Fréttablaðið - 26.03.2020, Page 30

Fréttablaðið - 26.03.2020, Page 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞAÐ ER EKKERT ENDILEGA GOTT AÐ TVEIR SÉU AÐ SMAKKA ÚR SAMA BOLLA. Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Í Gerðaskóla verða um 250 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugsamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, ánægja, árangur. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Við leitum að einstaklingum með kennsluréttindi í grunnskóla sem eru metnaðarfullir, góðir í mannlegum samskiptum, eru sveigjanlegir og til- búnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. Umsóknarfrestur er til 7. apríl og skulu umsóknir berast á netfangið eva@gerdaskoli.is Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050 Lausar eru eftirfarandi stöður: Umsjónarkennari á yngsta stigi/miðstigi Heimilisfræðikennari Tölvu/tæknikennari Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS FLOTT FÖT FYRIR FLOTTAR KONUR Aðalheiður Héðins­dóttir, kaffimeistari K a f f it á rs, er ein þeirra sem hefur f lúið undan kóróna­v e i r u n n i m e ð vinnuna heim til sín. Þetta fól í sér aðeins meira en að loka bara fartölvunni og færa sig milli póst­ númera þar sem smökkunarher­ bergi Kaffitárs er í raun komið frá Keflavík heim í eldhúsið hennar í Garðabænum. „Hingað til hefur þetta verið brennt suður í Kef lavík í litlum prufubrennsluofni þar sem ég og brennslumeistarinn höfum svo verið að smakka,“ segir Aðalheiður sem fleiri þekkja ef til vill sem Allý í Kaffitári. „Við fáum prufur til landsins af kaffi sem við erum að íhuga að kaupa. Bara 200 grömm eða eitt­ hvað pínulítið,“ segir Addý um kaffið sem hún er að smakka og er hingað komið frá Gvatemala. „Þegar við smökkum erum við með hvort með sína skeiðina ofan í sama bollanum og þótt maður skoli skeiðina á milli í vatni þá er auðvitað smithætta. Það er ekk­ ert endilega gott að tveir séu að smakka úr sama bolla, þannig að það er nú búið að breyta því,“ segir kaffimeistari og stofnandi Kaffitárs sem blindsmakkar nú nýjar baunir frá Gvatemala heima hjá sér. Sóttvarðir brennslustjórar „Ragnheiður brennslumeistari gegnir svo mikilvægu hlutverki og til þess að hún yrði síður veik ákvað ég bara að ég myndi ekkert fara suður í Keflavík. Þannig að hún brennir prufurnar, sendir mér þær og ég smakka bara hérna heima.“ Mikilvægi brennslumeistar­ anna verður seint ofmetið þar sem óbrennt kaffi er, eins og allt kaffi­ fólk veit, nánast pólitískur ómögu­ leiki. „Brennslumeistararnir okkar eru tveir og þau vinna hvort á sínum staðnum. Ef þau myndu bæði veikj­ ast þá væri enginn til að brenna kaffið. Ég held að landinn væri nú ekki ánægður með það.“ Finnst þér kaffið gott? „Við smökkum blindandi vegna þess að ef maður veit hvaðan kaffið kemur, til dæmis frá frægum bónda, þá hefur maður tilhneigingu til að finnast það betra,“ svarar Allý þegar hún er spurð um tilgang blind­ smökkunar. „Mannskepnan er bara þannig að ef hún heldur að eitthvað sé gott þá finnst henni það gott. Þess vegna smökkum við alltaf blindandi þannig að við vitum ekki hvað við erum að smakka,“ segir Allý og á flækjustiginu má ljóst vera að kaffi­ smökkun lýtur sömu lögmálum og gilda um eðalvín og þrúgur. Hún segir fyrstu grundvallarspurning­ una sem smakkarinn þurfi að svara einfaldlega vera hvort honum þyki kaffið gott? „Myndi maður vilja kaupa þetta?“ Kaffiborð fyrir báru Kórónaveiran hefur sett öll sam­ félög úr lagi og taktur tilverunnar er hægur og drungalegur. Skortur er meðal þess sem fólk óttast mjög en Allý telur íslenska kaffifíkla enn sem komið er ekki hafa neitt að ótt­ ast í þeim efnum. „Við höfum alltaf borð fyrir báru og ég er búin að flýta tveimur gámum bara af því að ég veit að þetta gæti dregist,“ segir hún um stöðuna hjá sér. „Við erum alltaf með góðar birgðir og svo erum við náttúrlega svo heppin að vera með tvær kaffibrennslur og hina fyrir norðan þannig að ég held að það komi nú ekki til að það verði kaffi­ skortur.“ Kaffiskortur Þá telur Allý óhjákvæmilegt að ein­ hver samdráttur verði í neyslunni þótt ekki væri nema aðeins fyrir samfélagslega þáttinn sem hefur í raun verið fjarlægður úr jöfnunni í bili. „Ég hugsa að neyslan dragist aðeins saman vegna þess að við erum ekki að halda neinar veislur þar sem verið er að drekka kaffi,“ segir kaffimeistarinn, sem reiknar þó ekki með að hver og einn hægi á drykkjunni. Enda kaffi í eðli sínu drykkur sem virkar jafn vel í ein­ semd og fjölmenni. „Ég er til dæmis búin að hella upp á þrisvar sinnum í dag heima hjá mér en helli bara þú veist alltaf upp á 300 grömm í einu og drekk það allt.“ Hún segist telja að um kaffi gildi sama lögmál og brauð. „Þetta er bara eitthvað svona sem maður þarf alveg á að halda og ég held að flestir kunni vel að meta þessi lífs­ gæði sem flestir geta veitt sér og eru fólgin í góðum kaffibolla.“ toti@frettabladid.is Allý smakkar í kaffisóttkví Kaffi er mörgum ómissandi og mun sem betur fer flæða áfram fram hjá COVID-19. Allý í Kaffitári blindsmakkar til dæmis heima í eldhúsi eftir að hún ákvað að aðskilja brennara og smakkara. Allý í Kaffitári smakkar nýjar tegundir í örygginu heima enda hefur hún verið vöruð við því að COVID-19 geti farið illa með bragðlauka fólks. „Ef ég missi bragðlaukana missi ég ekki bara vinnuna heldur lífsgleðina,“ segir Allý. DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 2 6 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.