Feykir


Feykir - 29.03.2017, Qupperneq 14

Feykir - 29.03.2017, Qupperneq 14
14 13/2017 Er mjög spenntur fyrir Drangey Music Festival Áskell Heiðar stendur í stórræðum 10/2016 Það er í ýmis horn að líta hjá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni viðburðarstjóra og „altmulig“- manni á Sauðárkróki en hann mun m.a. standa fyrir tvennum stórtónleikum í sumar, Drangey festival í Skagafirði og Bræðslunni á Borgarfirði eystra. Nýverið var hann ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna sem haldið verður í Reykjavík að ári en hann sá einnig um Landsmótið sem haldið var á Hólum í fyrra. Feykir fékk Heiðar til að segja frá þessum verkefnum og að sjálfsögðu frá fermingu sinni í tilefni 30 ára fermingarafmælis hans sem er nú í ár. VIÐTAL Páll Friðriksson Áskell Heiðar er fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystra og segir hann að fermingar- fræðslan hafi ekki verið mjög flókin í hans tilfelli. „Við vorum tveir í þessum árgangi og fermdust saman, nokkuð nánir og þekktumst vel, því að hinn er föðurbróðir minn, Ásgrímur Ingi Arngrímsson. Presturinn okkar á þessum tíma var full- orðinn maður, afskaplega góður, séra Sverrir Haraldsson, mikill sósíalisti, sem reykti pípu og orti ljóð. Ég er þannig alinn upp við frekar vinsti sinnaða útgáfu af guðsorðinu og fannst merki- legt seinna meir að koma í Skagafjörð þar sem til voru prestar sem voru hægri sinn- aðir. „Ég man svo sem ekki mikið eftir fermingarfræðsl-unni hjá Sverri en man þó að hann var frábær ræðumaður en mjög reglufastur og formlegur í sínum athöfnum, öðru vísi en er víða í dag. Honum hefði aldrei dottið í hug að segja kirkjugestum að standa upp. Það var allt gert með merkja- sendingum og einhverju leyndói. Svo man ég að við drukkum messuvínið úr forláta bikar, það var engin ídýfa eins og nú tíðkast og Sverrir átti það til að vera skjálfhentur sem gat endað með vínblettum í ferm- ingarkirtlunum. En fermingar- dagurinn er í minningunni mjög skemmtilegur, eins og reyndar æskan öll, og núna eru akkúrat 30 ár liðin, 7. júní, síðan við frændurnir fermdust. Þetta var mjög fallegur dagur, hvítasunnudagur, en það var oftast fermt á hvítasunnu Á Borgarfirði því að þá var sauðburði lokið og öllu því nauðsynlegasta sem þurfti að gera og var mikilvægara en fermingin. Við héldum sam- eiginlega veislu, sem liggur kannski beinast við, og við grínuðumst með það að allir sem voru skyldir honum voru eðli málsins samkvæmt, skyldir mér líka, en svo kom móður- fjölskylda mín til viðbótar og færðu honum gjafir líka. Hann kom því betur út úr þessu fjárhagslega en ég,“ segir hann og hlær. En dagurinn var skemmti- legur segir hann og fötin fín. „Ég rak augun í það einhvers staðar að það þætti fínt í dag í Danmörku, að fermast í not- uðum fötum. Það þótti nú ekki merkilegt á þeim tíma sem ég fermdist, menn gerðu það bara. Það var ekkert verið að splæsa í eitthvað nýtt.“ Eftirminni- legasta fermingargjöfin, segir Heiðar, hafi verið sambyggð steríósamstæða með plötuspil- ara og tvöföldu kasettutæki, svakalega fín sem entist honum a.m.k. til tvítugs. Fyrir ferm- ingarpeningana gat hann nurlað saman fyrir leikjatölvu, Commodore 64, sem var stórt skref á þessum tíma. Heimdraganum hleypt Heiðar segir, aðspurður um hvernig skólahaldi hafi verið háttað í þessu litla samfélagi, að

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.