Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 35

Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 35
Útskorinn kassi, askur og mynd úr tré. Útskornar umgerbir um klukkur og lofivog. smíðanám, vinnutími var langur og launin afar lág. Bót var í máli að fjöl- skylda hans bjó á Bakkanum og þar var hann í heimili. Eftir að námi lauk fór Haraldur að vinna sjálfstætt, hann byggði mörg hús í sveitum, m.a. á Hvanneyri. Hann fluttist til Reykjavíkur á stríðs- árunum, og vann m.a. í nokkur ár í Daníelsslipp og síðar á trésmíðaverk- stæði. Árið 1948 staðfesti Haraldur ráð sitt, kvæntist Unni Auðunsdóttur frá Ysta-Skála undir Eyjafjöllum og stofn- uðu þau heimili í Reykjavík. Síðan fluttist Haraldur að Selfossi með fjölskyldu sína árið 1953. Fór að vinna á trésmíðaverkstæði Kaupfélags Árnesinga og var þar bæði á trésmíða- verkstæðinu og í viðhaldsvinnu við byggingar félagsins. Haraldur hætti þar vinnu þegar hann var 72 ára og hafði þá unnið hjá K. Á. í 33 ár. Haraldur hafði byggt fallegt einbýlis- hús á Selfossi og smám saman komið sér upp ágætri smíðaaðstöðu í bílskúr við húsið; þar gat hann smíðað ýmislegt sem hugur hans stóð til, til dæmis rennt muni í tré og skorið út. Inni í sjálfu í- búðarhúsinu hafði hann svo aðstöðu til að teikna og til útskurðar og smíði lít- illa hluta. Þegar hann hætti að vinna gafst betri u'mi til smíðanna. Haraldur hefur notað tímann vel og smíðað marga fallega, eigulega og eftir- sótta muni. Eins og áður er sagt er hann þekktastur fyrir rokkasmíði sína en hann hefur einnig smíðað snældu- stóla, renndar skálar af ýmsum stærð- um, sumar með loki, rennda lampafæt- ur, smástauka af ýmsum gerðum og fundarhamra. Þá hefur Haraldur smíðað útskorna kistla af ýmsum stærðum og gerðum, vegghillur og útskornar umgerðir um loftvogir, klukkur o.fl. Einnig hefur hann skorið út myndir úr tré. Haraldur leggur mikið upp úr góðum efnivið í smíðisgripi sína, hann telur það undirstöðuatriði í allri smíði, og þá ekki síst í smíði rokka og fíngerðra smá- gripa. Það er ánægjulegt að spjalla við þenn- an eldhressa öldung, heyra álit hans og skoðanir og líta sýnishorn af því sem hann hefur smíðað. Hann hefur sýnt að ekki er ástæða til að leggja árar í bát þó að aldurinn færist yfir, ef heilsan og starfsþrekið er fyrir hendi og áhugamál sem viðkomandi hefur gaman af að vinna að. Skjótt skipast veður í lofti og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ekki löngu eftir að þetta viðtal var tekið barst sú fregn að heiðursmaðurinn og völundur- inn Haraldur Diðriksson hefði dáið mjög skyndilega að heimili sínu á Sel- fossi. í samráði við fjölskyldu hans ákvað ritstjórnin að birta umfjöllun um hann og verk hans óbreytta. Þórir Sigurðsson Renndir munir. Allar myndirnar meðgreininni voru teknar á Ijósmyndastofunni ímynd. 35

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.