Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 46
NIU NAFNAKLUTAR
Hildur Sigurðardóttir fór í heimsókn
til Elsu E. Guðjónsson
Aárunum 1965-1968 kom ég ein-
/J hvern tíma í Þjóðminjasafii Is-
JL Jdands til að leita upplýsinga um
íslenska stafaklúta sem ef til vill vœru í
vörslu safnsins. Hitti ég að máli Elsu E.
Guðjónsson safnvörð, og kom í Ijós að lítið
var um slíka kltíta í safninu. Þó fann
Elsa fáeina gamla klúta og sýndi mér, en
sagði mér jafhframt að lítið hefði verið
um saum á stafaklútum á Islandi, og að
þeir sem varðveist hafa v<zru einkum frá
síðari hluta nítjándu aldar. Hefitr Elsa
síðan gert íslenskum stafaklútum nokkur
skil í grein í Húsfreyjunni 1977 og í bók
sinni Islenskur útsaumur sem út kom
1985.
Eg hefjýlgst með því að Elsa hefur alla
tíð fengist talsvert við munsturgerð og út-
saum í hjáverkum. Hún hœtti störfum
sem deildarstjóri textíl- og búningadeildar
Þjóðminjasafhs Islands nú á miðju ári, og
sótti ég hana því heim á haustmánuðum
til þess að fregna nánar um þessa tóm-
stundavinnu hennar, einkum hvort hún
befði fengist eitthvað við að gera stafa-
klúta. Fara svör hennar við spurningum
minum hér á efiir.
Eg hef ekki saumað eða gert munstur
fyrir eiginlega stafaklúta, þ. e. klúta með
mismunandi stafrófum auk smá-
munstra, fangamarka og ártala. Hins
vegar hef ég saumað ýmsar veggmyndir,
velflestar með munstrum gerðum með
hliðsjón af gömlum íslenskum útsaums-
og vefnaðaruppdráttum, og eru sumar
þeirra með áletrunum, ártölum og
nöfnum eða fangamörkum eftir því sem
við gat átt hverju sinni. Birtust myndir
af nokkrum slíkum í Húsfreyjunni allt
frá árinu 1965 fram til ársins 1977, en
eftir það hafa munstur og efni í vegg-
myndir af líku tagi verið til sölu í
Islenskum heimilisiðnaði í Reykjavík.
Höll Þyrnirósu. 1993. Mynd Ragnheiðar (f. 18.4.1984). Stœrð 20,5x18 cm.
Nú í sumar lauk ég við syrpu, ef svo
má segja, af níu veggmyndum sem ég
hef leyft mér að kalla nafnaklúta, eina
mynd handa hverju barnabarna minna.
Munstureiningarnar eru margar hverjar
íslenskar, nokkrar erlendar og enn aðrar
eru nýsmíð. Heildarhönnun myndanna
allra er mín eigin. Við val munstranna
hafði ég í huga aldur barnanna sem
myndirnar áttu að fá, en þau voru þá á
ýmsum aldri, allt frá ársgömlum til
þrettán ára eins og sjá má af meðfylgj-
andi myndatextum.
Þú spyrð um efni og saumgerð. Hvort
tveggja kann að þykja fremur einhæft,
þar eð ég hef kosið að sauma allar
myndirnar með sömu saumgerð í frem-
ur smágerðan stramma (4 spor á cm) að
mestu leyti með íslensku kambgarni
sem einn þáttur hefur verið dreginn úr.
Stöku sinnum hef ég þó einnig notað
hörgarn með ullarbandinu til tilbreyt-
ingar. Saumgerðin sem ég valdi mér er
gamli krosssaumurinn sem tíðkaðist hér
á landi frá lokum miðalda fram á seinni
hluta nítjándu aldar (sjá meðfylgjandi
skýringarmyndir). Mér finnst mun
skemmtilegra að vinna hann en venju-
legan krosssaum, auk þess sem áferðin
verður áhugaverðari að mínum dómi.
Þegar lokið er við sauminn þarf að slétta
(strekkja) myndirnar og ganga frá þeim
til upphengingar. Eg hef sett þær allar í
umgerðir, þó án glers, en einnig má hafa
þær án ramma, til dæmis leggja undir
þær fóður og hafa ef til vill pappa milli
laga.
Ég hef haft mikla ánægju af þessari
tómstundaiðju. Því langar mig til að
bæta hér við, þar sem ég þykist hafa
orðið þess vör að sumum vaxi í augum
að útbúa krosssaumsmunstur upp á
eigin spýtur, að ekki þarf það að vera
vandasamt ef fyrir hendi eru einhverjir
uppdrættir sem hægt er að vinna út frá,
og jafnframt rúðustrikað blað, blýantur,
strokleður og litir (gjarnan tússlitir).
Væri gaman ef þessir litlu nafnaklútar
barnabarnanna minna níu gætu orðið
öðrum hvatning til að spreyta sig á eigin
munsturgerð, ekki hvað síst ef hún
byggðist á þjóðlegum grunni.
1.12.1994
Ljósmyndir: Ivar Brynjólfsson, nema Langt
úti í löndum: EEG.
46