Feykir


Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 4

Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 4
M I N N I N G Rumba í lok mánaðarins Veðurklúbburinn á Dalbæ Þriðjudaginn 2. maí 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og voru fundarmenn ellefu talsins. Fundinum lauk kl. 14:25. Farið var yfir spágildi veðurspár fyrir aprílmánuð og voru fundarmenn sammála um að þar hefði vel tekist til. Tunglið sem kviknaði 26. apríl kl. 12:16 í suðaustri er ríkjandi fyrir veðurfar í maí- mánuði og bendir allt til þess að veður í maí verði gott. Svolítið breytilegt en verri veðurkaflar standa mjög stutt. Reikna má með smá rumbu alveg í lok mánaðarins. Fundarmenn segja að ríkj- andi vindáttir muni verða norðan og norðvestan og hita- stig viðunandi og benda á gamla veðurvísbendingu sem segir að eins og viðri á tveggja postula messu, sem var 1. maí, héldu þeir gömlu að viðraði á fjórða í hvítasunnu. Veðurvísa apríl og maí Í apríl sumrar aftur þá ómar söngur nýr. Í maí flytur fólkið og fuglinn hreiður býr. /PF Fallinn er frá góður drengur, Björn Ottósson, Baddi. Kynnin hófust fyrir 37 árum á körfubolta- vellinum. Baddi var fjallmyndarlegur maður, hávaxinn og hraustmenni. Hann var þekktur í körfuboltanum fyrir sín frægu sveifluskot sem vonlaust var að verjast. Björn var sérlega dagfars- prúður maður og brosið hans vitnaði um gott skop- skyn. Á haustdögum 1981 stofnuðu nokkrir ungir menn körfuboltafélagið Molduxa, Baddi var einn af þeim. Á vellinum fannst okkur hann á stundum full hæverskur og ekki nýtti hann sér líkamsburði sína gegn okkur, prúðmennskan var honum í blóð borin. Molduxarnir voru og eru félagsskapur gleðimanna og þar fann Baddi sig vel, hann hafði kannski ekki hæst, en hann var skemmtilegur fé- lagi og nærvera hans var alltaf hlý og notaleg. Á fyrsta starfsári félagsins fórum við til Siglufjarðar og skoruð- um á heimamenn í blaki, körfubolta og reiptogi. Þar var Björn betri en enginn og skipaði sitt rúm vel. Við það tækifæri létum við taka af okkur ljósmynd til að senda á undan okkur og í grínkasti röðuðum við fyrir framan okkur nokkrum verðlauna- gripum U.M.F. Tindastóls svo Siglfirðingar sæju hvers konar afreksmenn væru væntanlegir. Á myndinni stendur Baddi glettinn á svip við hlið Óttars bakara, svei mér ef ljósmyndarinn Stefán Pedersen glotti ekki út í ann- að við tökuna. Einn kaffi- brúsi var hafður með á myndinni til að undirstrika alvöru málsins. Björn hafði umfram okkur þekkingu á íþróttinni og ekki kom á óvart að hann skyldi vera fenginn til að segja unglingum til í þeirri göfugu íþrótt körfubolta. Hann var enginn ný- græðingur í íþróttinni þegar hann gekk til liðs við Uxana. Björn var í fyrstu liðunum sem kepptu fyrir hönd Tindastóls í körfubolta. Í ársskýrslu U.M.F. Tindastóls fyrir árið 1968 kemur fram að Björn Ottósson hafi spilað 9 leiki fyrir félagið og í þeim fékk hann aðeins dæmdar á sig 5 villur alls. Á síðasta Molduxamóti hitti ég Badda í íþróttahús- inu og við tókum spjall saman. Ákváðum við síðan, gömlu stofnendurnir að ganga saman inn í salinn og horfa á guttana spila. Gott er að eiga þá minningu. Mest höfðum við saman að sælda við Badda í íþróttahúsinu þar sem hann var lengi húsvörður. Í því starfi birtust mannkostir hans. Framkoma hans, bæði við börn og fullorðna, var einstök, engin vandamál eða vesen, bara þjónusta og góðvild. Fyrir það og allar samverustundir þökkum við Uxar af heilum hug. Það er reglulega sorglegt að Baddi skyldi ekki fá að njóta efri áranna með sínu fólki. Það átti hann, eins og aðrir, sannanlega skilið. Sigríði og fjölskyldunni sendum við samúðarkveðjur. Fyrir hönd Molduxanna, Ágúst Guðmundsson Björn Ottósson Fæddur 19. nóvember 1947 – Dáinn 26. apríl 2017 Hvernig nemandi varstu? Ég held að ég hafi verið yfirveguð og samviskusöm. