Fréttablaðið - 26.03.2020, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Alma Möller
landlæknir,
Víðir Reynis-
son yfirlög-
regluþjónn
og Þórólfur
Guðnason
sóttvarna-
læknir eru
rétta fólkið á
réttum stað á
réttum tíma.
Þetta er í
fullu sam-
ræmi við
stefnu Vinstri
grænna.
Summit® E-470
Verð: 406.500 kr.
Þegar áföll verða eiga stjórnvöld að vaka yfir þjóð sinni. Það er skylda þeirra og henni eiga þau að sinna af festu og ábyrgð. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað ýmiskonar aðgerðir sem eiga að vernda einstaklinga og fyrirtæki fyrir þeim
efnahagslegu áföllum sem kórónaveiran mun valda.
Þarna verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin sé
að gera vel. En um leið leitar hugurinn óneitanlega
aftur til hrunáranna þegar einmitt var ekki nægi-
lega hugað að hag einstaklinga – með hrikalegum
afleiðingum. Ríkisstjórnin sem þá var við völd brást
þjóðinni að mörgu leyti. Núverandi ríkisstjórn
er hins vegar að standa sig og heldur því vonandi
áfram.
Á hverjum tíma er fjarska auðvelt að andvarpa og
segja að ríkisstjórnin sé algjörlega duglaus. Því munu
margir af gömlum vana góla að þessi ríkisstjórn sé
ekkert að gera, en það er ekki rétt. Ríkisstjórnin er
alls ekki að bregðast. Satt best að segja er hún að gera
svo miklu meira en búast hefði mátt við af henni.
Þannig má segja að hún hafi komið skemmtilega á
óvart á tímum sem eru alls ekki nægilega skemmti-
legir.
Samt er það ekki ríkisstjórnin sem er að tala
mestan kjark í þjóðina. Og ekki heldur forsetinn,
jafn ágætur, ljúfur og yndislegur sem hann er. Stjórn-
málamennirnir og forsetinn falla í skuggann af hinu
öfluga og trausta þríeyki sem dag hvern upplýsir
þjóðina um stöðu mála og varar við um leið og það
hughreystir. Alma Möller landlæknir, Víðir Reynis-
son yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir eru rétta fólkið á réttum stað á réttum
tíma. Það mæðir mikið á þeim en þau standa vaktina
af staðfestu.
Á tímum eins og þessum er jafnlyndi eftirsóknar-
verður eiginleiki og þríeykið hefur hann í miklum
mæli. Alma, Víðir og Þórólfur ætla ekki að láta koma
sér úr jafnvægi en leyfa sér samt líka að sýna tilfinn-
ingar. Að auki búa þau yfir sterkri greinandi hugsun
– það mætti sannarlega vera meira af henni í heim-
inum. Þau gera sér líka góða grein fyrir að stundum
þarf að segja sömu hlutina aftur og aftur til að þeir
síist inn hjá almenningi. Einmitt þannig hafa ýmsar
staðreyndir komist vel til skila á liðnum vikum. Þrí-
eykið er gott fólk sem veit hvað það er að gera.
Það er alveg í takt við nútímann og þær upphróp-
anir sem þar tíðkast, ekki síst á netinu, að upp skuli
rísa hópur manna, sem beinir spjótum sínum að
þríeykinu og finnst þau ekki hafa nægilega mikið
vit á málum. Þessir gagnrýnendur vita alls ekkert
um sýklavarnir og farsóttir heldur styðjast einungis
við eigið hyggjuvit sem þeir telja óbrigðult. Þeir hafa
mun meiri trú á því en vísindum sem þeir gefa ekki
mikið fyrir. Þessi hópur hefur hátt en þarna á við
málshátturinn góði að oft bylur hæst í tómri tunnu.
Hið góða þríeyki, Alma, Víðir og Þórólfur, hafa
áunnið sér traust þjóðarinnar með fagmennsku
sinni, staðfestu og óþrjótandi vinnusemi og auk þess
opinberað hlýju og umhyggju á tímum þar sem við
þurfum einmitt á slíku að halda.
