Feykir - 29.03.2017, Síða 24
24 13/2017
Heilir og sælir lesendur góðir.
Við sem fögnum birtunni og gleðjumst
við hvert hænufet sem nálgast vorið getum
glaðst yfir þessum fallegu vísum Kristins
Bjarnasonar frá Ási í Vatnsdal sem munu
ortar vorið 1916.
Vetrar líður stundin stríð
stormur hríða þagnar.
Sunnan þíðu sólskins blíð
sumartíðin fagnar.
Fram um hæðir allt er autt
álar þræða drögin.
Vonir fæða, og verma snautt
vorsins æðaslögin.
Ein hringhenda kemur hér í viðbót eftir
Kristin og mun hún ort er hann var stadd-
ur í Reykjavík.
Heyrast orgin alls staðar
út um torg og stræti,
gjörvöll borgin bergmálar
bæði sorg og kæti.
Sá kunni rithöfundur og vísnasmiður á
Akureyri, Hjörtur Gíslason, hugsar einnig
til vorsins í næstu vísu.
Eftir vetrar veðrin hörð
vakna blóm úr dvala.
Máríuerlur messugjörð
mér í eyra hjala.
Þá skal upplýst að undirritaður hefur mikið
dálæti á næstu hringhendu sem einnig er
eftir Hjört.
Ekki er vandi að yrkja ljóð
eða blanda geði,
þegar landi og fögur fljóð
fylla andann gleði.
Þá er til þess að taka, góðu vinir og
velunnarar þessa þáttar, að talsverð
tímamót verða nú í ævi hans um það leyti
sem þið fáið þetta blað í hendur. Þrjátíu
ár eru nú liðin, 1. apríl 2017, síðan fyrsti
vísnaþáttur sem undirritaður setti saman
fyrir Feyki, birtist í blaðinu. Hefur þetta
starf yfirleitt verið mér til gleði, þrátt fyrir
að stundum hafi ég staðið á tæpasta vaði
með að skila inn efninu á réttum tíma.
Aldrei á þessum 30 ára ferli minnist ég þess
að hafa fengið verulegar aðfinnslur eða
kvartanir utan einu sinni, sem ég fékk bréf
sem innihélt ádeilu á þáttinn vegna þess að
ekki væri birt allt sem bréfritari hafði sent
þættinum. Höfðu reyndar í marga mánuði
þar á undan verið birtar vísur eftir þennan
aðila í flestum þáttum blaðsins.
Þrátt fyrir að óþarft sé að halda til haga
slíkum málflutningi, er þetta leiðindabréf
enn geymt í mínu drasli ef einhverjum
dytti í hug að vilja sjá það.
Á þessum tímamótum langar mig til
að þakka þeim fjölmörgu sem veitt hafa
þessari starfsemi stuðning og lagt til efni í
þáttinn og verndað hann á vissan hátt.
Vísnaþáttur 685 Ég er enn sömu skoðunar og ég var fyrir 30 árum síðan að mikil auðlegð felist
í afurðum þessara snillinga sem yrkja
oft auðlærðar vísur. Reyndar, eftir 30
ára líftíma á ævi okkar sem enn drögum
andann, er ekki hægt fyrir mig að yfirgefa
þá hugsun að þeir sem bestir voru við að
hjálpa mér við að halda þættinum lifandi
á fyrstu árum hans eru nú því miður allir
fallnir frá. Veit ekki hvort rétt er að fara
að nafngreina þá nú enda verður upptaln-
ingin trúlega endalaus.
Betra væri að höfða til ykkar, sem
enn eruð í fullu fjöri, og sjá blaðið Feyki
kannski í hverri viku, um að halda til haga
efni sem þið kunnið að hafa aðgang að og
birta mætti í þættinum.
Vegna þessara tímamóta langar mig nú
til að birta nokkrar vísur sem birtust í fyrsta
þættinum, 1. apríl 1987. Eins og margir
vita, að minnsta kosti Skagfirðingar, var
sú góða samkoma sem kölluð hefur verið
Sæluvika, haldin með öðru sniði en er nú
í dag. Var sú dagskrá sem henni tilheyrði
flutt á Sauðárkróki og voru það mörgum
gleðimönnum ómissandi dagar og nætur.
