Feykir


Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 6
bannaðar. „Þarna um vorið komu þeir Gunnar Þórðarson, sem bölvaði mikið, og Valur Ingólfsson, báðir í búning, og sóttu okkur út í Drangey. Þá vorum við komnir með u.þ.b. 14 þúsund fugla. Þetta var fyrsta veiðin,“ segir Kristján sem síðar veiddi eitthvert smotterí af rjúpu og gæs í gegnum árin eins og hann orðar það. En svo var það árið 2006 sem allt breyttist. Þá lét Kristján tæla sig til Póllands af vini sínum, Jóhanni Vilhjálmssyni sem vildi endilega fá hann með sér. „Ég átti enga byssu svo hann lánaði mér eina. Það var eins og við manninn mælt að í fyrsta rekstri þá steindrep ég dýr á harðahlaupum á 100 metra færi og þá var eiginlega teningunum kastað. Þá gerðist eitthvað sem ekki er hægt að útskýra. Við höfum verið að ræða þetta okkar á milli en þetta er eitthvert frumelement í manninum sem poppar upp í sumum og öðrum ekki. Og síðan eru liðin ellefu ár og ég farið til Póllands sjö sinnum síðan, Afríku, Kanada, Græn- lands og víðar og veitt mikið.“ Aðspurður um hve mörg dýr hann hafi fellt segir hann þau sennilega vera um 130 og þá erum við að tala um annað en fugla. Allt stór dýr, þar af tólf antilóputegundir, vörtusvín, birni og hæsta dýrið í Afríku, gíraffann. „Þetta er búið að vera ansi skemmtilegt, góður félags- skapur og það hefur myndast lítill hópur karla sem hefur farið mikið saman. Við höfum ekki viljað fara í þessar stóru ferðir þar sem menn eru næstum því með byssuna í annarri hendinni og bjórinn í hinni,“ segir Kristján alvarlegur í bragði. Þegar hann er beðinn um dæmi um eftirminnilega veiði- ferð bendir hann á dökkan feld í einu horni stofunnar sem reynist svartbjarnarfeldur, fenginn á Nýfundnalandi. „Maður er settur á stand út í Kristján gefur sér tíma til að líta upp úr steinhleðslunni og VIÐTAL Páll Friðriksson aftekur boð mitt um að koma seinna. Við setjumst því inn í stofu en þar bera uppstoppaðir dýrahausar, skinn, horn og bein, svo eitthvað sé talið upp, þess merki að í húsinu býr veiðimaður. Skinn af hæsta dýri heims og fellt var í Afríku, þekur mest allt stofugólfið og hausarnir sem hanga á veggjum Kristján Már Kárason er brottfluttur Króksari sem er smám saman að snúa til baka á æskuslóðir en fyrir nokkrum árum keypti hann gamalt hús í Kristjánsklaufinni og hefur verið að gera það upp. Þar dvelur hann reglulega og nýtur sín vel enda húsið orðið hið glæsilegasta bæði innan dyra sem utan og garðurinn umhverfis líka. Þegar blaðamaður leit við hjá Kristjáni á dögunum var hann með Jóa Þórðar að helluleggja og laga steinhleðsluvegg sem markar lóðamörkin. En ástæða heimsóknarinnar var ekki að ræða endurgerð hússins heldur veiðiáhugann sem á hug hans allan en þeir eru ekki margir sem fara jafn víða til að veiða. Allur heimurinn er undir og veiðibráðin fjölbreytt líkt og sjá má í stofu húsráðanda. eru framandi og veit ég varla hvort þau hafi íslensk heiti. Ég byrja á því að spyrja Kristján hvernig veiðimennsk- an hafi byrjað hjá honum. „Þetta byrjaði kringum 1966, síðasta árið sem fleka- veiðin var við Drangey. Þá kom Sigmundur Eiríksson frá Fagra- nesi og falaði mig sem létta- dreng á Víking gamla hans Jóns bróður hans. Og það var farið á flekaveiðar,“ segir Kristján. Þetta var síðasta vorið sem flekaveiðar voru stundaðar því lög voru sett á Alþingi og þær Í stofunni hjá Kristjáni hanga vígalegir hausar af dýrum sem hann hefur veitt í gegnum tíðina. Skinn af gíraffa prýðir stofugólfið. MYND: PF Kristján Már Kárason er nýkominn frá Suður Afríku Veiðimaður fram í fingurgóma Úr veiðiferð til Namibíu 2010 Veiðiferð til Kanada, Nýfundnalan ds 2013 Nyala veidd í Suður Afríku 2017 Suður Afrika 2017 með Sigurði Sigfússyni og félögum 6 27/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.