Feykir


Feykir - 29.03.2017, Page 13

Feykir - 29.03.2017, Page 13
13/2017 13 www.skagafjordur.is Sumarstörf – Sambýlið á Blönduósi Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir sumarstörf á sambýlinu á Blönduósi laus til umsóknar. Um 3x 100% og 1x 65% störf er að ræða á tímabilinu 15. maí til 30. september eða eftir samkomulagi. Einnig er í Iðju/dagþjónustu laust 1 starf í 100% starfshlutfalli tímabilið 17. júlí til 25. ágúst. Við leitum að einstaklingum sem hafa áhuga á starfa með fötluðu fólki og hafa til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri. Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2017. Sótt er um störfin á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Þar má jafnframt finna allar nánari upplýsingar um störfin og ítarlegri hæfniskröfur. Turid Rós Gunnarsdóttir, forstöðumaður, svarar fyrirspurnum í síma 852 8960 og í netfangið sambyli@felahun.is. Eva María Rúnarsdóttir Veislan verður á Kaffi Krók Eva María Rúnarsdóttir á Sauðárkróki verður fermd þann 4. júní í Sauðárkrókskirkju af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Foreldrar hennar eru Lilja Sigurðardóttir og Rúnar Hjartarson. Hvers vegna valdir þú að fermast? -Vegna þess að ég ætla að staðfesta skírnina mína og ég trúi á Guð. Hefur þú velt trúmálum mikið fyrir þér? -Já stundum geri ég það, sérstaklega eftir fermingarfræðsluna hjá sr. Sigríði. Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið háttað? -Við eigum að mæta í átta messur og erum búin að vera í fermingar- fræðslu hjá sr. Sigríði einu sinni í viku í vetur. Svo erum ég, mamma og pabbi að undirbúa fermingarveisluna saman. Hvar verður veislan haldin? -Hún verður haldin á Kaffi Krók. Er búið að ákveða hvað verður á matseðl- inum? -Já það verða smáréttir og kökur í eftirrétt. Er búið að ákveða fermingarfötin? -Já, við erum búin að því. Hver er óska fermingargjöfin? -Körfuboltabúðir til útlanda og svo fékk ég að gera nýtt herbergi frá mömmu og pabba. Fermingin mín Við óskum FERMINGARBÖRNUM til hamingju með daginn Borgarteigi 5 Sauðárkróki Sími 571 5455 Dominos-deildin í körfubolta Stólarnir komnir í sumarfrí Keflvíkingum tókst hið ömurlega og slógu út lið Tindastóls í úrslitakeppni Dominos- deildarinnar sl. föstudagskvöld. Suðurnesja- piltarnir höfðu unnið fyrstu tvo leiki liðanna og þar á meðal fyrsta leikinn sem var í Síkinu. Má segja að það hafi verið örlagavaldurinn í seríunni. Þriðji leikurinn fór fram sl. miðviku- dag og þar fóru Stólarnir á miklum kostum og unnu stórsigur, 107-80. Sá sigur gaf fyrirheit um að Tindastólsmenn væru komnir á beinu brautina og gætu snúið rimmunni við með sigri í Keflavík sl. föstudagskvöld. Þrátt fyrir frábæran stuðning náðu Stólarnir ekki að fara með sama fítonskraft í fjórða leikinn og það voru því heimamenn í Keflavík sem sigruðu, 83-73, eftir að hafa leitt allan leikinn. En það þýðir ekkert að svekkja sig á þessu. Nú er bara að undirbúa sig vel og koma tvíefldir til leiks næsta vetur. Hér eru nokkrar stemningsmyndir frá því á miðvikudag. /ÓAB Ste ypust öð Skagafjarðar SKAGAFIRÐISkarðseyri 2 Sauðárkróki Sími 453 5581 Leikmenn Tindastóls fagna með Grettismönnum eftir sigurleikinn í Síkinu – allir í stuði. MYNDIR: ÓAB Helgi Viggós hægir á Amin Stevens með Drangeyjarbragði. Loftmynd af þjálfarateymi Keflvíkinga, Frikka og Hirti. Þessir öðlingar búnir að skila af sér keppnisboltanum. Skeggrætt á svölunum í hléi – sennilega eitthvað gáfulegt... Sérfræðikomur í lok apríl 2017 6. OG 7. APRÍL Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir 10. OG 11. APRÍL Haraldur Hauksson almennur skurðlæknir 24. APRÍL Sigurður Albertsson almennur skurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4022. www.hsn.is Borgarflöt 1 Sauðárkróki Sími 455 7176 www.feykir.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.