Fréttablaðið - 26.03.2020, Page 1

Fréttablaðið - 26.03.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —7 3 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 6 . M A R S 2 0 2 0 Hágæða harðparket í miklu úrvali Harðparket er með einstaklega sterkt yfirborð sem býður upp á mikinn umgang og viðhaldið er svo til ekkert, svo er það líka fallegt! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • parki@parki.is • 595 0570 VIÐSKIPTI Ásgeir Jónsson seðla- bankastjóri segir að Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að bankarnir muni ekki veita nægjanlega miklu lausafé út í atvinnulífið vegna þess að þeir hafi ekki hvata til þess. Af þeim sökum hafi verið talið nauð- synlegt að bankinn hefji kaup á ríkisskuldabréfum. Kaupin létti á fjármögnun fyrirtækja sem sæki sér fé á skuldabréfamarkaði. „Við munum sjá til þess að það verði nægt lausafé til staðar,“ segir Ásgeir. Hann útilokar ekki að umfang fyrirhugaðra skuldabréfa- kaupa verði aukið. - hae, kij / sjá síðu 8 Tryggja nægt lausafé í kerfinu Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri. COVID-19 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir háskólanema uggandi. Óvissa sé um hvernig vorönninni verði lokið og við bætist áhyggjur af framfærslu hjá mörgum. „Tæplega helmingur háskóla- nema er í meira en 50 prósent starfi og því ljóst að það er stór hópur í minna starfshlutfalli. Þessir nem- endur falla þá ekki undir þessi úrræði ríkisstjórnarinnar og eru í erfiðri stöðu,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hafi óskað eftir því að einstaklingar í þessari stöðu fái atvinnuleysisbótarétt. Ein aðgerða stjórnvalda vegna þrenginga sem nú steðja að er að heimila fyrirtækjum að lækka starfshlutfall launþega í 25 prósent. Atvinnutryggingasjóður greiðir bróðurpartinn af mismuninum. Skilyrði er að fólk hafi verið í að minnsta kosti 45 prósent starfi. Starfsmenn í hlutastörfum falla milli skips og bryggju. Þetta fólk starfar gjarnan hjá fyrirtækjum í veitinga- og ferðaþjónustu sem verða hvað verst úti í núverandi aðstæðum. „Það er ljóst að fyrir veitinga- hús sem hafa mikið af starfsfólki í hlutastarfi undir 45 prósent hlut- falli, munu þurfa að taka ákvörðun um hvort segja þurfi því starfsfólki upp strax. Ég tel því miður miklar líkur á að það verði niðurstaðan hjá mörgum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Til viðbótar fyrrnefndri stöðu háskólanema má nefna að margir þeirra eru á leigumarkaði. „Félags- stofnun stúdenta hyggst bjóða upp á úrræði fyrir sína leigjendur en staða þeirra sem eru á almennum leig umarkaði er áhyg g juef ni. Stjórnvöld hafa ekki boðað nein úrræði fyrir leigjendur.“ Stúdentaráð lét gera könnun á líðan háskólanema á þessum óvissutímum. Alls bárust svör frá um 1.548 nemendum. Á skalanum 1-10 svöruðu um 73 prósent nem- enda því að líðan þeirra væri 5 eða lægra. „Þetta eru sláandi tölur sem við verðum að taka alvarlega og bregðast við," segir Jóna Þórey. – bþ Háskólanemar vilja líka bætur Ný lög um hlutastarfaleið ná ekki yfir þá sem eru í minna en 45 prósent hlutastarfi. Margir námsmenn eru í hlutastarfi. Búist er við hrinu uppsagna. Gefa 73 prósent háskólanema líðan sinni nú lága einkunn. Þetta eru sláandi tölur sem við verðum að taka alvarlega og bregðast við. Jóna Þórey Péturs- dóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Verið er að setja upp skilrúm milli starfsmanna á afgreiðslukössum Bónuss og viðskiptavina til að draga úr smithættu. Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri segir ganga vel að uppfylla kröfur samkomubanns. „Við látum öryggið ganga fyrir,“ segir hann. „Það er auðvitað mikið álag á starfsfólkinu okkar sem að þarf að telja inn í búðirnar og passa upp á fjarlægð milli fólks. Okkar fólk er enn tilbúið til þess að mæta í vinnu. Um tuttugu starfsmenn hjá okkur eru í sóttkví og tveir hafa greinst með veiruna og eru því í einangrun.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.