Fréttablaðið - 26.03.2020, Page 24
BÍLAR
Það dylst engum að við göngum í gegnum fáheyrða tíma með ýmsum takmörkunum og þótt
útgöngubann sé ekki í gildi hérlend-
is er gott að hafa í huga að fólk lág-
marki ferðir sem mest. Eflaust reyna
f lestir það þegar og sér í lagi milli
landshluta með undantekningum
eins og bílstjórar vöruflutningabif-
reiða sem eru líflína okkar. Þeir sem
eru í sóttkví ættu að takmarka öku-
ferðir sem mest og gæta þess að eiga
ekki samskipti við afgreiðslufólk í
bílalúgum til að mynda. Hér eru
nokkrar upplýsingar fyrir bílstjóra
og ráðleggingar sem er gott að hafa.
Hvað með bensínstöðvar?
Bensín og olía hefur lækkað tals-
vert á síðustu vikum og mun eflaust
halda áfram að gera það. Bensín-
dælur hafa verið skilgreindar sem
áhættusvæði fyrir smit og því ætti
að nota hlífðarhanska sem olíu-
félögin hafa sett upp á dælum
sínum. Þeir sem ekki hafa orðið sér
úti um bensínkort eða lykla ættu
að gera það strax á heimasíðu við-
komandi olíufélags og fá sent heim
í pósti. Einnig virkar á f lestum
dælum að borga með Apple Pay.
Get ég farið í þjónustu?
Breyttar verklagsreglur eru í gildi
hjá bílaumboðum og þótt enn þá sé
hægt að reynsluaka nýjum bílum
er það aðeins gert með sótthreins-
uðum lyklum og bílar þrifnir milli
prófana. Hjá sumum umboðum er
boðist til að sækja bílinn heim fyrir
þjónustuskoðun og eru bílarnir
gjarnan aðgreindir frá hver öðrum
á verkstæðinu.
Get ég farið í skoðun?
Sumar skoðunarstöðvar eru með
takmarkaðan opnunartíma þótt
aðrar séu með fulla starfsemi. Hjá
Frumherja er stöðin á Granda lokuð
en hægt er að nálgast númeraplötur
gegnum afgreiðsluna í Klettagörð-
um. Einnig eru stöðvarnar í Grinda-
vík, Blönduósi, Siglufirði, Þórshöfn,
Kópaskeri og Vopnafirði lokaðar
og í Borgarnesi 23.-27. mars. Allar
stöðvar Aðalskoðunar og Tékklands
eru opnar eins og er.
Get ég farið í bílpróf?
Frumherji sem sér um öll ökupróf
í landinu, hefur lokað fyrir verkleg
próf eftir að samkomubann með
tveggja metra reglu tóku gildi.
Gildir bannið þar til annað kemur
í ljós en enn þá er opið fyrir bókleg
próf með takmörkunum. Ökuskóli
3 hefur einnig lokað á starfsemi þar
til aðstæður breytast.
Hvað gera ökumenn
vegna COVID-19?
Toyota á Íslandi hefur fengið til landsins sýn-ingarbíl af 306 hestafla R AV4 PHEV en að sögn Páls Þorsteins-sona, kynningarstjóra
Toyota, er bíllinn væntanlegur í sölu
hérlendis á seinni hluta árins. Þar
sem bíllinn er ekki skráður var farið
með bílinn á akstursbraut Kvart-
míluklúbbsins í Kapelluhrauni og
blaðamanni Fréttablaðsins boðið
að taka í bílinn þar. Eins prófaði
Finnur Thorlacius, umsjónarmaður
bílaþáttarins Bílalíf á Hringbraut,
bílinn og verður umfjöllun hans
næstkomandi mánudagskvöld.
Toyota R AV4 PHEV er f lagg-
skip tvinnbílaf lota Toyota enda
kraftmikill bíll sem er aðeins 6,2
sekúndur í hundraðið. Þótt snjóföl
hafi verið á brautinni fannst vel
hversu gott þetta upptak er. Hér var
þó ekki um reynsluakstur að ræða
enda bíður það þess tíma sem bíll-
inn kemur á markað. „RAV4 PHEV
er hagkvæmur kostur fyrir það
hversu langt hann kemst á rafmagn-
inu eingöngu,“ segir Páll Þorsteins-
son en drægi hans þannig er allt
að 65 km. „Hann sameinar því vel
kosti rafmagnsbíls og þaulreynds
tvinnbíls,“ sagði Páll að auki. Ekki
er komið verðið á bílnum en þar
sem CO2 gildi hans er aðeins 29 gr
á hvern ekinn kílómetra má búast
við að hann verði á góðu verði líkt
og aðrir bílar í þessum flokki.
Forkynning á Toyota RAV4
PHEV á Kvartmílubrautinni
Hin 306 hestafla tengiltvinnútgáfa RAV 4 er á landinu í nokkra daga og blaðamanni
Fréttablaðsins gafst færi á að prófa gripinn á hringakstursbrautinni í Kapelluhrauni.
