Feykir


Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 8

Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 8
engan hvítabjörn og segir hann það sennilega verða aldrei. „Það eru kvótar í bjarndýr í Kanada en þetta er orðið mjög dýrt og ekki fyrir hvern sem er. Á Grænlandi er þetta eiginlega búið að vera þannig að túristi verður að vera með grænlenskt veiðileyfi.“ En til Grænlands fer Kristján aftur því í farvatninu er veiðiferð þangað í haust. En ekki er það eina veiðiferðin sem er plönuð því farið verður til Spánar í monteria í október, Póllands í endaðan nóvember og aftur á Spán í febrúar. Ef þið haldið að það sé búið þá er það nú ekki því í apríl er áætluð veiðiferð til Suður Afríku. Þegar Kristján sér að augu blaðamanns eru við það að spýtast úr augntóftunum af undrun segir hann sposkur að hann vilji neyta meðan á nefinu stendur. Með öllum þessum veiði- skap hlýtur að fylgja mikið af afurðum, kjöti, skinnum og fleiru. Kristján segist reyna að taka yfirleitt eitthvað með sér heim. Um næstu áramót á hann von á þremur uppstoppuðum hausum frá Suður-Afríku. „Af nyala, sem ég kann ekki að nefna á íslensku, bushbuck og springbok svarti sem ég kann heldur ekki nafnið á. Svo fæ ég eitthvað af skinnum og kúp- um.“ Ekki bara að taka í gikkinn Þegar Kristján reynir að útskýra fyrir blaðamanni hvað þetta gefur honum segir hann það dýrmætt fyrir alla að eiga eitthvert áhugamál sem hægt sé að gleyma sér í. Það sé hverjum manni hollt í lífinu að hafa gleði út út því. „Þetta er ekki bara veiði. Ég fer til margra landa og heimsálfa að veiða í mismunandi menningu, mjög mismunandi, sem ég kannski botna ekkert í. Náttúran í gróðurfari og dýralífi og mann- lífi og öllu. Þetta er ekki bara að taka í gikkinn, þetta er miklu meira. Mikil ferðalög! Maður hleður ómeðvitað niður upplifunum án þess að gera sér grein fyrir því. Kemur heim frá öðrum menningar- svæðum en maður kemur aldrei eins heim. Pínu þroskaðri eða breyttur og þá sér maður Heilir og sælir lesendur góðir. Langar til að halda áfram þar sem frá var horfið í síðasta þætti, að rifja upp kunnar vísur eftir vísnasnillinginn, Halla Hjálmars. Hjá mér stendur flaskan full fjörs ég drykkinn kenni. Það er ekkert samlagssull sem að er í henni. Enn þá get ég á mig treyst. Ölinu frá mér hrundið. En þetta er orðið eins og þú veist erfiðleikum bundið. Haraldur er á því enn þótt enginn geti séð það. Það eru fremur fáir menn sem fara betur með það. Nokkuð stíft hefur skáldið trúlega verið búið að þjóra þegar þessi varð til. Halla sundrað sálarflak siglir á dánum vonum, það þarf hundrað tonna tak til að bjarga honum. Vissara þótti Halla að ganga sjálfur frá grafskriftinni. Hér er leiði Haraldar hann var ætíð snauður. Uppi á fjörum Framsóknar fannst hann rekinn dauður. Að lokum þessi sannleiksvísa eftir Halla. Allir dagar eiga kvöld, allar nætur daga. Þannig verða árin öld aldir mannkynssaga. Magnús J. Jóhannesson mun hafa saknað félagsskapar er hann orti þessa. Þegar sólin bjarta og blíða bak við hólinn leggst í dá, upp í ból ég einn má skríða enginn skjól mér veitir þá. Önnur hringhenda kemur hér sem mig minnir að sé eftir Magnús. Hefur sá ekki verið í vanda með orðaval eftir þessari svakalegu vísu hans að dæma. Einatt bullan æði klúr íhaldssullið lapti, leirburðsdrullan lak svo úr lygafullum kjafti. Held það hafi verið haustið 1977 sem kona nokkur birti stutta grein í Þjóðviljanum sáluga og kvartaði yfir því, eins og hún orðaði það, að allt of lítið