Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1994, Síða 44

Hugur og hönd - 01.06.1994, Síða 44
hentugleika. 29) Að síðustu er að tala um grindina sem rakið er á. Hún leikur á einum ás 33/4 al. löngum. I henni eru tvö krosstré eður tveir krossar 2'/4 al. langir, þar sem þeir eru samangreyptir kemur ásinn gegn- um þá, þeir eru hvor upp undan öðr- um svo langt að ásinn er 2'/io al. milli þeirra. Ganga svo þessir krossar hverjir tveir endar í lítið lengra tré en ásinn er milli þeirra svo þar verður ferhyrningur einfaldur þegar grindin er lögð saman, því þá fellur eitt tré að öðru en þegar hún er lögð sundur og hún brúkast verður ferhyrningur rvöfaldur. Auk þessa fylgja grindinni 2 fjalir, gjörð sýling upp í hvoru tveggja þeirr[a] enda. Þær eru að lengd 18/2o al. og tvö göt á hvorri hvar í að eru settir hælar item sá fimmti í sjálfa grindina að ofan, þó ekki upp heldur út en í fjölunum standa þeir upp. Sú eina þessi fjöl er neðan til í grindinni og í bilinu milli einhverra tveggja krossenda trjánna ofan á krossendunum, hin eins fyrir sitt leyti að ofan, þó eru þær ekki negldar heldur skorðaðar þar, svo þær verði teknar burtu þegar búið er að rekja, að grindin verði lögð sam- an, annars kemst hún ekki fyrir né verður forvöruð. 30) Kista með 20 hvolfum fylgir þar með ril að láta hnoðin renna í. Hún er á hvorn veg l'/2 al., á hæð 'h þuml. Eitt hald er neglt utan á barmana á tveim hennar köntum, fyrir hvort þetta hald geng- ur ein kinn og hvor kinn 1 al. há, milli kinnanna ganga tvö tré, þeim mun lengra kistunni að þau verði fest í kinnunum, það eina þeirra á kinna- endunum að ofan, hitt nokkuð neð- ar. Ofan til í því neðra eru 10 kengir, neðan til í því efra eins margir af lað- dregnum prjónum, í þessa kengi ganga þræðirnir sem í kistuna eru lagðir, einn úr hverju hennar hólfi, til þess að fljótara sé að finna þá ef slitna og að þeir ekki flækist. En allra helst að eftir þeim sé tekið skilið sem niður setur vefjarfyrirgjörðina. Þessi grindartré öll eru af greni. Minnist ég nú ei eftir vera utan lítinn tré- stump, einn trénagla og einn tré- tappa allt auðfengið, item vefjarsöx og krók í skaftkorni til að taka upp með skyttuna þá hún dettur. Mælir- inn ætla ég mig hafa tekið nærri sanni réttan en lögun og smíði hlut- anna kann mér maklega feilað hafa að skrifa. Eftirfarandi orðalisti er tekinn úr ofan- skráðri ritgerð í þeirri röð sem orðin koma fyrir. Innan sviga fyrir aftan eru orð sem nú eða í seinni tíð hafa verið notuð um sömu hluti. Ekki er ljóst hvað 44 átt er við með „3 svigar“ og „stokk- korn“, ef til vill er hið síðara lítið skaft: 1. Vefstaður (vefstóll). 2. Uppstandarar (fram- og afturokar, fram- og afturstuðlar). 3. Armur (kjálki, kjálkanef, vængur). 4. Krappi. 5. Þverslá. 6. Setubekkur. 7. Brjóstbóma (brjóstslá). 8. Síðustykki. 9. Áfellur. 10. Þverbekkur. 