Feykir


Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 9

Feykir - 10.05.2017, Blaðsíða 9
Mjúklega um landið læðist líkt og kisa að mús, vorsins andi vængjaður og vildistíðarfús. Bráðum mun hann bjóða öllum bjart og opið hús! Bráðum mun hann leiða lífið létt í gleðidans, vaxta af krafti í verkum öllum vilja sérhvers manns. Ekki bregst að örvast getur allt í veldi hans! Ekki bregst að upp hann vekur allra manna þor, þeir sem voru þungstígir fá þar sín léttu spor. Erfitt væri árið hvert ef aldrei kæmi vor! Erfitt væri allt á lífsins ævistunda för ef við sæjum seint og illa sólskinsdaga kjör. Vorið okkur veitir best hin vonarhlýju svör! Vorið er í vitund okkar valin sólartíð, eftir vetur aftur skína yndisljósin blíð. Náttúran með nýjum blóma nærir þjóðarlýð! Andi vorsins Rúnar Kristjánsson skrifar Að vera utan af landi, búandi í borg óttans getur verið ævintýrum líkast. Sú dásemdargleði sem umlykur mann þegar maður fattar að allt sem maður girnist er innan seilingar. Kringlan, Smáralind, IKEA og Bauhaus, allt bara rétt hjá. Það koma meira að segja dagar sem ég ákveð að nýta mér þann lúxus að fara í þessar verslanir og miðstöðvar bara svona að gamni mínu, af því þær eru þarna. En innan seilingar er kannski frekar teygjanlegt orðatiltæki þegar vegalengdirnar á þessa staði eru ekkert eins og að skreppa á milli Ábæjar og Kaupfélagsins, enda allt í sitthvoru sveitarfélaginu. Vegalengdirnar eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir þegar klukkan er að slá fjögur á föstudegi og ég þarf helst að ná að fara á alla þessa staði áður en ég bruna norður í sæluna. Því norðan heiða bíða spenntir vinir og ættingjar eftir varningnum sínum sem ég lofaði að redda. Sælan að hafa allt innan seilingar getur orðið að bévítans böli þegar maður lofar að sækja hitt og þetta, fyrir þennan og hinn. Svitinn drýpur af manni að hlaupa þessar verslanir endilangar og pirringurinn stigmagnast þegar maður situr pikkfastur í umferðarteppu, blótandi yfir helvítis bílnum á undan sem brunaði ekki yfir gatnamótin um leið og ljósið varð grænt. Loksins verður leiðin greiðari og notalegri og bensínfóturinn þyngist æ meir eftir því sem nær dregur Skagafirðinum. Ég er komin heim. Allar sendingar farnar til nýju eigendanna og kvöldmatur hjá mömmu framundan. Ég byrja að taka mitt hafurtask úr bílnum og státa mig í hljóði af því hversu vel ég fer með að pakka létt. Ég er ekki fyrr búin að taka veskið mitt og úlpuna úr bílnum þegar ég átta mig á að allt sem ég tók með í norðurferðina var annarra manna dót. Mitt var eftir í Reykjavík fyrir sunnan. Agnes Skúladóttir, 105 Reykjavík. - - - - - - Ég vil skora á vin minn hann Eyþór Fannar Sveinsson, margfaldan iðnmeistara í hinum ýmsu greinum.. Agnes Skúladóttir brottfluttur Sauðkrækingur Reykjavík fyrir sunnan ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN palli@feykir.is Í síðasta Feyki birtist ljóð Rúnars Kristjánssonar Andi vorsins en fyrir mistök var felldur út einn stafur sem breytti merkingu þess. Höfundur er beðinn afsökunar og birtum því ljóðið á ný. Reiðhjólahjálmar til sex ára barna Kiwanishreyfingin á Íslandsi og Eimskipafélag Íslands Kiwanishreyfingin á Íslandi og Eimskipafélag Íslands standa þessa dagana fyrir dreifingu á reiðhjólahjálmum til allra sex ára barna á Íslandi sem eru nú að ljúka fyrsta bekk í grunnskóla. Þetta farsæla samstarf hefur varað frá árinu 2004 og lætur nærri að Eimskip og Kiwanis hafi fært um 60 þúsund börnum hjálma frá þeim tíma. Þessi gjöf hefur í gegnum árin margsannað gildi sitt og mikilvægi þess að nota reiðhjólahjálm. Það er ómetanlegt fyrir Kiwanishreyfinguna að eiga svona góðan og sterkan styrktaraðila að og saman stuðlum við að bættu umferðaröryggi barna í umferðinni. Kiwanis og Eimskip biðja foreldra að fylgjast með næstu daga þegar börnin koma heim með hjálmana, til þess að stilla þá rétt svo þeir hlífi börnunum eins vel og mögulegt er. Til að gjöfin nýtist sem best og skili tilætluðum árangri er mikilvægt að barnið noti hjálminn ávallt þegar það hjólar, leikur sér á línuskautum, hlaupahjóli eða hjólabretti. Nákvæmar leiðbeiningar fylgja með hjálmunum. /FRÉTTATILK. Frá afhendingu hjálmanna 1. maí. MYND: KIWANIS 18/2017 9 Harðindi VETURINN FRÁ NÝÁRI 1802 varð hinn harðasti er menn mundu og langstæður mjög. Var hann síðar nefndur Langjökull. Hafísinn fór ekki af Skagafirði fyrr en 14. ágúst og „fuglafli við Drangey var öldungis enginn.“ Stóran hval hafði rekið í Málmey í vikunni fyrir páska en bóndinn þar leyndi hval- rekanum svo að fáum varð að gagni og hlaut bóndi svo mikið ámæli fyrir að hann hraktist úr eyjunni. Hins vegar rak sléttbak á Naustum við Hofsós „og höfðu margir gott af honum.“ Á þinginu á Skefilsstöðum 16. júlí 1802 var tekið réttarpróf vegna þess að landsetar Reynistaðarklaustursjarða og Hólastólsjarða óskuðu að bókuð yrði og staðfest umkvörtun þeirra yfir bágindum í yfirstandandi harðæri til lands og sjóar því „hér er enn nú í þessari Ketusókn svo gróðurlaust að varla er sýni- legt að tún verði nokkurn tíma á þessu sumri ljáborin, því síður úthagi og fyrir utan þau svokölluðu Björg í þessari þingsókn játa þingvitnin að ei sjáist enn nú grænt strá í hlaðbrekkum og af sjónum hefir engin björg fengist þar hann er enn nú ei skipgengur fyrir hafís. Svo afsaka áðurnefndir landsetar sig frá að geta næstkomandi vetur haldið lífi í þeirra jarðarkúgildum, hvað ei er heldur sýnilegt áðurtaldra orsaka vegna, líka sem og svo því að geta betalað leigur eftir þau sem vegna gróðurs og grasleysis [verða] mjög svo gagnslítil og sums staðar gagnslaus. Óska því að þeim sýnist vorkunn og þeirra mjög svo bágborna ásigkomulag berist undir hlutaðeigandi yfirvöld og biðja innilega fyrir að þeir mættu fríast frá helmingi af þeim kúgildum...“ / Byggðasaga Skagafjarðar 1. bindi, bls. 131. ( BYGGÐASÖGUMOLI ) palli@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.