Það er hinn kunni hagyrðingur og
ferðagarpur, Hallgrímur Jónasson, sem
er höfundur að eftirfarandi vísu sem, eins
og áður segir, birtist í Feyki 1. apríl 1987, en
þá var, eftir því sem mig minnir, Sæluvika
ný afstaðin.
Ekkert hik á öllu kvik
yfir lykur glaumur.
Sjafnarblik á sumum ryk
Sæluvikudraumur.
Ekki er líklegt að slík hátíðahöld hafi
nokkurn tímann farið fram hjá hinum
snjalla vísnasmið og Sauðárkróksbúa,
Friðriki Hansen, sem mun vera höfundur
að þessari. Snjöll hringhenda þar á ferð.
Minnkar kvik á mönnum hér
mærðar hnikast rómur.
Sæluvikan enduð er
ástarbikar tómur.
Kári Jónsson frá Valadal var einn af
mörgum sem hélt mikið upp á hátíðarhöld
Sæluvikunnar. Hann mun einhverju sinni
hafa ort svo er hann var staddur á loka-
kvöldi Sæluviku.
Á Bakkus ekki bilar trúin
bjartur máni á himni skín.
Sæluvikan senn er búin
saman drekkum brennivín.
Endurtek þakklæti mitt til ykkar lesendur
góðir sem hafið hjálpað mér til að gera
þetta mögulegt og bið ykkur að vera sæl að
sinni.
Veriði þar með sæl að sinni.
/ Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is
Þar sem ég er vanur að verða
við óskum Önnu Scheving
ætla ég að reyna að feta í
spor hennar. Ég get ekki gert
eins og hún og talið fram
búsetu allt í kringum landið
þar sem ég hef alltaf búið
hér í héraðinu og aðeins
dvalið einn vetur annars
staðar vegna náms.
Ég var reyndar mjög heimaalið
barn því þegar ég, níu ára
gamall, 1. nóvember 1970,
mætti í fyrsta sinn í skóla í
Ásbyrgi Laugarbakka hafði ég
aldrei verið nótt að heiman
og reyndar mjög lítið komið út
fyrir Vatnsnesið. Þennan vetur
skiptust yngri og eldri deild
(það sem nú væri annars
vegar 4. og 5. bekkur og
hins vegar 6. og 7. bekkur) á
um að vera í skólanum tvær
vikur í senn en 1. bekkur
unglingadeildar (8. bekkur
nú) alltaf, allir í heimavist.
Næsta vetur var einum bekk
bætt ofan við og farið heim
um hverja helgi. Næstu vetur
var smám saman 2. og 3.
bekk bætt við og tvísetningu
hætt því nú var nýbygging
Laugarbakkaskóla tekin í
notkun, áfram varð þó að
kenna nokkrum bekkjum
í Ásbyrgi. Vegna fjölgunar
nemenda var nú farið að keyra
hluta þeirra daglega og fór ég
því síðasta veturinn tvisvar á
dag nánast yfir skólalóðina
á Hvammstanga. Að loknu
námi á Laugarbakka fór ég
í Reykjaskóla þar sem ég
þreytti síðasta landsprófið
og auk þess einn vetur í
framhaldsdeild. Tveimur árum
síðar fór ég í bændadeildina
á Hvanneyri og hengslaðist
síðan við búskap á annan
áratug. Eftir að hafa misst
fjárhúsin og helming fjárins í
snjóflóði, árið 1995, brá ég
búi og flutti til Hvammstanga.
Ég var fyrst sendur á eftir
fénu í sláturhúsið þar sem ég
vann meðan ég þoldi slíkt.
Nú hef ég unnið í þrettán
ár á Bókasafni Húnaþings
vestra og uni mér vel innan
um bækurnar, get því gert
orð Kristjáns frá Gilhaga að
mínum:
Í rollur var ríkust mín þráin,
mér reynist sú hvöt nú dáin.
Ég fæddist í sveit
og í fyrstu ég leit
kýrrassa eins og Káinn.
Nú forsendum fylgi ég gefnum
og fagna því nýjum stefnum.
Við tölvuna sit
með flókin forrit
og þvælist á Veraldarvefnum.
- - - - - -
Ég skora á Ómar Eyjólfsson
á Hvammstanga að rita
pistil í Feyki.
Guðmundur Jónsson Hvammstanga
Sendur á eftir fénu í sláturhúsið
ÁSKORENDAPENNINN
UMSJÓN palli@feykir.is
30
ára