Feykir


Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 5

Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 5
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, sem yfirleitt er kölluð Dalla, býr á Borðeyri í Hrútafirði. Hún varð á dögunum Íslandsmeistari í körfubolta með liði sínu Keflavík en skömmu áður höfðu Keflavíkurstúlkur einnig hampað bikarmeistaratitlinum. Þá var hún kjörin íþróttamaður USVH fyrir árið 2016. Salbjörg Ragna er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni og svarar nokkrum laufléttum spurningum. Hvar ólstu upp? -Þegar ég var 9 ára fluttum við fjölskyldan á Laugarbakka og nokkrum árum síðar á Borðeyri þar sem ég hef búið síðan þá. Hverra manna ertu? -Mamma mín heitir Katrín Kristjánsdóttir og er ættuð úr Dölunum. Pabbi heitir Sævar Örn Sigurbjartsson og er úr Víðidal. Íþróttagrein: -Körfubolti. Íþróttafélag/félög: -Spila nú með Keflavík. Helstu íþróttaafrek: -Varð Íslandsmeistari í 9. flokki með uppeldisfélaginu Kormáki, svo Íslands- og bikarmeistari með Njarðvík 2012 og svo aftur Íslands- og bikarmeistari 2017 en nú með Keflavík. Skemmtilegasta augnablikið: -Ætli titlarnir með Keflavík standi ekki upp úr. Neyðarlegasta atvikið: -Það er þegar mér tókst að skora sjálfskörfu þegar ég var að keppa með strákunum í yngri flokkum, gleymi því sennilega aldrei. Einhver sérviska eða hjátrú? -Nei, get ekki sagt það. Uppáhalds íþróttamaður? -Úff, ég veit það ekki. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Hmm, ég veit ekki hvern ég myndi velja en ég væri til í golf. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Finnst ólíklegt annað en að mér yrði rústað, held ég hafi bara einu sinni farið í golf og þá hitti ég nánast allt nema kúluna. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Er menntaður ÍAK- einkaþjálfari frá Keili, er komin með B.Ed. gráðu og er að klára M.Ed. í kennaranáminu. Lífsmottó: -Þetta reddast. Helsta fyrirmynd í lífinu: -Ætli það séu ekki hjónin Hilmar og Rósa á Kolbeinsá sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þau eru um áttrætt en Rósa er ein mesta skvísa sem ég þekki, alltaf hress og kát og vill allt fyrir alla gera. Hilmar er algjör indjáni, ótrúlega sprækur og alltaf til í að fara á hestbak með mér upp um öll fjöll. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Er á fullu að vinna í því að klára masters ritgerðina mína í kennaranáminu svo ég geti útskrifast í júní. Hvað er framundan? -Núna taka við landsliðsæfingar, en liðið er að fara að taka þátt í Smáþjóðaleikunum í lok maí - byrjun júní. Ég verð svo fyrir norðan í sumar að vinna á Gauksmýri og fer svo aftur til Keflavíkur um miðjan ágúst. Salbjörg Ragna / körfubolti Íslands- og bikar- meistari með tveimur Suðurnesjaliðum ( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@nyprent.is Harpa Sóley Brynjarsdóttir, stuðningsmaður nr. 1, og Salbjörg Ragna fagna Íslandsmeistaratitlinum. MYND AF FACEBOOKSÍÐU SALBJARGAR Körfuknattleiksdeiild Tindastóls Pétur og Viðar fara ekki fet Samningar hafa tekist milli körfuboltadeildar Tindastóls, Péturs Rúnars Birgissonar og Viðars Ágústssonar um að þeir leiki áfram með meistaraflokksliði félagsins á næstu leiktíð. Orðrómur hefur verið um að þeir yfirgæfu herbúðir Stólanna en Stefán Jónsson formaður, sem kominn er í land eftir mánaðar úthald á sjó, lætur það ekki gerast á sinni vakt. „Það kom aldrei til greina að Pétur færi. Pétur fer ekki fet,“ sagði Stefán ábúðarfullur eftir að skrifað hafði verið undir í stofunni á Sjávarborg en þar býr Björn Hansen stjórnar- maður og hægri hönd Stefáns. „Ég held að þetta verði bara flottur vetur, erum sami kjarninn og bætum við okkur tveimur topp leikmönnum, þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ sagði Pétur er Feykir hafði samband við hann skömmu eftir undirskrift. Aðspurður um hvort önnur lið Pétur Rúnar og Stefán formaður takast í hendur eftir undirskrift leikmanna- samnings. MYND AÐSEND MYND ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Silfur og brons á Öldungamóti Kormákur blak Á blakmóti öldunga, sem fram fór í Mosfellsbæ fyrir stuttu, átti blakdeild Kormáks þrjú lið: Birnur sem kepptu í 6.b deild, Birnur-Bombur í 8.a deild og Húna sem kepptu í deild 6b. Húnar, sem voru að keppa í fyrsta skipti, höfnuðu í öðru sæti í sinni deild, unnu fjóra leiki af sex og færðust upp um deild. Birnur-Bombur hlutu bronsverðlaun með fjóra unna leiki og tvo tapaða. Liðin í öðru til fjórða sæti voru jöfn að stigum og stigahlutfall réði sæti. Birnur unnu fyrsta leikinn en töpuðu hins vegar öllum hinum eftir að einn lykilmaður liðsins meiddist illa á kálfa. Öldungamótið fór fram á 13 blakvöllum í Mosfellsbæ. Alls voru kepp- endur um 1400 talsins og er það fjölmennasta Öldungamót frá upphafi. /FE Birnur-Bombur höfnuðu í 3. sæti í sinni deild. MYND AF FACEBOOK-SÍÐUNNI KORMÁKUR BLAK Feykir.is Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smáAUGLÝSING Húsnæði óskast Óska eftir húsnæði til kaups eða leigu. Heppileg stærð u.þ.b. 90-130 fm. Bílskúr væri kostur. Sigrún Hrönn Pálmadóttir sími 8455680 Frjálsíþróttadeild Tindastóls Margrét nýr formaður Formannaskipti urðu á aðalfundi frjálsíþróttadeildar Tindastóls sem haldinn var þann 26. apríl sl. Margrét Arnardóttir var kjörin formaður í stað Sigurjóns Leifssonar, sem ekki gaf kost á sér áfram en hann hefur gegnt formennsku frá árinu 2010. Þær Kolbrún Þórðardóttir og Thelma Knútsdóttir voru einnig kjörnar í stjórn deild- arinnar í stað þeirra Guðrúnar Ottósdóttur og Hafdísar Ólafs- dóttur sem gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnar- starfa. /PF Sigurjón býður Margréti velkomna til embættis. MYND: TINDASTÓLL.IS Ert þú áskrif- andi? hefðu reynt að krækja í hann sagði Pétur: „Það voru nokkur lið sem höfðu samband en ég ætla að bíða með að fara suður í skóla og þá kom í rauninni bara Tindastóll til greina.“ Rétt áður en Feykir fór í prentun spurðist það út að Stefán formaður hafi gert samning við hinn magnaða varnarjaxl, Viðar Ágústsson í stássstofunni á Sjávarborg. Aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir mikilli pressu um að vera heima enn eitt tímabilið, segir Viðar að það hafi ekki verið. „Þetta var bara spurning um hvort ég ætlaði í nám. Og þar sem ég er óákveðinn með það þá ákvað ég að taka slaginn með Stólunum. Mér finnst liðið líta mjög vel út.“ /PF 18/2017 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.