Feykir


Feykir - 12.07.2017, Síða 2

Feykir - 12.07.2017, Síða 2
Alltaf skal það koma manni jafn mikið á óvart hvað tíminn flýgur hjá. Maður merkir það á mörgu, áramótin eru nýbúin og allt í einu er komin 28. vika ársins, sumarið er varla byrjað en samt er það hálfnað, ég var að setja punktinn aftan við síðasta leiðara en samt er ég að skrifa nýjan, hálfum mánuði síðar. Og alltaf skal það koma mér jafn mikið á óvart að nú sé röðin komin að mér og enn og aftur er ég ekki búin að upphugsa neitt háfleygt efni til að fjalla um. Ef ég hugsa nú aðeins lengra aftur í tímann þá er ég líka nýorðin stúdent en samt styttist í að ég geti skráð mig í dvöl eldri borgara á Löngumýri. Það er nú vissulega eitthvað til að hlakka til. Ég skrapp í heimsókn til þeirra í síðustu viku. Það var gaman. Það er svo gaman að sjá hvað eldra fólk virðist alltaf vera að yngjast, ekki kannski í árum en alla vega í útliti og anda. Ég man að þegar ég var tíu ára fannst mér fólk, sérstaklega konur, á þeim aldri sem ég er á í dag alveg afgamlar, hvað þá þær sem komnar voru yfir sjötugt eða áttrætt. Og ég er viss um að þær voru mikið fullorðinslegri þá en þær eru í dag. Þetta held ég að sé að miklu leyti hugarástandi að þakka og því að nú til dags þykir sjálfsagð- ur hlutur að eldra fólk taki þátt í hvers kyns félagsstarfi og íþróttum sem stytta því stundirnar og hressa upp á andann. Þar eigum við líka fólki eins og Þóreyju, Önnu Huldu og Gunnari á Löngumýri og öðrum þeim sem starfa með eldri borgurum mikið að þakka. Þau vinna ómetanlegt starf sem ber að þakka. Ég ætla bara að vona að þau sjái enn um dagskrána á Löngumýri þegar röðin kemur að mér að koma þangað sem eldri borgari í dvöl. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Tíminn flýgur Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Jafningjafræðslan í heimsókn Hvammstangi Í síðustu viku fengu unglingarnir í vinnuskólanum á Hvammstanga heimsókn frá jafningjafræðsl- unni. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að dagurinn hafi gengið prýðilega og veðrið hafi leikið við krakkana. Á námskeiðum jafningjafræðslunnar er boðið upp á góða og hnitmiðaða fræðslu sem mælir með heilbrigðum lífstíl. Hugmyndafræði jafningja- fræðslunnar er í stuttu máli sú að „ungur fræðir unga“. Á námskeiðunum eru ungmennin frædd um margvísleg málefni, spurningum þeirra er svarað og farið er í skemmtilega og fræðandi hópeflisleiki. Lögð er áhersla á gildi góðrar sjálfsmyndar, heilbrigðan lífsstíl, ókosti vímuefna- neyslu og samskipti í raunheimum og á netmiðlum. Jafningjafræðslan er hópur ungmenna á aldrinum 17-21 árs. Þau koma frá Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi og hafa mjög fjölbreyttan bakgrunn og hæfileika. Starfið er mjög krefjandi og fræðarar verða að vera vel í stakk búnir til að taka á móti fyrirspurnum af ýmsu tagi og þess vegna hljóta allir jafningjafræðarar þriggja vikna þjálfun áður en lagt er upp í fræðslu. Á undirbúningsnámskeiðinu fá fræðararnir fræðslu frá fagaðilum sem endurspeglar ungmenna- menningu hvers tíma ásamt þjálfun í raddbeit- ingu, framkomu og því hvernig gott er að vinna með hópa og einstaklinga innan þeirra. /FE Leysir framkvæmdastjóra LK af Axel Kára þjónar kúabændum Sagt er frá því á vef Lands- sambands kúabænda að körfu- boltakappinn í Tindastól, Axel Kárason, muni leysa sveitunga sinn úr Skagafirði, Margréti Gísladóttur framkvæmdastjóra samtakanna, af í hlutastarfi frá 1. ágúst til 1. janúar 2018. Þar sem Margrét er að fara í fæðingarorlof mun skrifstofa LK verða lokuð frá 1. júlí – 1. ágúst en brýnum erindum skal beint til Arnars Árnasonar, formanns LK, yfir þann tíma. Axel mun hafa starfsað- stöðu bæði á skrifstofu sam- takanna í Bændahöllinni í Reykjavík sem og á heimili sínu í Skagafirði. Aðspurður segir Axel starfið felast að mestu í því að fylgja eftir hinum ýmsu verkefnum sem LK er nú þegar að vinna að. „Þannig að það má segja að ég eigi að viðhalda skriðþungan- um hennar Margrétar,“ segir hann og spurður út í hvað hugsanlega taki við eftir 1. janúar 2018 segir Axel: „Ég hef nú ekki velt árinu 2018 mikið fyrir mér, hér á ekki asinn við. Þú verður að spyrja Stefán Jónsson, formann körfuknatt- leiksdeildar Tindastóls, hvar ég eigi eftir að halda heimili. Örlög mín eru að miklu leyti í hans höndum.