Feykir


Feykir - 29.03.2017, Page 23

Feykir - 29.03.2017, Page 23
13/2017 23 Góðir veislustjórar geta verið gulls ígildi. Saga Garðarsdóttir veislustjóri í brúðkaupsveislu þeirra Bergþórs Pálssonar og Alberts. MYND: HELENA hefð er fyrir gjöfum til ferm- ingarbarna og því þarf að hafa ákveðinn stað tilbúinn fyrir gjafir sem berast. Þá þarf að gæta þess að kortið verði ekki viðskila við pakkann eða gjöfina þegar búið er að taka hana upp. Það auðveldar manni að muna hver kom með hvað og þannig verður meira gaman að þakka fyrir þá hugulsemi sem er á bak við hverja gjöf. Smekksatriði er hvort opna beri gjafir í boðinu sjálfu. Oft snýst það upp í vandræðalegan samanburð. Hugsum okkur að upp komi sú staða, að Nína frænka hafi komið með dansk- íslenska orðabók, en Rósa frænka í hina ættina kom með alveg eins, en hún kom bara líka með íslensk-danska orðabók. Þetta verður neyðarlegt, ef gjafirnar eru teknar upp fyrir framan alla. Allra hallæris- legast er að rétta gjafirnar upp og segja: Þetta er frá Palla frænda og Hermínu! Munum að það er ekki stærð eða verð- mæti gjafarinnar, sem skiptir máli, heldur góður hugur sem býr að baki. Ein hugmynd frá Noregi er að gjafirnar séu opnaðar á gjafaborðinu og kortið sett undir viðkomandi gjöf. Þannig geta gestir skoðað gjafirnar áður en þeir fara, án þess að þeir viti hver gaf hvað. Eftir ferminguna Góður siður er að senda kveðju á netinu til að þakka fyrir gjafir, skeyti eða kveðjur, gjarnan með mynd af sér sem var tekin á fermingardaginn. Það getur verið t.d. á þessa leið: „Elsku Sigurbjörg og Atli! Bestu þakkir fyrir komuna í ferm- ingarveisluna mína. Bókin á eftir að koma sér rosalega vel. Takk fyrir hugulsemina. Kveðjur í bæinn frá okkur öllum. Finnur Sveinsson”. Einnig mætti benda á myndir úr veislunni á heima-síðu. En eins og áður er nefnt er samt best að það sé orðað á persónulegan hátt og kannski í samræmi við húmor viðkom- andi. Ef peningagjöf hefur borist, er skemmtilegt að tilgreina hvernig hún verður notuð. Umstangið og veislan eru ekki sjálfsagður hlutur og þakklæti skal vera manni ofar- lega í huga, en festum okkur vel í minni að reyna að halda lífsregluna þá bestu sem felst í fermingarheitinu. Góða skemmtun! Þokkalega. Það er fínt að bjóða nokkrum frænkum í kaffi til að bragða á prufubakkelsinu þegar prófa á eitthvað nýtt. MYND: ÚR EINKASAFNI Við sjáum um veisluna FALLEGAR OG GÓMSÆTAR FERMINGARTERTUR Á FRÁBÆRU VERÐI! 30 manns BÓKARTERTA kr. 18.300 18 hringir f. 45-50 manns KRANSAKAKA (ófyllt) kr. 21.500 30 manns SÚKKULAÐIKAKA kr. 18.300 20 manns MARENGSTERTA kr. 12.200 Gerum hvað sem ykkur dettur í hug! T.d. sykurmassa Ýmislegt fleira gott og girnilegt í fermingarveisluna Hafðu samband í s: 455 5000, bakaripanta@gmail.com - Sauðárkróksbakarí, Aðalgötu 5, SKR. Allt eftir þínum óskum: Heitir réttir, snittur, smáréttir, brauð og pestó, tertur af öllu tagi, risa kleinuhringir o.fl. FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.