framboð væri af barnaefni hér á landi. Mikil viðbrögð urðu við skrifi þessu og meðal annarra bauð bóndi á Norðurlandi konunni að blanda með henni efni í svo sem einn krakka. Stuttu síðar birtist í Þjóðvilja auglýsing þar sem segir að nú sé komið í sölu mikið af Vísnaþáttur 692 barnaefni, bæði frá Síle og Kína. Að þessum tíðindum spurðum orti Adolf J. Petersen þessa: Fæðingunum fækka má fjör og hvatir dvína, því barnaefni berast frá bæði Chile og Kína. Æstust nú leikar og í næsta skrifi var því haldið fram að einn ástarleikur kostaði karlmann svipað orkutap eins og hann hefði hlaupið fjögur hundruð metra vegalengd eins hratt og hann gæti. Að þessum upplýsingum fengnum orti Adolf: Að þrotum kominn þreytti sveinn þér að sofna er betra, en fara að hlaupa fótaseinn fjögur hundruð metra. Áfram hélt þessi gáfulega umræða á síðum blaðsins og næsti spekingur sem skrifaði taldi að konur legðu alls ekki eins mikla orku í ástarleik og væri þeirra framlag svipað og þær myndu synda 100 metra. Adolf átti svar við því. Fljóði er betra að falla í blund fjörlaust hvíla holdið, en hundrað metra svamla sund þó sé það endurgoldið. Ekki var málið enn dautt og fundu nú gárungar út að skrýtið yrði útlit á þeirri blöndu sem kæmi í ljós hjá afkvæmunum. Enn yrkir Adolf. Efnin reynast varla vönd. Vaxtarsnið og litur, kagað nef og kræklótt hönd á kinnum roði situr. Klofið stutt og hokin hné, hangir rass og kviður, augun skökk og andlit spé armar lafa niður. Fór nú að fjara undan þessu gríni, þó lagði frú ein í Reykjavíkurhreppi það til að trúlega væri best að hafa gamla lagið á og bóndinn fyrir norðan blandaði sínu barnaefni með konunni sem kvartað hafði um þennan efnisskort. Adolf, sem hafði ekkert látið fram hjá sér fara í þessu glensi, taldi rétt að enda yrkingar með þessari ágætu niðurstöðu: Eðla konan ung og frjó eflaust geymir forðann, og barnaefni blandar í ró bóndans sæði að norðan. Fer þá, lesendur góðir, nóg að verða komið í þetta sinni. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is 30 ára því þá upplifir maður miklu sterkara, hvort sem maður er staddur í Masai Mara sléttunni eða í Bangladesh í Dhaka downtown eða í Bútan eða hvar sem er í heiminum þar sem menningin er annað hvort á steinaldarstigi eða ofsalegri fátækt eða jafnvel í ríkidæmi eins og Barein. Þá upplifir mað- ur þetta allt öðruvísi ef ekki er alltaf verið að bera saman hvernig þetta var í sveitinni í gamla daga. Bara skilja það eftir heima og meðtaka það sem er en ekki það sem maður vildi að það væri. Að stíga yfir holds- veikt fólk á götu í Katmandú í Nepal, er dálítið skrítið eða vera á Indlandi þar sem fátæktin er ægileg. Það eru allskonar upp- lifanir sem maður á en verða ekki upplifanir nema maður sé móttækilegur fyrir þeim og sé ekkert með neina tilfinninga- semi eða annað. Bara að upp- lifa. Það er eiginlega annar pakki þessi ferðalög,“ segir Kristján og það eru orð að sönnu. Ekki er hægt að fara í þau mál að sinni þar sem plássið leyfir það ekki en hver veit nema síðar verði. líka heima í kringum sig með öðrum augum. Ég er nú búinn að ferðast mikið og hef komið til 56 landa. Ég lærði fljótlega, ekki strax, og var lengi að að venja mig af því, að skilja eftir allar ómeðvitaðar viðmiðanir sjálfs míns. Skilja þær bara eftir, Í Namibíu árið 2010 var þessi röndótti foli felldur. MYND: ÚR EINKASAFNI Hér liggur Great Kudu í valnum í Suður-Afríku 2014. MYND: ÚR EINKASAFNI 8 27/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.