Feykir


Feykir - 29.03.2017, Qupperneq 16

Feykir - 29.03.2017, Qupperneq 16
16 13/2017 erum að vinna með þetta svipað með Drangeyjardæmið. Sveit- irnar gista úti á Reykjum og einhverjir hafa prófað að fara í siglingu með Viggó og Helga Rafni sem er auðvitað ógleymanleg upplifun. Þetta hefur gengið vel og það er mikill spenningur í þessum hópi sem er að koma í sumar. Sumir hafa komið áður eins og Jónas og ritvélarnar sem voru hér fyrsta árið. Mugison höfum við reynt að fá bæði árin á undan þannig að hann veit vel af okkur. Hann hefur komið til okkar austur og veit alveg hvernig svona hátíðir fara fram enda einn af upphafs- mönnum Aldrei fór ég suður. Amabadama hefur komið á Gæruna og einnig á Bræðsluna og vita alveg út í hvað þau eru að fara. Eins er með Emmsjé Gauta. Hann hefur spilað á Króknum og svo eru þau í Contalgen Funeral auðvitað heimamenn, en það er mjög mikilvægt að hafa heimafólk líka á sviðinu. Þetta verður góður hópur og skemmtileg stemning. iPhone eða tvöfalt kassettutæki Svona í lokin og með hliðsjón af því að fermingar nálgast óðfluga er Heiðar spurður að því hvað hann myndi langa í í fermingargjöf ef hann væri að fermast núna. Eftir stutta þögn en mikla íhugun segir hann vandamálið með fermingar- börn í dag vera það að þau eigi alla skapa hluti og hann væri efalaust í vandræðum með að svara þessu ef hann væri að fermast núna. „Miðað við allt sem ég veit núna væri örugg- lega gáfulegast að fá einhverja upplifun í fermingargjöf, ferð um heiminn eða ferð í tungumálaskóla erlendis, eða hljóðfæri, í mínu tilfelli yrði það bassi, það er mitt hljóðfæri. En líklega væri maður að hugsa um eitthvert i-tæki; iPad, iPhone eða alla vega í einverjum raftækjapælingum. Þykist vita það. Það yrði líklega ekki sam- stæða með plötuspilara og tvöföldu kassettutæki! Kannski flottur bluetooth hátalari eða heyrnartól. Þá vitum við það, bassi og bluetooth er málið hjá Heiðari. En líklega hefði verið gert óspart grín að þeim einstakl- ingi sem hefði haldið því fram að ekki þyrfti snúru í hátalara til að í þeim heyrðist þegar Heiðar fermdist 1987. Ekki illa meint samt. Borgaraleg ferming Mismunandi viðhorf unglinga til lífsins Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum á Íslandi sem valkost þeirra sem kjósa aðrar leiðir en kirkjan býður upp á. Á heimasíðu Siðmenntar segir að sá valkostur njóti sífellt meiri vinsælda og standi öllum unglingum til boða. Þar segir einnig að íslenska orðið ferming sé þýðing á latneska orðinu confirmare sem merkir m.a. að styðja og styrkja. „Ungmenni sem fermast borg- aralega eru einmitt studd í því að vera heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu sam- félagi en megintilgangur borg- aralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir til- heyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álitinn mikill kostur,“ segir á sidmennt.is. Fyrstu átta ár borgaralegra ferminga Siðmenntar var fjöldi þeirra sem kusu þá athöfn rokkandi, frá ellefu börnum til þrjátíu. Árið 1997 voru börnin alls 50 en tíu árum síðar komin yfir 100. Nú, 20 árum síðar, er fjöldi þeirra barna sem velja þess konar athafnir, kominn yfir 300. Fermingarathöfnin er hátíð- leg og hápunktur hennar virðu- leg lokaathöfn. Þar eru börnin sjálf í aðalhlutverkinu. Þau koma fram prúðbúin, flytja ávörp, ljóð og sögur, spila á hljóðfæri og dansa svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum fá þau afhent skrautritað skjal til staðfestingar á því að þau hafi lokið fermingarnámskeiðinu. Eftir því sem Feykir kemst næst munu öll fermingarbörn í Húnavatnssýslum fermast kristilegri athöfn en þrjú börn í Skagafirði hafa ákveðið að njóta leiðsagnar Siðmenntar og ferm- ast borgaralega. Feykir hafði samband við þau og forvitnaðist lítið eitt um ákvörðun þeirra. UMSJÓN Páll Friðriksson Soffía Hrafnhildur Rummelhoff Soffía býr á Sauðárkróki, dóttir Erlu Einarsdóttur og Karsten Rummelhoff Af hverju ákvaðst þú að fermast borgaralega? -Ég ákvað að fermast borgaralega af því að ég trúi ekki á Guð. En mig langaði samt að fermast og mér finnst námskeið- in og fræðslan hjá Sið- mennt mjög góð og henta mér rosalega vel. Hvernig veislu ætlar þú að halda? -Það verður veisla fyrir stórfjölskyld- una með heitum réttum og kökum. Hvað langar þig að fá í fermingargjöf? -Ég er búin að fá fermingargjöfina frá mömmu og pabba. Það var iPhone 7+ og ég var mjög ánægð. Svo langar mig í rúm, fataskáp með speglahurð og pening til dæmis. Birta Sylvía Ómarsdóttir Birta Sylvía býr á Sauðárkróki, dóttir Sigrúnar Hrannar Pálmadóttur og Þorgríms Ómars Tavsen Af hverju ákvaðst þú að fermast borgaralega? -Ég ákvað að fermast borgaralega því mér fannst það henta mér betur því að ég er trú- leysingi. Einnig langaði mig að læra að verða heilsteyptur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi. Hvað finnst vinum þínum um það að þú fermist borgaralega? -Sumum vinum mínum finnst það skrítið og öðrum finnst það bara fínt. Hvað fannst þér skemmtilegast við fermingarfræðsl- una? -Mér fannst allt mjög skemmtilegt í fermingar- fræðslunni t.d. hópavinnan, fyrirlestrarnir, rökhugsunin, samkenndin og fordómaleysið. Hvað langar þig að fá í fermingargjöf? Í fermingargjöf langar mig mest í utanlandsferð með fjölskyldunni. Anna Sif Mainka Anna Sif býr í Ásgarði í Viðvíkursveit, dóttir Hlínar C. Mainka Jóhannesdóttur og Sveins Ragnarssonar Af hverju ákvaðst þú að fermast borgaralega? -Mig langaði að ferma mig borgaralega. Þó að ég trúi á æðri mátt þá vil ég ekki binda þessa trú við ákveðin trúarbrögð. Hvernig var fermingar- fræðslan hjá þér? -Ég mætti á tvö helgar- námskeið í Reykjavík, þar sem við ræddum mest um heimspeki og siðfræði. Hvað langar þig að fá í fermingargjöf? -Mest langar mig í ferð til útlanda. Frá athöfn borgaralegar fermingar. MYND: SIÐMENNT

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.