Ný rannsókn frá IAM í Bret-landi gefur til kynna að upplýsingaskjáir nýjustu
bílanna geti haft mikil áhrif á við-
bragðstíma ökumanna. Í sumum
tilfellum er viðbragstími ökumanna
svo slæmur að hann er verri en hjá
einhverjum sem er undir áhrifum
brennivíns eða kannabis.
Upplýsingaskjáir nýrra bíla verða
sífellt fullkomnari með hverju ári.
Þaðan er nú hægt að stjórna flestu
er við kemur stjórntækjum bíls-
ins, allt frá hljómtækjum og loft-
kælingu, auk þess að fylgjast með
ástandi bílsins. Þar má líka setja
inn leiðsögukerfi og stilla ljós eða
öryggisbúnað svo eitthvað sé nefnt.
Þetta hefur auðveldað bílafram-
leiðendum að bæta við búnað bíla
sinna án þess að verðið rjúki upp, en
sumum gengur betur en öðrum að
gera þá skilvirka og einfalda.
Stöðvunarvegalengd eykst
Samkvæmt nýrri rannsókn frá
IAM RoadSmart, sem er stærsta
einkarekna rannsóknarstofa Bret-
lands í umferðaröryggismálum, er
þó ekki allt sem sýnist varðandi
notkun slíkra kerfa. Meðal þess sem
niðurstöðurnar sýndu fram á var að
stöðvunarvegalengd gat aukist um
4-5 bíllengdir þegar ökumaður var
að nota upplýsingaskjáinn. Einnig
sýndi rannsóknin að sumir öku-
menn tóka augun af veginum í allt
að 16 sekúndur við að nota skjáinn,
en á 110 km hraða er það hálfur
kílómetri. Það eru verri niðurstöður
en sést hafa í sambærilegum rann-
sóknum á fólki sem sendir texta-
skilaboð undir stýri. Samkvæmt
rannsóknarstjóra IAM, Neil Greig,
er athyglisleysi ökumanns þáttur í
um þriðjungi bílslysa. „Fyrri rann-
sóknir benda til þess að notkun
Apple CarPlay og Android Auto
sé skárri kostur en hefðbundin
stjórntæki við akstur. Þessi rann-
sókn sýnir að hafa þarf áhyggjur
af notkun nýjustu upplýsinga-
kerfanna sem taka mikla athygli
frá ökumönnum.“ Kallar hann eftir
því að yfirvöld og bílaiðnaðurinn
rannsaki þetta betur og þrói staðla
sem einfaldi notkun þeirra.
Mun verri viðbragðstími
Í rannsókninni þurftu ökumenn
að keyra bíl eftir þremur leiðum
þrisvar sinnum. Fyrst án nokkurrar
truflunar, síðan aðeins með því að
nota raddskipun og loks með því að
nota snertiskjáinn á meðan á akstri
stóð. Ekki þarf að koma á óvart að
ökumönnunum gekk verst að halda
athyglinni á meðan snertiskjárinn
var notaður. Gekk ökumönnunum
illa að halda réttri vegalengd í næsta
ökutæki, brugðust seinna við hættu
og fóru frekar út fyrir akrein sína.
Það sem þótti koma verst út var við-
bragðstíminn sem var meiri en hjá
notanda kannabis, og allt að fimm
sinnum meiri en hjá einhverjum
sem var við mörk áfengisinnihalds
í blóði ökumanns. Niðurstöðurnar
sýndu fram á að ökumenn eru lík-
legri til að nota snertiskjáinn frekar
en raddstýringu við almennan
akstur.
Eru upplýsingaskjáir hættulegri en brennivín undir stýri?
Kynningarakstur á nýjum Toyota RAV4 PHEV fór fram á Kvartmílubrautinni í gær. MYND/ NJÁLL GUNNLAUGSSON
Það getur tekið á einbeitinguna að nota upplýsingaskjái nýrra bíla og sumir
eru flóknari en aðrir. MYND/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
MEÐAL ÞESS SEM
NIÐURSTÖÐURNAR
SÝNDU FRAM Á VAR AÐ STÖÐV-
UNARVEGALENGD GAT AUKIST
UM 4-5 BÍLLENGDIR ÞEGAR
ÖKUMAÐUR VAR AÐ NOTA
UPPLÝSINGASKJÁINN.
TOYOTA RAV4 PHEV
ER 306 HESTÖFL OG
AÐEINS 6,2 SEKÚNDUR Í HUNDR-
AÐIÐ OG ÞVÍ FLJÓTUR AF STAÐ.
HANN VERÐUR Á DAGSKRÁ
BÍLAÞÁTTARINS BÍLALÍF Á
HRINGBRAUT NÆSTKOMANDI
MÁNUDAGSKVÖLD.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
2 6 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð