Feykir


Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 3

Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 3
Byggðastofnun hefur fengið jafnlaunavottun VR og greiðir körlum og konum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafn verðmæt störf. Byggðastofnun er vinnustaður þar sem bæði karlar og konur eiga jafna möguleika til starfa. Byggðastofnun hefur það að markmiði að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir hæfa og metnaðarfulla starfsmenn. Öflugt starfs- mannafélag er innan stofnunarinnar. Hjá stofnuninni starfa 24 vel menntaðir starfsmenn með fjölbreytta reynslu. Byggðastofnun | Ártorg 1 | 550 Sauðárkrókur | Sími 455 5400 | Fax 455 5499 www.byggdastofnun.is Lánasérfræðingur Byggðastofnunar – tímabundin staða Byggðastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á fyrirtækjasvið stofnunarinnar, tímabundið til sumar- afleysinga og vegna fæðingarorlofs. Helstu verkefni: Mat á lánsumsóknum og greiningarvinna fyrir lánanefnd og stjórn Byggðastofnunar. Skjalagerð í tengslum við útlánastarfsemi. Samskipti við viðskiptavini Byggðastofnunar og aðrar lánastofnanir. Starfið getur boðið upp á gott tækifæri til að öðlast starfsreynslu innan fjármálafyrirtækis. Hæfniskröfur eru: • Háskólamenntun á sviði viðskipta eða hagfræði, eða önnur sambærileg menntun og undirstöðuþekking á íslensku atvinnulífi og samfélagi. • Hæfni í lestri og greiningu ársreikninga og annarra fjárhagsupplýsinga. • Góð færni í að tjá sig í rituðu og töluðu máli. • Nákvæm og öguð vinnubrögð og hæfni til að vinna undir álagi. • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi ásamt hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Elíasson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs í síma 455 5400 eða á netfangið arnar@byggdastofnun.is. Staðsetning starfsins er á Sauðárkróki. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsækj- andi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða tímabundið starf til 1. september 2018. Umsóknarfrestur er til 22. maí nk. og skulu umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendar til Byggða- stofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða á netfangið arnar@ byggdastofnun.is. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða. Öllum umsóknum um starfið verður svarað. N Ý PR EN T eh f / 0 52 01 7 Sérfræðikomur í maí 2017 12. MAÍ Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir 24. MAÍ – NOKKRIR TÍMAR LAUSIR Bjarki Karlsson bæklunarlæknir 29. OG 30. MAÍ Sigurður Albertsson skurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4022. www.hsn.is VÉLAMAÐUR Sauðárkróki Starf vélamanns hjá þjónustustöðinni á Sauðárkróki er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Starfssvið • Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á starfssvæði Vegagerðarinnar á Sauðárkróki. • Ýmis vinna í starfsstöð á Sauðárkróki. Menntunar- og hæfniskröfur • Almennt grunnnám • Almenn ökuréttindi, meirapróf er æskilegt • Vinnuvélaréttindi • Reynsla af ámóta störfum æskileg • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt • Góðir samstarfshæfileikar Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við mannauðsstefnu Vegagerðarinar eru konur með umbeðnar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til 22. maí 2017. Umsóknir berist til Vegagerðarinnar á netfang starf@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Víglundur Rúnar Pétursson hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki í síma 522-1762 Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is 18/2017 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.