Feykir


Feykir - 29.03.2017, Qupperneq 22

Feykir - 29.03.2017, Qupperneq 22
22 13/2017 Þegar halda á góða veislu Albert í eldhúsinu Albert Eiríksson heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu á Íslandi, alberteldar.com. Auk þess að birta þar uppskriftir skrifar hann um borðsiði, kurteisi og fleira. Albert tók ljúflega í að deila með lesendum einu og öðru sem nýst getur í fermingarundir- búningi og í veislunum sjálfum. Í bernsku minni á Fáskrúðsfirði þóttu mér fermingarveislur hinar bestu samkomur, því að nóg var þar af fjölbreyttu kaffimeðlæti og allir í góðu skapi. Satt best að segja var ég barn sem allar konur elskuðu að gefa að borða, var afskaplega matheill og tók hraustlega til matar míns. Í þá daga var ekki í boði að vera matvandur, enda vissi ég ekki hvað það var. Þegar ég hugsa til baka dáist ég að því hve samtakamátturinn var mikill og hvað fólk var duglegt að aðstoða hvert annað. Þetta átti við hvort sem verið var að byggja hús eða halda fermingar- veislu. Hvernig á að borða snyrtilega í fermingarveislum þar sem oft er þröngt á þingi? Ef um matar- eða kaffiveislu í heimahúsi er að ræða er yfirleitt komið fyrir litlum borðum þar sem má leggja frá sér diska eða glös. Þegar veitingarnar eru eitthvað sem fólk tekur í höndina, er aðalatriðið að standa ekki við borðið og hindra að aðrir komist að (eins og mér hættir til að gera). Sumir taka líka servíettu og raða á hana eins og á disk sem getur stundum átt við, en getur líka verið óþarfi. Oftast er nóg að fá sér einn bita í einu og hleypa öðrum að borðinu – borðið fer ekkert frá okkur. Svo að allt gangi smurt fyrir sig er gott að hafa einhvern sem stjórnar veislunni. Viðkomandi þarf að hafa augu á hverjum fingri og vera óhræddur við að grípa inn í ef eitthvað er. Hann hefur umsjón með myndasýn- ingum, fjöldasöng, mynd- böndum, söng, leikjum og öðru því sem búið að að ákveða og undirbúa. Veitingar Heimagerðar veitingar í ferm- ingarveislum eru alltaf hlýlegar, þó að vissulega sé þægilegast að fá þær sendar heim. Aftur á móti er ekki gaman að taka á móti gestunum með sveittan skallann. Góð skipulagning og undirbúningur er því höfuð- atriði. Fyrst þarf að ákveða hvað á að bjóða upp á. Það er algengur misskilningur að veislan verði betri eftir því sem kaffimeðlætið er fjölbreyttara. Hentugast og best er að hafa fáar tegundir, en góðar! Valið er því mikilvægt. Best er að hafa það sem maður er vanur, er einfalt og klikkar aldrei. Marens brotinn niður í þeyttan rjóma með hinu og þessu brakandi sælgæti og ávöxtum er til dæmis eitthvað sem öllum finnst gott og hver sem er getur útbúið. Það er mikilvægt að muna að hafa ekki bara sætar veitingar, sykur fer illa í suma. Brauðtertur og flatbrauð er alltaf vinsælt kaffimeðlæti. Hrátertur hafa marga kosti, þær geymast vel, fara vel í maga og henta þeim sem eru með t.d. glútenóþol, mjólkur- og eggjaofnæmi. Það sama á við um drykki í veislunni. Ef á að bjóða upp á gos (sem þarf svo sem ekki), er best er að velja eina gostegund sem flestum líkar og auk þess sódavatn. Við undirbúning fermingar- veislunnar fá margir aðstoð frá vinum og vandamönnum og þá er best að ákveða réttina eða terturnar í samráði við þá, helst eitthvað sem maður hefur prófað hjá þeim og veit að er ljúffengt. Mikilvægt er að það komi fram í veislunni hverjir hjálpuðu til, svo að maður eigni sér ekki allan heiðurinn sjálfur. Ef prófa á eitthvað nýtt, er nauðsynlegt að hafa gert prufu, svo að ekkert geti farið úrskeið- is. Verða fermingarbörnin að halda ræðu, bjóða fólk velkomið og bjóða því að gjöra svo vel? Ef fermingarbarnið vill það ekki á ekki að neyða það til þess. Við sem erum fullorðin viljum ekki láta neyða okkur til að gera hluti sem okkur langar ekkert til. Hins vegar er hér gullið tækifæri til að prófa að vera „fullorðins“, taka til dæmis fallega á móti gestum þegar þeir koma. Þegar allir eru komnir, er mjög þakklátt ef fermingar- barnið stendur upp, þakkar gestum fyrir að gleðjast með sér og býður fólki að gjöra svo vel. Munið bara að tala hátt og skýrt svo gömlu frænkurnar heyri hvert atkvæði. Eins er flott að fermingarbarnið sé sýnilegt í veislunni, gangi á milli gesta og UMSJÓN Fríða Eyjólfsdóttir stólum, hvað er hægt að gera annað en að borða, drekka og fara svo heim. Þá koma söngur eða leikir, sem allir geta tekið þátt í, sterklega til greina. Gjafir Það er aldrei háttvísi að ætlast til gjafa, hvert sem tilefnið er. Fermingarbarn getur skrifað óskalista, en ekki er smekklegt að láta hann fylgja boðinu. Foreldrarnir þekkja best áhuga- málin og vita oftast nokkurn veginn hvað barnið vanhagar um og geta komið því áleiðis, ef upplýsinga er óskað. Ekki er þó við hæfi að nefna mjög dýra hluti. Samt sem áður er ljóst að spjalli smávegis. Það er sennilega erfiðasti hlutinn fyrir suma, en þá er gott að vera búinn að fara í gegnum umræðuefni fyrirfram, oftast þarf bara eina setningu eða spurningu til að brjóta ísinn (langt síðan ég hef séð ykkur, - hvernig erum við aftur skyld?, - hvernig hafið þið það? o.s.frv.) og þá eru gestirnir fljótir að taka við sér og leiða samtalið. Í lokin er svo mikilvægt að vera til taks til að kveðja og þakka fyrir komuna. Þetta er allt hægt að æfa í undirbúningnum. Það er einmitt frábært ef fermingar- barnið tekur fullan þátt í skipulagningu og undirbúningi, hefur til dæmis áhrif á það hvaða veitingar eru á boð- Hellt í bolla. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.