Feykir


Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 7

Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 7
antilópurnar, en mörg þeirra eru næturdýr.“ Kristján segir að líka sé veitt á næturnar m.a. kattardýrin, t.d. pardusdýr og tígrisdýr. Aðspurður um hvort hann hafi veitt svoleiðis segir hann ekki svo vera enda snúist þetta svolítið um peninga. „Það er mjög dýrt að veiða stóru kattardýrin. Það þarf bæði stórar byssur og kostar mikið. Það verður kannski seinna. Veitt á Spáni Það er víða sem veiðihefðir hafa skapast í gegnum aldirnar m.a. á Spáni. Þar segir Kristján þá félaga hafa veitt töluvert mikið, aðallega hjartardýr, svín, mufflon og fleiri dýr. Þar er rekstrarveiði og skemmtilegt að veiða, segir Kristján. „Þar koma menn saman og ráða ráðum sínum og rabba saman, kannski rauðvínsglas og svo er farið út að veiða. Þarna höfum við veitt mikið. Það er varla hægt að nefna tölur!“ segir Kristján og kímir. En þar þarf að fæka í stofnum sem eru orðnir of stórir. „Stofna þarf að grisja. Til dæmis í Suður-Afríku er lítið af ljónum og hýenum sem ógna stofninum og þá grisja menn bara. Monteria heitir veiðin á Spáni og er afskaplega skemmtilegt. Spánverjarnir klæða sig upp í sitt fínasta púss og fara að veiða.“ Kristján segir þetta mjög vel skipulagt frá a- ö. Mönnum er raðað út á veiði- svæðin með vissu millibili og af öryggi svo engin hætta sé á að þeir skjóti hvern annan fyrir slysni, enda eins gott. Það er kannski ekki sann- gjarnt að biðja mann, sem hefur þessa gríðarmiklu reynslu af veiðimennsku, um að gera upp á milli þeirrar upp- lifunar sem hann hefur orðið fyrir á þessum ferðum sínum. En hann bregst vel við og rifjar upp bjarndýraveiðarnar sem áður var komið inn á. „Það var ansi sterk upplifun að fara á bjarndýraveiðar. Þetta eru bæði stórhættuleg dýr og erfið að eiga við og eins gott að bera virðingu fyrir þeim. Og vera með réttu græjurnar! Svo er það nú líka sem er meira svona inná við hjá manni, þessi samkennd hjá veiðimönnum sem er svo sterk. Þetta eru góðir drengir, veiðimenn fram í fingurgóma, traustir félagar og það verður svona sterk upplif- un milli manna. Venjulegt fólk skilur það ekkert og telur að við veiðimenn séum vont fólk. Það er náttúrulega ekki svo, við erum bara veiðimenn. Í 35 stiga frosti á Grænlandi Til Grænlands hefur Kristján farið til að veiða, bæði hreindýr og sauðnaut og einu sinni var gerð heiðarleg tilraun með hvítabjörn. „Það var ansi skemmtileg ferð í apríl 2012. Ég flaug til Skoresby og fór með tveimur hundaækjum yfir í suðurodda Skoresbysunds en þar er mikið umferðarsvæði bjarndýra. Við vorum búnir að vera þar í þrjá og hálfan dag þegar ég þurfti að fara í flug. En við sáum fimm dýr, tvö kvendýr með þrjá húna. En það má ekki skjóta þau. Þetta var heilmikið fyrir- tæki, vorum í 35 stiga frosti með 22 hunda og gistum í kofa. Það var dálítið kalt. Óskaplega fallegt og mikil upplifun. Sólar- gangur orðinn langur og kall- arnir fínir. Sá sem var með mér heitir Hjálmar eða Hjelmer. Hann er mesti veiðimaður á austur Grænlandi en hann var þá búinn að veiða 62 bjarndýr.“ Kristján segir að frostið hafi verið svo mikið að hann þurfti að sofa með myndavélina í svefnpokanum hjá sér svo hún virkaði í kuldanum. Nestið var sel- og bjarndýrskjöt að hætti innfæddra. Þarna náði Kristján að skjóta tvo seli en því miður skógi og þar er beðið. Þetta er pallur uppi í tré í fjögurra metra hæð og þar situr maður og bíður. Þannig fer þessi veiði fram. Sett er agn fyrir björninn, gjarnan sýróp og eitthvað sem lyktar vel í skóginum. Þarna beið ég í þrjá og hálfan dag. Mánudag, þriðjudag, miðviku- dag og fram að hádegi á fimmtudag. Bara rólegur og sérstaklega í restina.