Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 41
VEFSTAÐUR BISKUPS
handritasafni Hannesar
biskups Finnssonar á Lands-
bókasafni, í ritgerðasafii
hans „Oeconomica“ I-VII',
er ein grein sem ber yfirskriftina
Vefitaðurenn, talin, ásamt öðrum
ritgerðum í þessum 7 bindum
„eftir Hannes byskup“, skrifuð
1760-66 og 17857 Hannes var
síðasti biskup í Skálholti, dó þar
57 ára að aldri 17967
Ritgerð þessi er greinargóð lýsing á
vefstól fyrir lárétta uppistöðu og
nokkrum fylgihlutum, eins og skeiðum,
vefjarkambi, rakgrind og raknings-
stokk með hólfum. Stærðir eru gefnar,
á nær hverju smáatriði, svo nákvæmar
að mögulegt hefði verið að smíða
vefstólinn ásamt fylgihlutunum eftir
lýsingunni. Engar aðrar beinar upplýsing-
ar um vefstólinn koma fram, hvorki
hvar né nákvæmlega hvenær lýsingin er
skrifuð, en líklegt verður að telja að
henni sé ætlað að vera forskrift fyrir
smiði. Þessi nákvæma útfærsla bendir
til þess, enda tekur skrásetjari fram í
lokin að málin muni hann hafa tekið
rétt, þó honum hafí ef til vill „feilað“ að
lýsa smíði og lögun.
Hannesi Finnssyni hefur ekki skeikað
í lýsingunni meir en svo, að um tveimur
öldum síðar má gera eftir henni upp-
drátt sem virðist sannfærandi. Þetta er
vefstóll sem er hæstur að framan, með
arma eða kjálka sem snúa aftur til að
hengja á slagborð og sköft. (Mætti e.t.v.
nefna vefstóla af þessari gerð framstæða
á íslensku og verður það gert hér, á
dönsku heita þeir „Halvrammevæve;“ á
sænsku „framstándarvavstolar".) Slíkir
vefstólar munu hafa verið þeir algeng-
ustu í Danmörku, bæði í handiðnaði og
á heimilum, en fátíðir t.d. í Svíþjóð.4
Þegar uppdrátturinn af „vefstað biskups“
er borinn saman við myndir af gömlum
dönskum, framstæðum vefstólum,
kemur í ljós býsna margt sem er líkt,
kemur heim við lýsinguna.5 Þessi sam-
anburður bendir ótvírætt til þess að
umræddur vefstóll hafi verið danskrar
gerðar. En var hann mældur á Islandi
(Skálholti?) eða var danskur vefstóll
mældur í Danmörku? Þessum spurn-
ingum fáum við seint svör við, en hafi
lýsingin verið skrifuð á árunum 1760-
1766 er seinni tilgátan líkleg, þar sem
Hannes Finnsson mun hafa dvalið í
Danmörku við nám og störf árin 1755-
1767.6 Að greinin um vefstaðinn er í 1.
bindi ritgerðasafnsins, gæti e.t.v. verið
vísbending um aldur hennar?
Vitað er að í tíð Jóns biskups Árna-
sonar komu vefstólar í Skálholt.7
Hugsanlegt er að þeir vefstólar hafi verið
til fram á daga Hannesar. „Biskups-
vefstóllinn“ virðist, samkvæmt lýsingunni,
hafa verið mjög vel viðaður og hefði
þess vegna átt að geta enst áratugum
saman. Faðir Hannesar, Finnur biskup
Jónsson, var hluthafi í Innréttingunum?
Þeir feðgar hafa því þekkt starfsemina
og kunnað skil á markmiðum hennar,
starfsháttum og trúlega einhver á verk-
færunum. Þeim Skúla og Hannesi mun
auk þess hafa verið vel til vina.5 A lýsing
vefstaðarins e.t.v. við vefstól í Innrétt-
ingunum? Hugsanlegt er að vefstólar af
þessari stærð og gerð hafi verið í
annarri vefstofunni, klæðagerðinni, en
síður við taugerðina. Þar voru mjórri
vefstólar (ofnar mjórri voðir) og að öllum
líkindum með útbúnaði fyrir flóknari
vefnaðargerðir. Fyrir slíkan útbúnað hafa
framstæðir vefstólar verið óhentugir, t.d.
