Hugur og hönd - 01.06.1994, Page 50
Mýs. Hœð 6,5 cm. Saumaðar úr handmáluðu bómullarefhi. Hönnun og vinna: Ingibjörg Þorvaldsdóttir.
Páskahœnur. Hœð 8 cm. Saumaðar úr handmáluðu bómullarefhi. Hönnun og vinna: Ingibjörg Þorvaldsdóttir.
Hugmyndir - heimilisiðnaður
Um dimmasta tímann er hollt og
skemmtilegt að fást við handavinnu
(sleppum sjónvarpinu í nokkra daga).
Prjónarnir eru hjá mörgum alltaf við
hendina, en ekki er síður gaman að búa
til eitthvað úr vefnaðarvöru. Og ekki er
alltaf nauðsynlegt að þeytast út í verslun
til þess að kaupa efnin. Afgangar af
ýmsu tagi eru vel nothæfir til að gera úr
smáhluti.
Hér eru sýndar hugmyndir sem
eflaust geta örvað einhverja til að líta
inn í geymslu eða skápa í leit að efni-
viði. Síðan er svo að láta heilakvarnirnar
mala, hugmyndir og hendur standa
fram úr ermum. Þar sem ekki er alltaf
einfalt og fljótlegt að koma eigin
hugmyndum í mynd, er ánægjan þeim
mun meiri þegar árangrinum er náð.
Gott ráð er að útbúa fyrst pappírsmynd
af því sem gera skal, klippa til og breyta
þar til stærð og hlutföll eru orðin góð
og gera síðan eftir því snið með saum-
fari. Drjúgan skammt af þolinmæði þarf
í farteskið. Gangi ykkur vel.
Rúna Gísladóttir
Ljósmyndir með greininni tók greinar-
höfundur.
50