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Ég man mest hvað ég var hamingjusöm og naut þess að fylla heimilið af gestum. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Að sjálfsögðu hárgreiðslukona. Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Barbie-dótið mitt. Besti ilmurinn? Nýbakað brauð. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég var ballöðusjúk, hlustaði t.d. á Celine Dion, Whitney Houston og Mariah Carey. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Klárlega Simply the Best með Tinu Turner. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Er alveg hrikalega léleg í sjónvarpsglápi en íslenskir landsleikir af ýmsu tagi fara bara helst ekki framhjá mér. Besta bíómyndin? Dirty Dancing, því ég fæ nostalgíukast í hvert sinn sem ég horfi á hana. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Það hreyfir mest við mér að horfa á mín eigin börn keppa í íþróttum. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Er nú ekki mikil samkeppni en að skipuleggja hin ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Helga Kristín Gestsdóttir. ÁRGANGUR: 1981. FJÖLSKYLDUHAGIR: Á fjögur börn; Gest Mána 12 ára, Hafþór Inga 7 ára, Hildi Margréti 5 ára og Sigurstein Helga 3 ára. Svo kærasta sem býr í Sviss. BÚSETA: Reykjavík. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALIN: Ég er dóttir Ragnhildar Helgadóttur og Gests Þórarinssonar. Ég var svo heppin að vera alin upp á Blönduósi. STARF/NÁM: BSc í iðjuþjálfunarfræði frá Háskólanum á Akur- eyri. Starfa á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins en þar sækja börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra greiningu og ráðgjöf vegna þroskafrávika. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Spennandi ferðalög út fyrir landsteinana Helga Kristín ýmsu svið daglegs lífs er mitt sérsvið og nauðsynlegt á barnmörgu heimili. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Marensinn minn klikkar ekki. Hættulegasta helgarnammið? Rjómasúkkulaði með karmellukurli og sjávarsalti. Hvernig er eggið best? Linsoðið með salti. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Frestunaráráttan – en ég vinn bara svooo vel undir pressu! Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki og það að sjá alltaf neikvæðu hliðina á hlutunum. Uppáhalds málsháttur eða til- vitnun? Mistök eru sönnun þess að þú ert að reyna. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég man eftir mér að flytja að heiman dragandi dótaskúffuna á eftir mér. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Ég elska Tomma og Jenna og get alltaf hlegið af þeim. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Celine Dion – ég væri svo sannarlega til að syngja á einum tónleikum sem hún. Hver er uppáhalds bókin þín? Ég er alltaf með bók á náttborðinu og hef unun af að lesa mér til afþreyingar en akkurat núna kemur engin ein bók upp í hugann. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Dísus. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Fyrir mig sem fyrirmynd þá er það klárlega Vigdís Finnbogadóttir en það er ekki hægt að líta framhjá að Mark Zuckerberg hefur haft stórvægileg áhrif á að minnka heiminn! Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi fara að hitta pabba, sem er látinn, til að gefa honum eitt knús, segja honum það sem ég átti eftir að segja og kveðja hann almennilega. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Átt þú þau öll? (börnin) Framlenging: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu.... myndi millilenda í Sviss að sækja kærastann og fara til Balí. Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Get ekki valið þrjá þar sem ég á 4 börn. Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Verða hundaeigandi, upplifa ömmuhlut- verkið og heimsækja Balí. 4 18/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.