Feykir


Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 1

Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 1
18 TBL 10. maí 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–8 BLS. 5 Helga Kristín Gestsdóttir, brottfluttur Blönduósingur, svarar Rabb-a-babbi Ætlaði að verða hárgreiðslukona BLS. 4 Myndasyrpa frá Sæluviku Skagfirðinga og umfjöllun um Vísnakeppni Safnahússins Nú Sælan liðin er Salbjörg Ragna frá Borðeyri er íþróttagarpur vikunnar Íslands- og bikar- meistari með tveimur liðum Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans, frú Eliza Reid, sóttu Skagfirðinga heim í tilefni af Sæluviku sem lauk formlega um síðustu helgi. Forsetahjónin þáðu hádegisverð í boði sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar á Hótel Tindastóli, sóttu opið hús í Árskóla á Sauðárkróki, skoðuðu myndlistarsýningu í Gúttó og heilsuðu upp á bændur á Syðra-Skörðugili og Syðri-Hofdölum. Að kvöldi laugardags sóttu forseta- hjónin tónleika Karlakórsins Heimis í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð en þar var einnig haldið afmælishóf daginn eftir er Sögufélag Skagfirðinga fagnaði 80 ára afmæli og Héraðs- skjalasafn Skagfirðinga 70 ára afmæli með málþingi. Þar ávarpaði forseti gesti og setti þingið í kjölfarið. „Skál‘ og syngja, Skagfirðingar, er oft kyrjað. Skrá og skrifa, Skagfirðingar, mætti líka syngja; þvílíkur er dugnað- urinn í sagnariturum héraðsins,“ segir Guðni á fésbókarsíðu forsetans og hefur orð á því að gaman hafi verið að taka þátt í Sæluviku. Frá Skagafirði til Noregs „Á laugardeginum fengum við að fylgjast með sauðburði á Syðri Hofdölum og héldum í útreiðartúr með fólkinu á Syðra Skörðugili, fórum nú bara fetið yfirleitt enda lítt vön hestamennsku en það var engu að síður indælt. Um kvöldið sátum við Eliza svo tónleika Karlakórsins Heimis í Miðgarði. Við litum líka við í Árskóla á Sauðárkróki, kíktum á listsýningu í Gúttó og gengum um Vesturfarasetrið á Hofsósi, fengum góðan mat í Jarlsstofu á Hótel Tindastóli og Hótel Varmahlíð, að ekki sé minnst á Hofsstaði þar sem við gistum. Alls staðar nutum við hlýhugar og gestrisni heimafólks og þökkum kærlega fyrir okkur. Í þessari ferð kynntumst við íslensku samfélagi eins og það getur best verið.“ Frá Sæluviku Skagfirðinga liggur leið forsetahjónanna til Noregs, í áttræðis- afmæli konungshjónanna Haraldar og Sonju. /PF Forsetahjónin fyrir utan Hótel Tindastól ásamt prúðbúnum skagfirskum konum MYND: FORSETI.IS Forsetahjón á Sæluviku Ánægð með ferð sína í Skagafjörðinn Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú færð MÚMÍN bollana hjá okkur!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.