Fréttablaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 10
Við Íslendingar eru svo gæfusamir að eiga stórkostlega náttúru innan seil-ingar – auðlind sem ekki aðeins skapar tekjur heldur veitir okkur ómældar unaðsstundir. Á Austurlandi er eitt skemmtilegasta göngusvæði landsins,
Víknaslóðir, og þótt ekki séu þær við bæjardyr höfuð-
borgarbúa þá er auðvelt að komast þangað á ferðalagi
um austanvert landið. Breiðavík, er eins og nafnið
gefur til kynna, stærst af Víkunum og liggur milli
Herjólfsvíkur í suðri og Kjólsvíkur í norðri.
Þarna var löngum tvíbýli, enda grösugt undirlendi
til staðar þótt þokur hafi oft sett strik í reikninginn og
útræði verið erfitt. En í góðu veðri er Breiðavík engu
lík og litrík líparítfjöll Breiðavíkureldstöðvarinnar
umkringja þessa vinalegu vík sem breiðir út faðm sinn
mót opnu Atlantshafi. Þarna er ríkuleg flóra með risa-
stórum fífubreiðum en fuglalíf er einnig blómlegt. Auð-
velt er að komast í Breiðuvík á fjórhjóladrifnum farar-
tækjum, t.d. yfir Gagnheiði eða ofan af Húsavíkurheiði.
Skammt frá ströndinni er snotur skáli Ferðafélags
Fljótsdalshéraðs með ágætu tjaldstæði. Þaðan er til-
valið að leggja í fjölbreyttar dagsgöngur, t.d. út í Kjóls-
vík, upp á Gagnheiði eða bakdyramegin upp á tind
Hvítserks. Skammt frá er tígulegt fjall sem heitir því
skemmtilega nafni Hákarlshaus. Við suðurenda Breiðu-
víkur er síðan Sólarfjall sem gaman er að ganga á, enda
útsýni yfir víkina frábært og óvenju grösugt efst með
litríkri f lóru.
Skemmtilegast er að heimsækja Breiðuvík gangandi
með allt á bakinu en einnig er auðvelt að skipuleggja
trússferð um Víkur. Er þá gengið frá Borgarfirði eystra
yfir í Brúnavík og fram hjá Kjólsvík í Breiðuvík, eða
öfuga leið frá Loðmundarfirði í Húsavík og þaðan í
Breiðuvík. Á sumum leiðunum má fylgja torfæruslóð-
um en í góðu veðri er skemmtilegra að þræða gamlar
gönguleiðir úr einni vík í aðra. Það er einmitt á einni
slíkri, milli Kjólsvíkur og Breiðuvíkur, sem óteljandi
smávötn og tjarnir gleðja augað. Þau eru umkringd sef-
gróðri og í góðu veðri er ekki annað hægt en að staldra
við og fylgjast með tilhugalífi álfta við undirleik
lóu og spóa. Í fjarska glittir síðan í litrík lípar-
ítfjöll upp af Gagnheiði og í suðri sperra sig
Hvítserkur og Hákarlshaus. Þarna er auð-
velt að ná fullkominni sálarró og fylla á
batteríin á örfáum dögum.
Bómullarský
yfir Breiðuvík
Upp af Breiðuvík eru tjarnir þar sem auðvelt er að spegla sig og ná fullkominni hugarró. Í baksýn glittir í toppinn á Hvítserk og Hákarlstönn. MYNDIR/TG
Gengið í gróskumiklum gróðri með allt á bakinu upp úr Breiðuvík.
Þoka læðist
inn Breiðuvík
á meðan bóm-
ullarský spegla
sig í snotri
heiðartjörn.
Tómas
Guðbjartsson
hjartaskurð-
læknir og
náttúruunnandi
og Ólafur Már
Björnsson
augnlæknir og
ljósmyndari
2 6 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð