Feykir


Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 5

Feykir - 12.07.2017, Blaðsíða 5
Tilefni þessa stutta pistils er hvatning. Hvatning til ykkar sem hafið með umönnun barna að gera. Börnin eru það dýmætasta í þessum heimi. Upp á þau þarf að passa. Samvistir við foreldra og ástvini skipta miklu fyrir eðlilegan þroska og andlega vellíðan barna. Því er vert að huga að því hvernig hægt sé að auka þessar samvistir eins og hægt er. Ég vil hér kasta fram einni hugmynd. Nú blasir verslunarmannhelgin við handan við hornið. Þessi helgi er við- kvæm fyrir marga og því tilvalin fyrir fjölskyldur að þjappa sér saman og fara fallega með lífið. Síðastliðin 20 ár hefur Unglingalandsmót verið haldið þessa helgi á vegum UMFÍ. Nú er svo komið að heil kynslóð hefur alist upp við það að fara á Unglingalandsmót og margir vilja alls ekki missa af þessu þrátt fyrir að vera komnir af aldri. Það sem mestu skiptir þar eru minningarnar sem skapast í samverunni. Að upplifa stemmningu sem sameinar alla í því markmiði að eiga góðar stundir við leik, keppni og skemmtun. Næstkomandi verslunarmannhelgi fer fram Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin eru árlega. Mótin eru ætíð miðuð við fjölskyldufólk og mikið er gert til þess að tryggja að allir skemmti sér vel, saman. Keppni er fyrir þá sem eru á aldrinum 11 - 18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð því hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Ýmiss konar afþreying er svo í boði fyrir systkini, foreldra og aðra yfir daginn að ógleymdum kvöldvökunum þar sem allir koma saman. Keppnisgreinar eru fjölbreyttar svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nú er bara að safna í lið eða reyna fyrir sér í einhverju nýju. Greinarnar eru: Boccia - Bogfimi - Fimleikalíf - Fjalla- hjólreiðar - Frisbígolf - Frjálsar íþróttir - Glíma - Golf - Götuhjólreiðar - Hesta- íþróttir - Knattspyrna - Kökuskreytingar - Körfuknattleikur - Motocross - Ólymp- ískar lyftingar - Rathlaup - Skák - Staf- setning - Strandblak - Sund - UÍA þrekmót - Upplestur og Íþróttir fatlaðra. Mótið hefst föstudaginn 4. ágúst og lýkur um miðnætti sunnudaginn 6. ágúst. Þó er sú undantekning að keppni í golfi fer fram á fimmtudeginum 3. ágúst. Skráning á mótið fer fram á heimasíðu UMFÍ og hefst 1. júlí. Þátttökugjald er kr. 7.000.- og er best að greiða það við skráningu. UMSS mun greiða þessi þátt- tökugjöld niður um kr. 3.500.- fyrir sína keppendur. Lokað er fyrir skráningu á miðnætti sunnudaginn 24. júlí. Allir sem hafa greitt keppnisgjaldið geta tekið þátt í öllum viðburðum án nokkurs annars kostnaðar. Keppa má í eins mörgum keppnisgreinum og hver og einn vill og getur. Ókeypis er fyrir þátttakendur og fjölskyldur á tjaldsvæði mótsins. Sér- stakar reglur gilda á tjaldsvæðinu sem öllum ber að fara eftir og á það ekki síst við um neyslu áfengis. Aðgangur að rafmagni á tjaldsvæðinu er fyrir hendi en rukkað er lágmarksgjald kr. 4.000 - fyrir alla helgina. Vil ég hvetja alla krakka, vini, vin- konur, foreldra, forráðamenn, ömmur, afa, frændur og frænkur í Skagafirði að taka sig saman og halda til Egilsstaða um verslunarmannahelgina í góðra vina hóp. UMSS hefur ætíð sent góðan fjölda keppenda á þetta mót og er þetta fastur liður í lífi margra fjölskyldna í Skagafirði. Nú vonum við að það bætist í hópinn. Við viljum minna á að einstaklega flottar rauðar þægilegar bómullar hettupeysur eru til sölu á Skrifstofu UMSS, Víðigrund 5, fyrir alla þá sem fara og alla sem langar að skarta svona flottri peysu. Þær má merkja með UMSS, sínu aðildarfélagi (t.d U.M.F Hjalti) og setja uppáhalds íþróttagreinina sína á ermina. Endilega pantið ykkur peysu sem fyrst. Gaman væri að sjá rauðan samstilltan hóp ganga fylktu liði inn á völlinn á Egilsstöðum 4. ágúst næstkomandi. Góða skemmtun! Arnrún Halla Arnórsdóttir Formaður UMSS AÐSENT : Arnrún Halla Arnórsdóttir Kæru Skagfirðingar Frá Unglingalandsmóti UMFÍ á Króknum 2014. MYND: ÓAB Húnavakan 2017 Fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá í fjóra daga Húnavakan á Blönduósi verður haldin að vanda þriðju helgina í júlí eða dagana 13.-16. júlí næstkomandi. Húnavakan hefur áunnið sér fastan sess meðal bæjar- hátíða landsins en hún hefur verið haldin í núverandi mynd síðan árið 2006 þegar hún tók við af hátíðinni Matur og menning sem haldin var á Blönduósi um árabil. Dagskráin þetta árið er hin veglegasta. Á fimmtudagskvöld er því beint til íbúa bæjar og sveita að skreyta hús sín og garða og er að þessu sinni hvatt til sameiginlegs þema með skreytingum í rauðum lit og ísbjarnarlógói. Eftir að allt er orðið skínandi fínt eru göturnar eða hverfin hvött til að grilla saman. Klukkan 22 um kvöld- ið verður svo Blö Quiz í félagsheimilinu og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Á föstudag verður opið hús hjá fjölmörgum fyrirtækjum á staðnum þar sem gestir og gangandi eru boðnir velkomnir til að kynna sér starfsemina og hjá mörgum þeirra er boðið upp á spennandi tilboð. Kvennaskólinn, Þekkingar- setrið, Textílsetrið og Vinir Kvennaskólans taka á móti gestum milli klukkan 13 og 17 og kynna starfsemi Kvenna- skólans og bjóða jafnframt upp á leiðsögn um Minjastofu skólans og Vatnsdælu. Hátíðin verður svo form- lega sett á torginu framan við félagsheimilið kl. 18:45 þar sem umhverfisverðlaun Blöndu- óssbæjar verða veitt en að því loknu hefst risa kótelettukvöld og skemmtun í félagsheimil- inu. Um kvöldið spilar hljóm- sveitin Feðgarnir á Retro á Hótel Blönduósi og í félags- heimilinu verður stórdansleik- ur með Á móti sól. Á laugardag verður hægt að kaupa sér útsýnisflug hjá flugklúbbi Blönduóss ef veður leyfir milli kl. 9 og 17. Kl. 11 hefst Blönduhlaup USAH við félagsheimilið og á sama tíma hefjast söngprufur fyrir Míkró- húninn sem er söngkeppni fyrir börn. Eftir hádegið verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir unga sem aldna, m.a. markaðs- stemning við félagsheimilið, Míkróhúnninn, Gunni og Felix Myndir frá Húnavöku 2016. MYNDIR: FB-SÍÐA HÚNAVÖKU skemmta, hoppukastalar verða á svæðinu og margt, margt fleira. Klukkan 16 hefjast orgeltónleikar í kirkjunni þar sem Eyþór Franzson Wechner, organisti, leikur. Um kvöldið verður kvöldvaka í Fagra- hvammi með fjölbreyttri skemmtidagskrá og deginum lýkur með Pallaballi í félags- heimilinu. Á sunnudag verður hægt að skella sér í sápurennibraut í Kirkjubrekkunni og hin árlega prjónaganga hefst við Hótel Blöndu kl. 13. Heimilisiðnaðarsafnið verð- ur opið alla dagana, Laser tag og Paint ball verða á skólalóðinni á föstudag og laugardag, hestaleigan Galsi hefur opið alla helgina ásamt mörgu fleiru sem hér er ótalið. Það er því greinilega óhætt fyrir íbúa Blönduóss og nágrennis að fara að hlakka til helgarinnar. Dagskrána í heild sinni má nálgast á Facebooksíðunni Húnavaka. UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir 27/2017 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.