Feykir


Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 11

Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 11
saman. Þá er Rice Crispiesinu skellt saman við. Við setjum þetta yfirleitt í muffinsform og nörtum í eitt og eitt yfir sjónvarpinu þegar nammi- grísinn sækir að en þetta hverfur oft fljótt. Annars er líka gott að gera köku úr þessu. Við skorum á Páleyju Sonju og Lárus Blöndal á Blönduósi að vera næstu matgæðingar. Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Ása, Svala, Gróa og Lilja. Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hefurðu komið út í Drangey? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Já, ég hef komið úti Drangey, fyrir sennilega 15 árum síðan.“ Benedikt Rúnar Egilsson Finna skal kvenmannsnafn úr hverri línu. Svör neðst á síðunni. Ótrúlegt en kannski satt... Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 sm á fullorðinsaldri, samkvæmt Doktor.is. Dvergvöxtur getur stafað af um 200 mismunandi læknisfræðilegum orsökum og þess vegna eru einkenni og eiginleikar dverga mjög mismunandi. Það að vera lítill er í sjálfu sér ekki sjúkdómur. Ótrúlegt, en kannski satt, þá bera barþjónar í Kaliforníu ekki ábyrgð á því, ef þeir misreikna aldur dverga. Tilvitnun vikunnar Ég elska Mikka Mús meira en nokkra konu sem ég hef kynnst. - Walt Disney „Nei, ég hef ekki komið út í Drangey..“ Jón Ingi Halldórsson „Ég hef því miður aldrei komið út í Drangey.“ Día Ragnarsdóttir „Já, ég hef farið út í Drangey. Ekki nema 27 ár síðan.“ Guðný Guðmundsdóttir BBQ kjúlli og Rice Crispies MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN frida@feykir.is Róar Örn Hjaltason og Þuríður Valdimarsdóttir eru mat- gæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau búa á bænum Hamraborg í Hegranesi sem þau keyptu síðastliðið sumar, þegar þau fluttu heim frá Noregi, og fluttu þar inn í desember. Róar er uppalinn á Sauðárkróki og Þuríður er frá bænum Helguhvammi á Vatnsnesi. Hún er sjúkraliði og vinnur á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og Róar er vélvirki og vinnur á Vélaverkstæði KS. Þau gefa okkur sýnishorn af uppáhalds- uppskriftunum sínum; skötusel sem er mjög góður sem forréttur, BBQ kjúklingi og Rice Crispies. „Annars á ég mjög erfitt með að fylgja einni uppskrift, ég þarf alltaf að bæta þær eitthvað eða skella tveimur til þremur uppskriftum saman svo ég á ekki margar uppskriftir,“ segir Þuríður. Þuríður og Róar Örn eru matgæðingar vikunnar RÉTTUR 1 Baconvafinn skötuselur Aðferð: Skötuselur skorinn í litla bita, kryddaður með salti og pipar (helst sítrónupipar) og vafinn með baconi. Grillaður í stutta stund. Þessi réttur er borinn fram með fersku salati. RÉTTUR 2 BBQ kjúlli 2dl apríkósumarmelaði 2dl Hunts bbq sósa 1 dl soyjasósa 2½ dl rjómi 2 msk púðursykur Aðferð: Allt sett í pott og suðan látin koma upp. Svo er kjúklinga- bitum (mega vera hvaða bitar sem er en við notum aðallega vængi og leggi sem við getum nagað af) skellt í eldfast form og inn í ofn í þann tíma sem bitarnir þurft til að eldast. RÉTTUR 3 Rice Crispies 50 g smjör 100 g suðusúkkulaði 150 g Mars 150 g lakkrískurl u.þ.b. 4 msk síróp Rice Crispies eins og hver og einn vill Aðferð: Allt sett i skál nema Rice Crispies og hitað yfir vatnsbaði þangað til það er orðið vel bráðið Þuríður og Róar Örn á Suðurlandinu. MYND ÚR EINKASAFNI „Auðvitað hef ég komið út í Drangey..“ Davíð Már Sigurðsson 27/2017 11 Vísnagáta Þykir gott að hafa á hendi. Heitan slökkva þorsta sinn. Er að grænka auralendi. Eignað páskum blómsturinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.