Þríeykið
Ekki þarf að hafa mörg orð um þá stöðu sem fram undan er í efnahagslegu tilliti. Skjót viðbrögð og sterk staða þjóðarbúsins gera það
að verkum að hægara er um vik að bregðast við. Sú
staða er ekki tilviljun, hún er afleiðing pólitískra
ákvarðana um að styrkja velferð og að beita ríkis-
sjóði til jöfnunar og örvunar hagkerfisins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur þannig
styrkt heilbrigðiskerfið með umfangsmiklum fjár-
munum, um tugi milljarða. Þá hefur verið aukið
mjög við framkvæmdir, en ríkisútgjöld hafa verið
aukin um 45% frá því að Vinstri græn tóku við
forystu í ríkisstjórn. Þetta styrkir innviðina í að
bregðast við því ástandi sem fram undan er.
Góð samstaða hefur verið um þær aðgerðir
sem ríkisstjórnin hefur lagt til sem viðbrögð við
ástandinu. Þar hefur fókusinn fyrst og fremst verið
á fólkið, með því að tryggja laun í sóttkví og laun til
þeirra sem fara tímabundið í minna starfshlutfall
úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Við búum einnig
að því að hafa hækkað upphæð atvinnuleysisbóta
á árinu 2019 með 9 milljarða króna aukningu fram-
laga til Atvinnuleysistryggingasjóðs.
Alþingi hefur nú til umfjöllunar mál sem snúa að
frekari viðbrögðum. Heildarumfang aðgerðanna
nemur að lágmarki um 230 milljörðum króna. Þar
er áherslan á að verja lífsafkomu fólksins í landinu,
að hjálpa fyrirtækjum svo þau geti haldið fólki í
vinnu og greitt laun og hins vegar með beinum
stuðningi, til dæmis með sérstakri greiðslu barna-
bóta og með því að verja fólk í hlutastörfum fyrir
tekjufalli. Þá er sérstaklega horft til þess, í þeim
auknu fjárfestingum sem boðaðar hafa verið, að
efla þekkingu, nýsköpun og skapandi greinar og
grænar lausnir.
Þetta er í fullu samræmi við stefnu Vinstri
grænna. Fólk er sett í forgang, velferðin varin og
viðspyrnan verður ekki síst undir formerkjum
nýsköpunar og grænna lausna. Við munum gera
það sem þarf til að koma okkur í gegnum þessar
tímabundnu aðstæður og til bjartari tíma.
Fólkið í forgangi
Kolbeinn
Óttarsson
Proppé
þingmaður
Vinstri grænna
Sótthvíld
Faraldurinn þreytti er farinn að
auðga tungumál okkar. Orðið
Kóviti hefur stungið rótum sem
uppnefni á þá sem allt þykjast
vita um veiruna en byggja þekk-
ingu sína á tilfinningu. Síðustu
daga hefur nánast ekkert samtal
lengra en tvær mínútur farið að
snúast um annað en veiruna.
Meira að segja fimmaurar snú-
ast nú um að Kalli Bretaprins
sé loksins kominn með kórónu.
Nauðsynlegt er að kúpla sig frá
þessu öllu saman heima fyrir
og gleyma sér inn á milli. Ýmist
með bók, tölvuleik, spili eða
göngutúr til að leita að tusku-
dýrum. Hafa nú sumir tekið
upp á því að kalla það fyrirbæri
„Sótthvíld“.
Kramið mangó
Á þessum strembnu tímum
þegar samviskubitið eltir alla
sem veigra sér út þá er gott að
geta hringt á heimsendingar-
þjónustu. Mangó kramið undir
mjólkurfernum heim að dyrum
er skömminni skárra en að
gramsa í hillum sem mögu-
lega er búið að hósta á. Alþingi
hefur ákveðið að koma einungis
saman til að afgreiða mál sem
snúa beint að faraldrinum.
Frumvarp dómsmálaráðherra
um áfengiskaup á netinu, þá
væntanlega með heimsend-
ingu, hlýtur að falla þar undir.
Myndi það án efa hjálpa land-
anum að gleyma öllum þessum
ósköpum. arib@frettabladid.is
2 6 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN