Feykir


Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 2

Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 2
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað getur talist ósnert náttúra og hvort hún fyrirfinnst hér á Íslandi yfir höfuð. Allt landið hefur verið í notkun eða öllu heldur verið nýtt frá fyrstu öldum landnáms. Sagt er að landið hafi verið skógi vaxið frá fjalli og ofan í fjöru. Ef svo hefur verið er landið ekki ósnert þar sem fáa skóga er að finna sem teljast aldagamlir í dag. En skógræktin hefur aukist gífurlega svo sumum er nóg boðið og vilja skógrækt í umhverfismat. Bændur hafa, fram á þennan dag, nýtt sér allt það land sem gefur einhverja beit fyrir búsmalann, bæði í byggð sem og á afréttum hvar sem þær hefur verið að finna. Var reyndar svo nærri hálendinu gengið, að sumra mati, að sauðkindinni var kennt um þann gríðarmikla uppblástur sem átt hefur sér stað á hálendi Íslands. Bændur eru vel meðvitaðir í dag um skaðsemi ofbeitar og forðast þvílíkt, enda hefur skepnum sem hafðar eru á afrétti fækkað mikið. Hafa þeir verið iðnir við að græða landið og er sómi að. Þegar fækkaði í sveitum og fólk þyrptist á mölina á síðustu öld, þurfti iðnaðurinn rafmagn til að halda uppi starfsemi. Þá var farið að virkja og vatnsaflið notað til að knýja hverflana sem framleiddu rafmagnið enda sýndu útreikningar að það var hagkvæmasti kosturinn. Þetta kostaði að sökkva þyrfti landi og náttúru. Fórnin var á kostnað einhvers annars, s.s. beitar, náttúruminja eða sjónrænna verðmæta. Oft er tekist á um hvar eða hvort eigi að virkja. Vilja margir meina að nóg sé komið af vatnsaflsvirkjunum og jafnvel að ekki sé meiri þörf á rafmagni. Ekki veit ég það en óþarfi finnst mér að framleiða rafmagn til að flytja á Bretlandsstrendur. Ég veit ekki hvort ég á að hafa áhyggjur af fjölgun ferðamanna. En þeim er bent á ósnerta náttúru Íslands og fara þangað sem hugurinn leiðir þá. Ferðamennskan er góð og gild en pössum okkur á að missa hana ekki upp í eitthvað sem við ráðum ekki við. Einn daginn gætum við setið uppi með stórskaddaða náttúru af völdum þrammandi náttúruunnenda um fjöll og firnindi. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Ósnert náttúra Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Tvöföldu stórafmæli fagnað 80 ára afmæli Sögufélagsins og 70 ára afmæli Héraðsskjalasafnsins Á sunnudaginn var mikið um dýrðir í Miðgarði þegar Sögufélag Skagfirðinga og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga héldu sameiginlega afmælisveislu. Sögufélagið, sem er 80 ára, er elsta starfandi héraðssögufélag landsins sem enn starfar og hefur það að markmiði sínu að skrá og gefa út efni sem varðar sögu Skagafjarðar. Héraðs- skjalasafnið er líka hið elsta sinnar tegundar á landinu og fagnar nú 70 ára afmæli. Meginmarkmið þess er að safna, varðveita og miðla gögnum sem varða sögu Skagafjarðar. „Í tilefni afmælisins var haldið málþing undir yfir- skriftinni „Skagfirsk fræði í fortíð og nútíð“. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannes- son, ávarpaði samkomuna þar sem hann óskaði Skagfirðing- um til hamingju með tíma- mótin og rakti í örfáum orðum tildrögin að stofnun félaganna. Guðni sagði ekki mögulegt að telja upp alla þá einstaklinga sem með starfi sínu hafa lagt Sögufélaginu lið en þó væri eitt stórvirki sem ekki yrði hjá komist að tilgreina; Byggða- sögu Skagfirðinga, sem Hjalti Pálsson ritstýrir. Guðni nefndi einnig til sögu Kristmund Bjarnason á Sjávarborg, og skáldin Hannes Pétursson, Guðrúnu frá Lundi og Ólínu Jónasdóttur og sagði að hér í sveit væru tengsl skáldskapar og fróðleiks einmitt sterk. Þá bætti forsetinn við: „Ágætu ráðstefnugestir: Við þurfum einmitt þetta – blöndu skáld- skapar og fræða – þegar við leitumst við að skilja það sem gerðist, reynum að lifa okkur inn í löngu liðna tíð. Við þurfum líka fræðileg vinnu- brögð, rannsóknir sagnfræð- inga og annarra með nýstár- legum kenningum, samanburði og ályktunum. En til jafns þurfum við að leggja rækt við þann áhuga heimafólks í hverri sveit að kunna skil á sögu sinni og uppruna. Þetta hefur ykkur tekist, Skagfirðingar góðir. Ég óska Sögufélagi Skagfirðinga til hamingju með afmælið, og Héraðsskjalasafninu sömu- leiðis.“ Þá sló Guðni á létta strengi og sagði að rétt eins og að kyrja vísuna góðu, „Skála´ og syngja Skagfirðingar,“ gæti allt eins átt við að segja: „Skrá og skrifa Skagfirðingar.“ Aðrir gestir sem tóku til máls voru Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Hjalti Pálsson formaður Sögufélagsins og Sólborg Una Pálsdóttir héraðs- skjalavörður. Auk þess fluttu þau Guðný Zoega, Harpa Björnsdóttir, Unnar Ingvars- son og Viðar Hreinsson fyrir- lestra. Sölvi Sveinsson sá um að stýra málþinginu. Meðan á dagskránni stóð gæddu gestir sér á hátíðakaffi sem Kvenfélag Seyluhrepps til- reiddi með miklum sóma. /FE Nú eru strandveiðar hafnar og hefur bátum sem landa í höfnunum á svæðinu því fjölgað verulega. Á Skagaströnd bárust rúm 49 tonn á land í síðustu viku, tæplega 245 tonn á Sauðárkróki og rúm 13 tonn á Hofsósi. Engu var landað á Hvammstanga. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 307.221 kíló. /FE Aflatölur 30. apríl – 6. maí 2017 Strandveiðar hófust 2. maí SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 14.116 Fannar SK 11 Grásleppunet 819 Fálki ÞH 35 Grásleppunet 4.860 Gammur II SK 120 Grásleppunet 2.978 Hafey SK 10 Handfæri 2.389 Helga Guðmundsdóttir SK 23 Handfæri 1.180 Kristín SK 77 Handfæri 1.244 Klakkur SK 5 Botnvarpa 89.526 Maró SK 33 Handfæri 2.113 Málmey SK 1 Botnvarpa 113.678 Már SK 90 Handfæri 1.566 Steini G SK 14 Grásleppunet 2.104 Sæfari SK 100 Grásleppunet 5.105 Vinur SK 22 Handfæri 2.217 Ösp SK 135 Handfæri 959 Alls á Sauðárkróki 244.854 HOFSÓS Leiftur SK 136 Handfæri 1.047 Leiftur SK 136 Grásleppunet 1.265 Skáley SK 32 Grásleppunet 5.010 Von SK 21 Grásleppunet 1.631 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 4.153 Alls á Hofsósi 13.106 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Handfæri 2.351 Bergur sterki HU 17 Grásleppunet 5.897 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.362 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.125 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 2.370 Dagrún HU 121 Grásleppunet 3.188 Dísa HU 91 Handfæri 878 Fengsæll HU 56 Grásleppunet 4.990 Garpur HU 58 Handfæri 1.185 Geiri HU 69 Handfæri 2.447 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.524 Gyðjan HU 44 Handfæri 910 Hafdís HU 85 Handfæri 994 Húni HU 62 Handfæri 2.548 Jenný HU 40 Handfæri 2.378 Kópur HU 118 Handfæri 1.132 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 2.408 Már HU 545 Handfæri 1.869 Onni HU 136 Handfæri 577 Svalur HU 124 Handfæri 1.472 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 3.268 Sæunn HU 30 Handfæri 2.388 Alls á Skagaströnd 49.261 Aukasýningar í næstu viku Leikfélag Sauðárkróks Aðsókn að Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks hefur verið góð enda um sprell- fjörugan farsa að ræða. Lokasýning var auglýst nk. sunnudag en nú hefur verið ákveðið að efna til aukasýninga. Sú fyrri verður þriðjudaginn 16. maí klukkan 20:00 og sú seinni miðvikudaginn 17. maí klukkan 20:00. /PF Hjalti Pálsson færir forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, Byggðasögu Skagafjarðar. MYND: FB-SÍÐA HÉRAÐSSKJALASAFNS SKAGFIRÐINGA 2 18/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.