“ Kristján segir það hafa verið gaman að upplifa lífið í skóg- inum meðan á biðinni stóð. Þar hafi verið fuglar, íkornar og mýs og skynfærin hafi fengið fylli sína af hljóðum og lykt og alls kyns upplifun sem fólk má ekki vera að að taka eftir í hraða nútímans. „Þegar maður situr í tólf tíma samfleytt og bíður kyrr eftir bangsa þá fer maður að taka eftir ýmsum hlutum og þetta er nánast eins og meditation eða hugleiðsla. Og þá verða áhrifin mörgum sinnum meiri þegar bangsi kemur, og hann kom!“ segir Kristján með áherslu. „Fyrst kom húnninn og svo fullorðna dýrið og ég skaut hvort tveggja. Þetta eru óhemju öflug og sterk dýr svo það er eins gott að hitta. Maður er bara einn að eiga við þessi dýr.“ Allt á spani í Póllandi Kristján segir að veiðin sé ólík í Póllandi en þar er boðið upp á svokallaða rekstrarveiði. „Þar er mönnum raðað upp og svo eru rekstrarmenn og hundar sem reka dýrin fram og aftur um skóginn. Þá er bara skotið á það sem kemur á mann eða hleypur framhjá og allt á harðahlaupum. Þá er mikið atriði að vera með góð vopn og kunna að fara með þau og vera búinn að æfa til að ná einhverjum árangri.“ Að- spurður um stærð byssunnar sem hann notar segist hann hafa verið með tiltölulega lítið kalíber, eða 308, sem hefur dugað honum ansi vel í gegnum tíðina og ekki notað neitt annað. Það er sama byssa og hann fékk lánaða hjá Jóhanni vini sínum sem áður var minnst á og hann keypti af síðar. Undirritaður á erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig farið er að því að fá að fella villt dýr í framandi heimsálfu og spyr því veiðimanninn hversu mikið mál það sé að fara til Afríku og skjóta gíraffa. „Ferlið er raunverulega þannig að það er eitthvert veiðifyrirtæki sem maður setur sig í samband við og pantar veiði með tilteknum dýrum. Maður getur gert það á staðnum líka og þeir senda manni innflutningsleyfin á byssurnar og veiðileyfi, trygg- ingaplögg og sérstök plögg fyrir tollayfirvöld sem við þurfum að vera búin að fylla út. Svo eru byssurnar stimplaðar inn í landið og svo er bara veitt eins og hver getur. Það er í sjálfu sér ekkert mál. Svo er það sem maður vill fá af dýrinu, upp- stoppað, sútað eða hauskúpur eða hvað það er. Það er sett í uppstoppunarferli úti og með því fylgja útflutningspappírar og svo er þetta bara sent. Þetta er ekkert mál en allt háð leyfum og kvótum.“ Kristján segist alltaf ferðast með byssuna sína og það sé ekkert mál, hvert sem er. „Menn hafa farið með vopn frá Evrópu til Íran að veiða og ekkert mál.“ Þegar Kristján er spurður að því hvaða dýr sé erfiðast að veiða, dregur hann seiminn en segist nýkominn frá Suður- Afríku þar sem hann veiddi einar sex tegundir dýra og þar á meðal stökkhjört eða spring- bok, en þeir eru til venjulegir, svartir og hvítir. „Ég var að veiða svartan og við eltum hann í sex og hálfan klukku- tíma og náðum honum fyrir rest. Þetta er lítil antilópa, minni en impala sem flestir þekkja. Það var svolítið snúið að ná þessu dýri,“ segir Kristján og gefur til kynna að það séu ekki stærstu dýrin sem erfiðast sé að veiða. „Nei, þau eru frekar auðveld. Það eru minnstu dýrin sem erfiðast er að veiða, minnstu Kristán stendur í stórframkvæmdum við húsið sitt á Króknum. Hér er hann ásamt Jóa Þórðar að leggja stétt og hlaða vegg. MYND: PF Suður Afrika 2017 með Sigurði Sigfússyni og félögum Great Kudu í Namibíu 2010 Hreindyr 2016 Þau eru mörg tignarleg dýrin í Afríku 27/2017 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.