“ /PF Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 410.899 kg sem skiptist þannig á hafnir: Á Skagaströnd var landað 57.718 kg, aflahæst var Katrín GK 266 með 12.471 kg, á Sauðárkróki var 337.581 kg landað, þar var Málmey SK 1 aflahæst með 167.781 kg, Geisli SK 66 landaði mestu á Hofsósi eða 3.914 kg en þar var landað 10.738 kg og loks landaði Bergur Vigfús 4.892 kg á Hvammstanga. /FE AFLATÖLUR 2.–8. júlí 2017 á Norðurlandi vestra Tæp 411 tonn á land í vikunni SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 19.454 Fannar SK 11 Landbeitt lína 1.510 Farsæll SH 30 Rækjuvarpa 32.287 Gammur II SK 120 Þorskfisknet 1.552 Hafey SK 10 Handfæri 1.054 Helga Guðmundsd. SK 23 Handfæri 826 Klakkur SK 5 Botnvarpa 109.080 Kristín SK 77 Handfæri 446 Maró SK 33 Handfæri 1.015 Málmey SK 1 Botnvarpa 167.781 Már SK 90 Handfæri 898 Óskar SK 13 Handfæri 254 Tara SK 25 Handfæri 405 Vinur SK 22 Handfæri 1.019 Alls á Sauðárkróki 337.581 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 3.299 Geisli SK 66 Handfæri 3.914 Leiftur SK 136 Handfæri 426 Skáley SK 32 Handfæri 1.673 Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 1.426 Alls á Hofsósi 10.738 HVAMMSTANGI Bergur Vigfús GK 43 Lína 4.862 Alls á Hvammstanga 4.862 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Handfæri 254 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 1.131 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.908 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.399 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 1.665 Dísa HU 91 Handfæri 20 Elín ÞH 82 Handfæri 2.255 Garpur HU 58 Handfæri 527 Geiri HU 69 Handfæri 2.763 Greifinn SK 19 Handfæri 1.428 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 3.009 Gyðjan HU 44 Handfæri 687 Hafdís HU 85 Handfæri 2.258 Hafey SK 10 Handfæri 948 Húni HU 62 Handfæri 2.169 Jenný HU 40 Handfæri 2.306 Kambur HU 24 Handfæri 1.815 Katrín GK 266 Landbeitt lína 12.471 Kópur HU 118 Handfæri 1.390 Kristín SK 77 Handfæri 796 Lukka EA 777 Handfæri 1.926 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 2.426 Már HU 545 Handfæri 1.918 Már SK 90 Handfæri 429 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 965 Svalur HU 124 Handfæri 1.249 Sæunn HU 30 Handfæri 3.070 Víðir EA 423 Handfæri 2.536 Alls á Skagaströnd 57.718 Axel. MYND: AÐALSTEINN ORRI ARASON Sólarhringstörn í hægvarpi Ásgeiri Trausti Húnvetningurinn Ásgeir Trausti og félagar hans stóðu í ströngu fyrir helgi er þeir léku og tóku upp tugi laga sleitulaust í sólarhring. RÚV sendi beint frá gjörningnum úr stúdíói Hljóð- rita í Hafnarfirði á RÚV 2 og RÚV.is í svokölluðu hægvarpi. Flutningur Ásgeirs á lagi Megasar, Tveimur stjörnum, vakti mikla athygli en hann flutti lagið tvisvar þar sem hann ruglaðist eilítið í textanum í fyrra skiptið. Ásgeir ákvað að gefa bæði eintökin Rúv til varðveislu, en á hinum hliðum platnanna eru lög eftir Ásgeir sjálfan. „Það er mikið gleðiefni að fá þessa plötu til varðveislu því hún er ekki einasta vitnis- burður um frábæran tónlistar- mann heldur einnig alveg ein- stakan og sögulegan sjónvarps- og tónlistarviðburð sem á efalaust eftir lifa lengi í minnum fólks,“ sagði Skarp- héðinn Guðmundsson dag- skrárstjóri í viðtali við Rúv.is. /PF 2 27/2017

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.