Feykir


Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 11

Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Flóki, Kristinn, Fjalar og Bolli. Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hvernig heldur þú að Svölu gangi í Júróvísion? Spurt í Árskóla UMSJÓN palli@feykir.is „Ég held að hún eigi eftir að rúlla þessu upp.“ Diljá Ægisdóttir Finna skal karlmannsnafn úr hverri línu. Svör neðst á síðunni. Ótrúlegt en kannski satt... Strandveiðar á Íslandi eru háðar sérstöku leyfi Fiskistofu sem gefið er út til leyfisumsækjanda uppfylli hann skilyrði útgáfu strandveiðileyfis. Strandveiðileyfin eru bundin við tiltekin landsvæði og er heimilt að veiða á handfæri allt að 9.200 lestir af óslægðum botnfiski á þessu ári. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er bannað að veiða fisk á úlfaldabaki í Idaho í Bandaríkjunum. Mexíkanskt lasagna, sósa og salat MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN frida@feykir.is Jenný og Arnar fluttu frá Njarðvík á Hvammstanga í október í fyrra ásamt tveimur börnum sínum, öðru í leikskóla og hinu í 5. bekk, og sjá ekki eftir því. Jenný tók við starfi sviðsstjóra á fjölskyldusviði í Húnaþingi vestra, Og Arnar er stuðningsfulltrúi í grunnskólanum. „Lífið á Hvammstanga hefur verið einstaklega ljúft og erum við búin að koma okkur vel fyrir og höfum við kynnst mörgu frábæru fólki,“ segja þau. „Flestir fjölskyldumeðlimir fá heitan mat í hádeginu, þá er nú oftast eitthvert snarl á kvöldin og njótum við því að elda góðan mat um helgar. Í uppáhaldi hjá okkur öllum er folaldakjöt. Það er yfirleitt bara kryddað og grillað eða sett á pönnu með engri olíu, gott salat og einhverjar skemmtilegar kartöflur hafðar með. Við borðum líka mikið af fersku salati og ristum við helst alltaf einhver fræ útí það. Galdurinn við að gera salatið enn betra er að setja fetaost yfir salatið og hella svo heitum fræjum yfir hann. Okkur langar að deila með ykkur sitt litlu af hverju, einum kjúklingarétti sem er vinsæll hjá okkur, góðu spínatsalati og sósu sem við fáum ekki leið á,“ segja matgæðingarnir Jenný og Arnar. Matgæðingar vikunnar eru Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Arnar Svansson Tilvitnun vikunnar Það er allt fyndið svo lengi sem það kemur fyrir einhvern annan. – Will Rogers RÉTTUR 1 Mexíkanskt lasagna 1 stk rauðlaukur 1 stk rauð paprika 4 kjúklingabringur mexikanskt krydd í bréfi 2 krukkur salsasósa 1 dós (400 g) rjómaostur 4 burito vefjur rifinn ostur Aðferð: Steikið grænmetið og kjúklinginn saman og kryddið, salsasósur og rjómaostur sett saman í pott og hitað þangað til rjómaosturinn er bráðnaður. Setj- ið þá allt saman, grænmetið, kjúklinginn og sósuna. Leggið eina vefju í eldfast mót og ausið sósunni með innihaldinu yfir, setjið aðra vefju og gerið eins þangað til mótið er orðið fullt og stráið rifnum osti yfir og bakið þangað til osturinn er bráðnaður. Borið fram með Nachosi. „Þetta er flott lag. Ég held hún komist áfram.“ Alma Karen Snæland „Ég held að henni eigi eftir að ganga vel og að hún komist áfram.“ Snæfríður Ægisdóttir Jenný og Arnar. MYND ÚR EINKASAFNI „Júróvísion? Það hef ég ekki hugmynd um. Fylgist mjög lítið með þessu.“ Ragnar Ágústsson RÉTTUR 2 Æðisleg sósa með grillinu í sumar „Þessi sósa er mikið notuð á okkar heimili, sérstaklega með grilluðum mat. Hún er góð með öllum mat en þó sérstaklega með grilluðum kjúklingi og sætum kartöflum.“ 1 dós sýrður rjómi, við notum alltaf 18% 1 hvítlauksrif biti af engiferrót, gott er að miða við svipaða stærð og hvítlauksrifið. Aðferð: Pressið hvítlaukinn og engiferrótina saman við sýrða rjómann í sitthvoru lagi og hrærið. Ef ykkur finnst þetta vera of sterkt þá minnkið hvítlaukinn og engi- ferrótina. RÉTTUR 3: Spínatsalat 1 rauðlaukur 100 g waterchestnuts 1 poki frosið spínat (afþýtt) 1 pk. púrrulaukssúpa 1 dós sýrður rjómi 3 msk Grísk jógurt Aðferð: Takið spínatið og leggið á þerripappír og reynið að vinda vökvann eins vel og þið getið. Saxið laukinn og hneturnar smátt og setjið í skál, Klippið spínatið einnig smátt og bætið út í. Sigtið súpuna yfir þannig að ekki fari neitt gróft úr henni í salatið. Bætið sýrðum rjóma og jógúrtinu saman við og hrærið. Mjög gott er að gera þetta salat daginn áður en á að borða það. Borið fram með brauði eða kexi. Verði ykkur að góðu! „Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu. Hún vinnur, er það ekki?“ Herjólfur Hrafn Stefánsson 18/2017 11 Vísnagáta Í ullarreyfi oft hann finnst. Ennþá er til trúuð sál. Úr gömlum gólfum hennar minnst. Gestum rétt á undirskál.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.