góðs gengis í framtíðinni. Látið mig vita ef ég gati gert ykkur ein- hvern greiða heima, mér vœri ánœgja að reka eríndi yðar þar. Utanáskrifi mín er „Hlín“ Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Bjarnadóttir“ ( Lögberg 28.4. 1938, bls. 1). Þetta loforð um að reka erindi Vest- ur-Islendinga heima, efndi Halldóra með því að halda áfram að gegna hlut- verki í formlegum tengslum landanna austan hafs og vestan. Ber þar hæst ítar- legar frásagnir af ferðinni og af högum Vestur-íslendinga í „HIín“. Önnur greinin fjallar um heimilisiðnað Vestur- Islendinga en hin er almennur fróðleik- ur um menningarlíf þeirra. Þar er lýst á greinargóðan hátt högum fólks vestra, svo sem híbýlum, samgöngum, matar- æði og klæðaburði. Starfsaðstöðu kvenna á heimilum eru gerð ítarleg skil, sem eðlilegt er í kvennablaði, auk þess sem það voru samtök kvenna sem höfðu veg og vanda af móttökum Hall- dóru í Vesturheimi. Þessi frásögn hefur eflaust hjálpað mörgum lesandanum að setja sig í spor ættingjanna vestra (Hall- dóra Bjarnadóttir, 1938a). I frásögninni í „Hlín“ notaði Hall- 32

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.