Feykir


Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 1

Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 1
27 TBL 12. júlí 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–8 BLS. 9 Húnavakan 2017 er um helgina á Blönduósi Fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá í fjóra daga BLS. 5 Kristján Már Kárason er nýkominn frá Suður Afríku Veiðimaður fram í fingurgóma Hreindís Ylva svarar Tón-lystinni Skældi yfir lögum söngkonunnar Carrie Underwood Meistaraknapinn Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri- Leirárgörðum eru komnir í landslið hestamanna sem keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Eind- hoven 7.-14. ágúst. Þetta varð ljóst eftir að þeir félagar enduðu í öðru sæti í fimmgangi á Íslandsmóti fullorðinna á Gaddstaðaflötum um helgina. Þeir Þórarinn og Narri fengu einkunnina 7,88 en Þórarinn Ragnarsson og Spuni frá Vesturkoti sigruðu með 8,21. Þar sem Spuni er ekki að fara úr landi er það mat landsliðseinvalds að þeir félagar Þórarinn og Narri taki landsliðssætið. „Narri er með afburðar jafnvægi bæði andlega og á gang- tegundum. Auk þess að hafa mikla útgeislun og myndarskap,“ segir Þórarinn sem er ánægður með árangurinn. „Ég er mjög sáttur en samt leiður í aðra röndina þar sem hesturinn er að verða svo góður. En þeir þurfa líka að vera góðir til að vinna gull fyrir Íslands hönd,“ segir Þórarinn. /PF Þórarinn og Narri með hörkusýningu á Íslandsmóti fullorðinna um síðustu helgi. MYND: BJARNEY ANNA ÞÓRSDÓTTIR Enn bætast Skagfirðingar í landsliðið Þórarinn og Narri á Heimsmeistaramót hestamanna Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Eins og Feykir hefur áður greint frá sendi Sveitarfélagið Skagafjörður nýlega erindi til sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu þess efnis að sveitarfélögin Skagabyggð og Skagafjörður hafi átt í óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélag- anna. Eru önnur sveitarfélög á svæðinu sem áhuga hafa á að ræða enn stærri sameiningu einnig boðin velkomin til viðræðna. Byggðaráð Blönduóss tók erindið fyrir á fundi sínum þann 4. júlí sl. Byggðaráð er hlynnt sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og telur nauðsynlegt að fækka sveitar- félögum til að styrkja sveitarstjórnar- stigið á svæðinu. Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum: „Byggðaráð telur ástæðu til að sveitarstjórnir í A-Hún ræði erindið á sameiginlegum fundi sveitarstjórna í A-Hún þar sem sameining sveitarfélaga, þar með talin Sveitarstjórnir ræða sameiningarmál Fundur fyrirhugaður í ágúst Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Þú hringir í síma 540 2700 framangreint verði til umfjöllunar. Dagsetning slíks fundar er fyrirhuguð fimmtudaginn 24. ágúst.“ Sveitarstjórn Húnavatnshrepps tók málið einnig fyrir á fundi sínum þann 5. júlí sl. Telur sveitarstjórn ástæðu til að sveitarstjórnir í Austur-Húna- vatnssýslu ræði erindið sameiginlega. Þá tók sveitarstjórn Skagastrandar erindið fyrir á fundi sínum þann 29. júní eins og áður hefur verið greint frá á Feyki.is. Taldi sveitarstjórn ástæðu til að sveitarstjórnir í Austur- Húnavatnssýslu ræddu erindið sam- eiginlega. /FE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.