ef um dragskeftuútbúnað og aukasköft
hefur verið að ræða. Annars bendir
„kista með 20 hvolfum" (rakningsstokk-
ur með hólfum fyrir hnykla) fremur til
þess, að hér hafi ekk verið um iðnaðar-
verkfæri að ræða. I Innréttingunum heíur
augljóslega verið rakið af balbínum,
fjöldi þeirra á úttektarlistum vísar til
þess.10
Ekki er vitað um eldri lýsingu en
þessa ritgerð Hannesar Finnssonar á
vefstóli með láréttri uppistöðu eða
„dönskum“ vefstað, eins og þeir voru
lengi nefndir hér á landi, í fyrstu til að-
greiningar frá kljásteinavefstöðum. (I
sumum landshlutum hélt sá „danski“
nafninu vefstaður, meðan ofið var á
heimilum, og gerir enn í munni eldra
fólks á sömu slóðum.) Eftirtektarvert
er að í lýsingunni hafa allir hlutar
vefstólsins og fylgihlutir íslensk eða
íslenskuð nöfn. Islenskt vefnaðarmál
var dönskuskotið alveg fram á 20. öld
og má því geta nærri hvort svo hafi ekki
verið á síðari hluta 18. aldar, í enn
ríkari mæli. E.t.v. hefur hið erlenda
vefnaðarmál verið íslenskað í fyrsta
skipti í ritgerð Hannesar? Hann mun
hafa gert sér far um að skrifa gott mál."
En hvernig nýttist ritgerðin, hafi hún
verið forskrift fyrir smiði? Fengu þeir
einhvern tíma tækifæri til að nýta hana?
Ekki er vitað til þess hún hafi verið
prentuð og ekki kunnugt um annað
eintak af henni en það sem er í ritgerða-
safni Hannesar Finnssonar í Lands-
bókasafni. Þar fyrir getur hún hafa ver-
ið skrifuð upp og afrit gengið á milli
manna, þó engar sönnur né vísbending-
ar séu um það. Höf. þessarar greinar
hefur í allmörg ár, ásamt samstarfskonu
sinni Áslaugu Sverrisdóttur, gert sér far
um að athuga gamla íslenska vefstóla
(flestir smíðaðir á síðari hluta 19. aldar),
en til þessa ekki rekist á framstæðan
vefstól. I rauninni minnir „biskupsvef-
stóllinn“ lítið á íslensku vefstólana (t.d.
staðsetning slöngurifs, uppfesting slag-
borðs), að öðru leyti en því að unnið er
í þeim á svipaðan eða sama hátt, með 4
sköftum, 4 skammelum, hangandi slag-
borði o.s.frv. Stærð þessa 18. aldar
vefstóls vekur fleiri spurningar. Voru
fyrstu heimilisvefstólar e.t.v. tvíbreiðir,
sem kallað var (hægt að vefa í þeim
tveggja álna breiðar voðir)? Það hefði
vissulega verið í fullu samræmi við
breidd kljásteinavefstaðarins og líklega
kröfu þeirra sem honum voru vanir um
breidd voða. Þó tvíbreiðir vefstólar hafi
verið fátíðir á íslandi um og eftir síðustu
aldamót,12 bera varðveittar, tvíbreiðar á-
breiður (brekán, söðuláklæði) því vitni
að þeir hafi verið til allvíða fyrr á öld-
inni og kemur það heim við, að þegar
lagst hafi niður að vefa (glit)áklæði um
1880, hafi tvíbreiðum vefstólum verið
breytt í einbreiða.13 I einbreiðu vefstól-
unum var hægt að vefa mest 5 kvartila
breiða voð, sem hefur þá orðið um
álnar breið eftir þóf.
Um uppdráttinn. Stærðir eða mál á
einstökum hlutum vefstólsins eru gefin
í íslandsálnum, kvartilum og þumlung-
um. íslandsalin mun hafa verið 57 cm,
kvartil var fjórðungur úr alin (= 14,25
cm) og hér er reiknað með 24 þuml-
ungum í alin (= 2,37 cm).14 Eftir þess-
um málum er uppdrátturinn gerður og
eiga hlutföll myndarinnar að vera í
samræmi við þau. Stundum hefur þurft
að geta sér til um nákvæma staðsetn-
ingu, t.d. krappa, áfellinga, brjóstbómu,
og þverbekks, sem gæti hafa verið í lá-
réttri stöðu (sbr. nafnið) en ekki upp á
rönd eins og hann er teiknaður í sam-
ræmi við þverslána (er sagður eins
41