11. Vefjarbóman eða garnrifurinn (slöngurifur). 12. Stokkur (rifskaft, plógskaft, fram- hnýtingarskaft). 13. Fótstykki. 14. Sveifar (skammel, stigskammel, stigsköft). 15- Rifurinn (voðmeiður). 16. Haus (rifshaus). 17. Hringbeygð járnspöng með rönnum (tannhjól). 18. Járnloka. 19. Slagborðið eða skeiðarstokkurinn. 20. Kjálkar (slagborðsarmar, -kjálkar, -kinnar). 21. Gróp í slagborði. 22. Skeið. 23. Slagborðsstöng. 24. Járnás. 25. Vefsköft, efri og neðri sköft. 26. Trissustöng (hafaldatré, -slá). 27. Trissur. 28. Hjól. 29. Hjólahvilft. 30. Trissuvinklar (vippur). 31. Hafald. 32. Tennur eða reyrar. 33. Skeiðarkinnar. 34. Kambur með 2 kjálkum, 2 kinnum og 68 tindum (vefjarkambur). 35- Haldvinda úr járni. 36. Skeiðar- og hafaldadragnál (gikkur, krókur, skeiðarkrókur, krækja). 37. Spólurokkur og 2 stokkar. 38. Spólur. 39. Skytta með pinna (spóluteinn, ríll). 40. Svigar 3. 41. Stokkkorn. 42. Grindin sem rakið er á (rakgrind, rakningsgrind). 43. Krosstré eða krossar. 44. 2 íjalir, gjörð sýling í endana (hælatré). 45. Hælar. 46. Kista með 20 hvolfum (rakningsstokkur, -kista, -kassi). 47- Skilið. 48. Vefjarfyrirgjörðin (inndráttur í höföld?). 49. Vefjarsöx (skæri). 50. Krókur í skaftkorni til að taka upp með skyttuna þá hún dettur. Jafnframt er talað um að stíga á sveif- arnar, þ.e. skammelin, vinda á eða upp á rif og vefjarbómu, slá með slagborði, rekja á grindina. Einnig er nefnt varp og varpaður vefur og er átt við þéttleika uppistöðu. Tekið saman í okt.-nóv. 1994. Eftir- töldum aðilum eru þakkaðar vinsamleg- ar ábendingar: Aslaugu Sverrisdóttur, starfsfólki handritadeildar Landsbóka- safns, Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræð- ingi og Sveinbirni Rafnssyni, fil. dr., fyrir að vísa á handritið. Sigríður Halldórsdóttir TILVÍSANIR: 1 Lbs. 80a, 8vo. Bls. 437-455. 2 Handritaskrá Landsbókasafns II. b. 1. 3 Þorkell Jóhannesson. Saga íslendinga. Reykjavík 1950. BIs. 536 og 541. 4 G.G. Nyberg. Lanthemmens vávstolar. Stokkhólmi 1975. Bls. 81. 5 G.G. Nyberg. Sama bók, fig. 56. Poul Andersen. Vævning. Kaupmannahöfn 1955- Fig. 4d, 8, 14, 20, 22 og30. 6 Þorkell Jóhannesson. Saga Islendinga VII. Reykjavík 1950. Bls. 538-539. 7 Lbs. 4986, 4to. og Skjöl landsnefndarinnar fyrri. LitraTT- ZZ. 1770-1771. Bls. 5. 8 Jón Jónsson. Skúli Magnússon landfógeti. Reykjavík 1911. BIs. 176. 9 Sama bók. Bls. 318. 10 Skjalasafn amtmanns II. 87. Ymis skjöl um Innréttingarnar 1750-1770. 11 Þorkell Jóhannesson. Saga Islendinga VII. Reykjavík 1950. Bls. 542. 12 Þeir sem svara spurningalistum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns um vefstóla, sem sendir voru út fyrst árið 1966, muna fæstir tvíbreiða vefstóla. 13 Halldóra Bjarnadóttir. Vefnaður. Reykjavík 1966. Bls. 163. 14 Gísli Gestsson. Álnir og kvarðar. Arbók Hins íslenzka fornleifafélags 1968. Bls. 45-78.

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.